Aldan

mánudagur, mars 19, 2007

ÞESSU ER LOKIÐ! :)

sunnudagur, mars 18, 2007

Ég vildi að þið yrðuð fyrst til að kynnast Hr. Öldu , hann veit reyndar ekki af því enn en hann er tilvonandi fyrrverandi eiginmaður minn númer eitt :) (Ef við tökum það ekki með í myndina að einhversstaðar í draslinu mínu á ég vottorð af staðfestingu trúarheita okkar Robbies!) Maður er svo fljótur að gleyma!

Herra Brasilía verður líklegast eiginmaður nr 2!

Annars er ég búin að gera lista yfir topp 10 ;) Og þeir eru ALLIR að taka þátt í Herra Heimi í ár! Merkileg tilviljun!

Næsta blogg verður til að lýsa yfir sigri í þessari bloggáskorun og í kjölfarið ágætis frí frá þessu drasli hérna!

laugardagur, mars 17, 2007

Þegar öllu er á botninn hvolft er hefnd einsog að brenna ofan af sér húsið til að losa sig við eina rottu.

Hver semur eiginlega stjörnuspánna fyrir moggann?

Nóttin

....var erfið! Fyrri hluta nætur eyddi ég í lestar/rútu ferð í Íran, ég og samferðamaður minn tókum vitlausa rútu og ferðuðumst í marga tíma í vitlausa átt. Svo var vandinn að koma sér aftur til baka. Seinni hluta nætur eyddi ég hinsvegar með Leonardo Dicaprio eða Lanardo Caprini eins og einn fjölskyldumeðlimur minn kallar hann alltaf.

Það er alltaf gaman að stúdera drauma og kveikjuna þarna að baki. Fyrir tveimur dögum las ég grein í blaði um teboð í Teheran og svo sá ég auglýsingu um nýju Mister Bean myndina í gær sem sýndi mörg atriði í lest, líklega hefur það verið kveikjan að fyrri draumnum. En markmið draumsins fólst í að leysa flækju sem ég stend fyrir akkurat í þessu augnabliki. Ástæðan fyrir seinni, nú ég var að horfa á the Departed í gær ;) og Leo var flottur!

Ég er þreytt eftir nóttina, ferðalagið var erfitt! Sé ykkur!

föstudagur, mars 16, 2007

Næturvaktir

Á svona löngum næturvöktum er gott að hafa skemmtilegt "samferðarfólk", ég hef auðvitað verið hyggin og valið mér ágæta vini með þetta í huga: geta þeir skemmt mér á löngum næturvöktum? Nú við höfum jollý Ollý, sem tekur einstaka næturvaktir en er næturdrottning með meiru svo hún er oft vakandi á óheilögum tímum. Flugmaðurinn heldur mér félagsskap ýmist á næturvöktum eða síðasta klukkutímann af vaktinni, koma hans vekur alltaf kátínu enda þýðir það að endirinn er nærri! Endirinn á vaktinn sko, hann er enginn Ríper! Svo er það Garðar, nýjasti meðlimurinn í næturvaktarklúbbnum, önnur hvor vika á næturvöktum.... Þetta er orðið nokkuð ljúft hjá mér... bara ef þau gætu komið sér saman um vaktaplan, þá væri ég aldrei ein! Þið hin eruð auðvitað æðisleg líka, bara í öðrum flokki ;)

Ok... stretching it... veit ekki hvort ég næ að blogga í kvöld!! ;)

fimmtudagur, mars 15, 2007

I've started, so I'll finish

Þetta sagði einhver kall einhvern tímann! Er það ekki rétt Carlos ;)
Þó svo að einhver hafi gefist upp og hætt þessu, þá er ég ekkert hætt! 5 Dagar eftir, ég veit ég get þetta! Það er nú samt djöf$#% erfitt að finna eitthvað til að skrifa um þegar maður gerir ekkert annað en að sofa og vinna þessa dagana! Get ekki einu sinni skrifað um fjandans vinnumennina því þeir létu ekkert heyra í sér í dag og ég fékk að sofa í frið aldrei þessu vant.
Auðvitað á ég að bíða þar til rétt fyrir miðnætti með að birta þetta, hafa þetta spennandi.. en mér er meira í mun að muna eftir þessu en að halda ykkur spenntum í sætunum!

Það er brjálað að gera.. enginn tími fyrir blogg!

miðvikudagur, mars 14, 2007

Það hryggir mig óendanlega mikið að það skuli vera byrjað að birta aftur. Ástæðan er samt ekki sú að ég hlakki ekki til sumarsins, sumarnætur eru yndislegar líka en það er alltaf einhver söknuður sem fylgir rísandi sól. En um leið og Persephone hverfur aftur til ástmanns síns í Undirheimum, þá er minn tími ársins hafinn :) Nákvæmlega eins og honum fer nú að ljúka!
Ég væri til í að fara hringinn í sumar, taka einn stuttan ;) Það væri gaman! Hver er til? Og hver bíður gistingu ;)

þriðjudagur, mars 13, 2007

6 dagar eftir!

Stundum þurfa stelpur bara að fá að liggja í friði og taka gott O.C eða OTH maraþon með tonn af súkkulaði og snýtipappír. Dagurinn í dag var einn þessarra daga, reyndar átti ég ekkert súkkulaði en harðfiskur og trópí dugðu ágætlega líka. Síðasti þátturinn af O.C..... end of an era... hvað kemur í staðinn? Veit ekki, það var samt hálfsorglegt að horfa á þetta þó þátturinn sjálfur hafi nú ekki verið neitt sorglegur. Ástæðan fyrir maraþoninu var að ég gat ekki sofið vegna látanna hérna úti. Svo til að halda áfram með þessa blessuðu kvartanir... hvað er málið.. það eru vinnupallar í kringum alla blokkina og allir karlarnir ákveða að safnast fyrir utan baðherbergisgluggann minn akkurat þegar ég er í baði! Ég veit ég er flott en kommon! Baðið var samt fínt :)

mánudagur, mars 12, 2007

Það er mjög óþægilegt að hafa þessa vinnupalla hér fyrir utan. T.d. áðan var ég í mínum eigin heimi (eins og kemur svo oft fyrir) og var fáklædd að dansa inni í eldhúsi og syngja við eitthvað ódýrt Pussycat lag þegar ég sé eitthvað hreyfast úti á svölum! Þá var ég bara ekkert eins ein í mínum heimi og ég vildi vera! Sama gerðist þegar ég fór í bað í fyrradag, þá voru þeir að setja upp pallana... ég heyrði þá alltaf koma hærra og hærra, nær og nær! Ég þakka bara fyrir að við skyldum setja svona plast í gluggann þrátt fyrir að vera á fjórðu hæð! Nú er bara muna að halda sig í fötunum og láta vera að dansa og syngja þar til þeir hafa lokið sér af! Annars er ég núna að bíða eftir að þeir fari heim, klukkan er að verða hálf níu... ég þori ekki út ef ég myndi mæta stráknum sem sá mig dansa áðan:)

En sem betur fer eru þetta útlendingar, mjög ólíklegt að þeir fari að breiða út sögur um klikkuðu stelpuna á fjórðu hæðinni sem heldur að hún sé sjötta Kisulórustelpan!

sunnudagur, mars 11, 2007

Ég trúi þessu ekki, ég bara TRÚI ÞESSU EKKI! Netverjinn sjálfur GLEYMDI að blogga í gær og er þar með fallinn úr leik! Þá stöndum við Hanna bara tvær eftir...

Gærkvöldið var ljómandi skemmtilegt eins og Carlos myndi orða það. Ég skil ekki hvernig við Garðar förum að því að toppa síðasta djamm í hvert einasta skipti :) Við Garðar, Guðrún og Ingó byrjuðum á því að gæða okkur á indælis steik á Pottinum og pönnunni, ég mæli þó ekki með sveppasúpunni, hún var ógeð! Eftir það var svo haldið inn í Kópavog í svaka Singstar og Karókí partý. Ekki hélt ég að ég ætti eftir að taka þátt í karokí, en vá hvað þetta var gaman:)
Heilsan í dag er eftir atvikum, ég var SVO fegin þegar ég sá að ég á ekki að vinna í kvöld!

En annars er ég að spá í að leggjast upp í rúm með góða bók og leyfa heiminum að snúast í nokkra hringi á meðan. Þarf að plotta ráð til að halda Hönnu frá tölvunni, skóútsala upp á Langjökli væri ágætis hugmynd... Hanna, hvað myndiru gera ef þeir byrjuðu að selja Manolo Blahnik hérna? Þú færir á hausinn!

laugardagur, mars 10, 2007

Eftir 3 símtöl og fjöldamörg sms hef ég komist að einni niðurstöðu.

Netverjinn skemmti sér ljómandi vel í kvöld!

Og ég er komin með ágætissafn af skotum sem ég get notað af vild :)


Good times!

Og já.. ég er í ljómandi góðu skapi :)

Fall Out Boy!

I am an arms dealer
Fitting you with weapons in the form of words
And don't really care which side wins
As long as the room keeps singing
That's just the business I'm in, yeah

This ain't a scene, it's a goddamned arms race!!

Guði sé lof að ég fletti þessu upp, ég er búin að vera að syngja: "This ain't a city, it's a goddamned .. place"! Mín útgáfa er samt skemmtilegri!

Thank god for google!

Annars er ég með annað lag á heilanum

The more I see the less I know
The more I'd like to let it go

Bara akkurat þessar tvær línur! Var búin að syngja þetta í alla gærnótt og svo vildi það svo skemmtilega til að þetta var fyrsta lagið sem spilað var í útvarpinu þegar ég kveikti á því á heimleiðinni í morgun.

Já.. þetta var fróðlegt!

Andskotans!!

Ég er ekki enn komin í gott skap og þarf að blogga AFTUR, því ég hef ekki tíma á morgun! Reyndar er ég á mörkunum að vera í hræðilegu skapi og afskaplega góðu, ótrúlegt hvað línan er þunn þarna á milli, ég hlýt að vera manísk! Já, eða bara geðveik! Ég held það sé skemmtilegra, líka ágætis afsökun fyrir að haga sér undarlega og ég á mínar stundir, eins og núna! Það þarf mikið til að fara ekki að hlæja eins og vitleysingur núna.... mig langar bara til að halla höfðinu aftur og taka geðveikan nornahlátur.... eina sem aftrar því eru strákarnir sem sitja hér í kringum mig... þeir halda nú þegar að ég sé skrýtin.

Við Alla tókum okkur saman og ætluðum að vera með litla veislu hérna þar sem Hrönn heiðurssnúra er að hætta, keyptum osta og köku og læti... svo er hún bara ekkert að vinna!! ;) En við látum það svo sem ekkert aftra okkur í að njóta veitinganna. Kannski verður eitthvað afgangs á morgun fyrir þig Hrönn mín!

Já og sko, veislan var henni til heiðurs! Við vorum ekki að fagna því að hún væri að hætta! Vildi bara hafa þetta á hreinu! Þín verður sárt saknað héðan!

föstudagur, mars 09, 2007

Ferðu ekki bráðum að fara út Netverji góður, þetta er farið að verða svolítið hvimleitt!! Það er eitt að skora á málglaðar konur eins og Flugdrottninguna eða Hannfríði, annað að skora á þögla steininn! Ég gæti auðvitað rætt um hvað mér finnst um þá ákvörðun lögfræðinga blokkarinnar, að hengja upp tilkynningu um áætlaða viðgerð baðherbergja, á fyrstu hæðinni í lyftunni! Ég gæti rætt um kostnað fargjalds í strætó. Hverjir eru það sem nota strætó? Nú, þeir sem eiga ekki bíl! Oftast vegna þess að þeir eiga ekki pening til að reka hann.. nú er líklega orðið ódýrara að fjárfesta í bíl en taka strætó, þú getur fengið vaxtalaus lán á mörgum stöðum og bensínið er bara á niðurleið þessa dagana! Ég gæti rætt um hvað mér leiðist þegar fólk lýgur að mér og heldur að ég átti mig ekki á því. Ég gæti líka talað um hvað mér leiðist áhugaleysi, ef þú hefur ekki áhuga, ekki eyða tíma mínum því ég met hreinskilni alltaf meira en kurteisi!! Ég gæti talað um það hvað ég ætla að gera á morgun eða næstu daga .... en WFC :) eins og einn vinur minn segir svo skemmtilega! Já, svolítið neikvæð í kvöld.. ég held það sé baunasamlokunni að þakka... aldrei aftur :) ég læri mína lexíu (að lokum)!

Ég er svo hætt að blogga þegar þessi blessaða áskorun er búin :) Allavega farin í góða pásu og fá mér svo læsta síðu!

fimmtudagur, mars 08, 2007

Aumingja...

greyið húsvörðurinn í ræktinni. Ég er búin að vera afskaplega árásargjörn og uppstökk undanfarna daga og hann lenti í restinni. En þetta er allavega komið úr systeminu hjá mér núna :) hehe.... neinei.. ég var ekkert svo vond við hann. Það var bara sama sagan og venjulega, rafmagninu sló út á þessu sömu 4 tækum og venjulega, við vorum 3 sem snarstoppuðum og ég rauk öskuvond niður enda var ég í góðum gír, aðeins hálfnuð með prógrammið og var akkurat að skipta yfir á Who's line is it anyway, sem mér til mikillar ánægju er byrjað aftur :) Ég hreytti út úr mér að þetta gengi bara alls ekki og þetta væri stórhættulegt, það yrði að gera eitthvað í þessu. Greyið kallinn hringdi strax á rafvirkja og reyndi eitthvað að mýkja mig með smá tjatti :) Ég get ekki verið svo slæm!!?? Er það?? Þessu verður þó vonandi kippti í liðinn fyrir mína tilstuðlan! Í öllum hamagangnum gleymdi ég svo að kveikja aftur á þættinum! Fúlt maður... :)

miðvikudagur, mars 07, 2007

Að líða vel í eigin skinni

Hvað þýðir það eiginlega? Ég hef líka heyrt frasann: grow into yourself. Margir tala um að eftir því sem árin verða fleiri að þeim líði alltaf betur og betur í eigin líkama. Ég er ekki frá því að þetta sé satt, ég tók eftir því bara núna í kvöld að ég er hætt að líta "framhjá" mér í speglinum eins og ég gerði alltaf. Ég er auðvitað ekki að segja að ég sé neitt sérstaklega sátt við það sem ég sé eða að mér líði aldrei óþægilega, en ætli ég sé ekki farin að sætta mig við að "þetta" er það sem ég hef og úr þessu hef ég að vinna. Maður er hættur að láta sig dreyma um töfralausnir og meðöl sem gætu breytt öllu á skömmum tíma. Ég er líka hætt að óska að ég líktist hinum og þessum, væri með svona varir og hinsegin augnsvip. Ég vil bara líkjast sjálfri mér og vera sátt við það!

Takk fyrir!

þriðjudagur, mars 06, 2007

Ég hringdi um daginn í Birting og var að segja upp áskrift að Vikunni, ég gleymi því alltaf að í lok svona símtals spyrja þær um ástæður þess að verið sé að segja áskriftinni upp. Ég var eitthvað að flýta mér svo ég hreitti í dömuna að ég hefði bara ekki tíma til að lesa blaðið, ??? Auðvitað hefði ég átt að taka mér smá stund og láta vita af hinum raunverulegu ástæðum fyrir uppsögninni. Nú í fyrsta lagi er tímaritið bara fjandi leiðinlegt, það áhugaverðasta er stjörnuspáin og lukkudagurinn. Sömu sögurnar eru sagðar aftur og aftur og sama alltaf sömu tvær forsíðurnar, önnur "Grenntist um fjöldamörg kíló á skömmum tíma", hin "einstæð móðir með langveikt barn" eða álíka. Auðvitað á fólk erfitt og gott er að ræða um hlutina, en aftur og aftur og aftur og aftur... það gengur ekki. Eina ástæðan fyrir að ég gerðist áskrifandi var sú að ég hafði áhuga að fá gjafakortið í Ræktina og svo kökublaðið sem fylgdi frítt með! En jæja... syrgjum það ekki, þetta er búið mál. Ég gæti reyndar hringt í þær til baka og sagt að þetta sé fokkings leiðinlegt blað en ég tími ekki að eyða mínútunum í það!

Málarinn kom í morgun og áætluðu 2 og hálfur klukkustundirnar urðu að 5, svo á að steypa okkur inn á morgun.... alltaf fjör hérna!

mánudagur, mars 05, 2007

Nei, þið fáið ekki almennilegt blogg frá mér í kvöld frekar en aðra daga.

Ungu, fríðu málararnir létu ekki sjá sig í morgun, í stað þeirra mætti miðaldra piparsveinn á svæðið, spasslaði í 5 mínútur og lét sig hverfa. Hann kemur víst aftur á morgun!

Fór í ræktina í dag, það lá við stórslysi þegar rafmagnið fór af nokkrum tækjum. Þetta gerist aðeins of oft til að hægt sé að kalla þetta fyndið. Spurning hvort maður ætti að hægja aðeins á sér, svoldið slæmt þegar maður er farinn að slá út rafmagni með atorkunni einni saman!

Ég er komin á næturvaktir aftur, lífið ætti að fara að ganga sinn vanagang. Anna kemur í lok mánaðarins, svo þarf maður að fara að huga að brúðarmeyjar-outfittinu, ef einhver á skærgrænar eða bleikar blúndugardínur sem hann vill losa sig við þá get ég gert eitthvað flott úr þeim! Spurning hvort maður ætti ekki að fara að safna hárspreyi líka fyrir túberinguna! Þetta verður grúví :)

Aldan út :)

sunnudagur, mars 04, 2007

Caught a lite sneeze
caught a lite breeze
caught a lightweight lightningseed
boys on my left side
boys on my right side
boys in the middle
and you're not here
I need a big loan
from the girl zone

Ljónið Munchausen

Þetta er óvenjulegur dagur. Allt er öfugsnúið, og allt er tortryggilegt. Reyndu að ráða í hlutina með skynsömum hrúti!
Stjörnuspáin mín í dag, passar ágætlega við þar sem enn á ný er ég mætt í vinnu að degi til! Nú lýsi ég bara eftir þessum skynsama hrúti til að ráða í hlutina með.

Ég verð að lýsa yfir óánægju minni með veðurfarið í gær en ég hafði mikinn áhuga á því að sjá þennan blessaða tunglmyrkva. Þegar ég yfirgaf vinnuna um eittleytið, lét þetta blessaða tungl sjá sig, en þá var líka allt búið.

Ég á von á nokkrum myndarlegum verkamönnum í heimsókn til mín á morgun til að mála hið nýmálaða baðherbergi. Ef heimsóknin sem við fengum á föstudag er einhver vísir á það sem mun á eftir koma þá getiði bókað það að ég verð heima næstu daga ;)

Annað í fréttum: fyrir þó nokkrum árum síðan fór ég til læknis sem sjúkdómsgreindi mig, þessi læknir var gamall skúrkur sem mér leist ekkert á svo að ég skipti fljótlega um lækni. Nýji læknirinn hafði hinsvegar aldrei fyrir því að leiðrétta þessa sjúkdómsgreiningu svo að í fleiri ár hef ég haldið því fram að ég væri haldin ákveðnum sjúkdóm sem ég er svo bara ekkert með. Komst að því óvænt fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er pínku skondið en á sama tíma frekar sorglegt. Óþarfa áhyggjur út af engu, mér líður vel :) Ég þekki engan Munchausen

Nei.. við erum ekki að tala um geðlækna!

Annars verð ég að hætta þessu, i-takkinn er svo leiðinlegur á þessari tölvu!

See you when you get here!

Fyrir Önnu!


Mikki elskan :)
The most beautiful ... in the world

laugardagur, mars 03, 2007

10 things I hate about you!

Mér leiðist og er í svona pikk mí op múd, hvernig væri að virkja ykkur!!??
Nefnið 3 hluti sem ykkur líkar við mig og ég mun launa greiðann!

p.s. Ég er góð við ykkur, hefði getað beðið ykkur um að nefna 5 hluti! Og koma svo! Mér leiðast kommentalausar færslur og ég veit hver þið eruð!! OG hvar þið búið... muahahaha og ekki herma eftir öðrum... ég vil fjölbreytni í svörum!

Ég get ekki beðið lengur með þetta, annars gleymi ég þessu örugglega. Þetta er alveg satt sem Netverjinn segir, þegar maður situr ekki við tölvuna getur maður samið nokkur blogg en um leið og til stendur að færa þetta inn þá stendur maður á gati. Ég sat t.d. inn á kaffistofu áðan og var að horfa á frjálsíþróttirnar í sjónvarpinu og það flugu nokkrar hugmyndir framhjá sem ég bara náði ekki að festa nógu lengi. Þær voru allar flognar í burtu þegar ég settist aftur fyrir framan tölvuna. Einbeitingarskortur gæti einhver sagt, líklega rétt, það myndi heldur ekkert hjálpa að hafa blað og penna við hönd heldur. Ég hef prófað það, en þá láta hugmyndirnar ekki á sér kræla.
Annars er alltaf jafnskrýtið að mæta hér á daginn, hávaðinn, fólksmergðin, birtan! Allt þetta vinnur á móti löngun minni að fara aftur á dagvaktir. Helga mín er þó alveg að bjarga vaktinni, það sem vellur upp úr þessari elsku er hrein snilld. Áðan heyri ég hana segja grafalvarlega: "my ass is so soft" og hélt að hún væri að tala við viðskiptavin. Erum við farnar að bjóða upp á "meiri" þjónustu, hugsaði ég með mér. Nei nei, þá var hún bara að ræða í sakleysi sínu við vinkonu sína um fyrirhuguð kaup á klósettpappír!

Gott í bili!
Bæ!

I am alone at a crossroads
I'm not at home in my own home
And I've tried and tried
to say what's on my mind
You should have known ....

Listen

föstudagur, mars 02, 2007

Við vorum reknar úr íbúðinni í nokkra daga á meðan verið var að gera við sprungurnar á baðherbergisgólfinu. Ekki var annað í stöðunni en að flýja borgina, þetta var eiginlega lán í óláni því við fengum sumarbústaðarferð út á þetta. Ég þurfti reyndar að sækja vinnu fyrstu dagana en Hrönn elskan reddaði svo hinum dögunum fyrir mig, það tók svipaðan tíma að keyra hingað í Ölfus og heim til mín á háannatíma. Við Joshua áttum gæðastund saman og tunglið og stjörnurnar héldu mér félagsskap á leiðinni. Heitur pottur eftir vinnu, góður matur með Heiðmerkurkryddi, gulrótarbrauð, lestur bóka og spádómar.... þetta var yndislegt... ekki eyðilagði það fyrir að vera með aðgang að interneti svo hægt var að ganga frá mánaðarlegum skyldum og halda bloggáskoruninni. Svo snjóaði :)
Jæja, þarf að klára að taka mig til áður en ég held út í óveðrið :) vildi óska að við hefðum tekið helgina líka! En allt gott tekur á einhvern tímann enda, því miður...

Vi ses!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Það er víst kominn tími til að plana sumarfríið, mér finnst það alltof snemmt.... ég veit ekkert hvað mig langar að gera í sumar, hvort ég eigi að taka eitt langt frí eða nokkur stutt.... hvað á ég að gera, hvert á ég að fara? Ég er alveg ráðþrota. Núna heillar það mig að fara kannski eitthvað í sólina, en svo hangir draumurinn um þessa blessaðu Bandaríkjaferð mína í mér... Auðvitað á maður bara að vera heima og safna pening, kannski leyfir maður sér sumarbústaðarferð... æ veit ekki.. ég er frekar fyrir svona spontaneous ferðir en eitthvað sem planað er marga mánuði fram í tímann, ég nýt þeirra miklu betur :) Maður hefur ekki tíma til að gera sér væntingar, helst vil ég bara hoppa upp í flugvél og sjá hvert hún ákveður að fara með mig!