Aldan

sunnudagur, mars 04, 2007

Ljónið Munchausen

Þetta er óvenjulegur dagur. Allt er öfugsnúið, og allt er tortryggilegt. Reyndu að ráða í hlutina með skynsömum hrúti!
Stjörnuspáin mín í dag, passar ágætlega við þar sem enn á ný er ég mætt í vinnu að degi til! Nú lýsi ég bara eftir þessum skynsama hrúti til að ráða í hlutina með.

Ég verð að lýsa yfir óánægju minni með veðurfarið í gær en ég hafði mikinn áhuga á því að sjá þennan blessaða tunglmyrkva. Þegar ég yfirgaf vinnuna um eittleytið, lét þetta blessaða tungl sjá sig, en þá var líka allt búið.

Ég á von á nokkrum myndarlegum verkamönnum í heimsókn til mín á morgun til að mála hið nýmálaða baðherbergi. Ef heimsóknin sem við fengum á föstudag er einhver vísir á það sem mun á eftir koma þá getiði bókað það að ég verð heima næstu daga ;)

Annað í fréttum: fyrir þó nokkrum árum síðan fór ég til læknis sem sjúkdómsgreindi mig, þessi læknir var gamall skúrkur sem mér leist ekkert á svo að ég skipti fljótlega um lækni. Nýji læknirinn hafði hinsvegar aldrei fyrir því að leiðrétta þessa sjúkdómsgreiningu svo að í fleiri ár hef ég haldið því fram að ég væri haldin ákveðnum sjúkdóm sem ég er svo bara ekkert með. Komst að því óvænt fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er pínku skondið en á sama tíma frekar sorglegt. Óþarfa áhyggjur út af engu, mér líður vel :) Ég þekki engan Munchausen

Nei.. við erum ekki að tala um geðlækna!

Annars verð ég að hætta þessu, i-takkinn er svo leiðinlegur á þessari tölvu!

See you when you get here!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home