Aldan

föstudagur, október 24, 2003

Glætan.. aldrei mun ég skilja þetta.. ég er í fríi þessa helgi! :) Alveg magnað! Og nóg að gera.. út á morgun og partí (mögulega) á laugardag! Reyndar er líka fullt að gerast í skólanum.. á að skrifa ritgerð um tungumál! Hvað er tungumál!! Kræsturinn. .miklu einfaldara að skrifa um dauðarefsingar...

Eyddi deginum að mestu í stunur og más, Go into the Garden, Maud. Hljóðfræði takk fyrir... 17 bls var gífurlega dugleg! Öll verkefnin leyst... er soldið stolt af mér! Nei reyndar ekki.. sofnaði 3svar :( var samt með diskinn í gangi.. held að nágrannarnir hafi verið eitthvað ósáttir út af hávaðanum... hækkaði græjurnar upp yfir hættumörkin (byrjaði að blikka ljósið sko) til að heyra almennilega í kallinum... eftir smá stund var DMX eða 50 Cents sett í botn í næsta nágrenni og yfirgnæfði lætin í mínum tækjum þannig ég varð að gjöra svo vel að taka mér pásu þar sem ég heyrði ekki orðaskil. Þyrfti að fá mér heyrnartól sem þarf ekki að hlaða.. sem sagt með snúru, hin eru ekki nógu góð!

laugardagur, október 18, 2003

Náði að klára ritgerðina og skila á réttum tíma.. nokkrum klst fyrir dauðalínuna, the dead line eins og Sigurjón Sighvats myndi segja. Missti samt af öllu í gær.. Idoli og fleira.. þarf svo að vakna snemma til að fara í bæinn og aftur vinna í kvöld.. hvar endar þetta :(

Niðurstöður könnunarinnar um hvaða slúðurblöð eru helst lesin eru eftirfarandi:
33% lesa séð og heyrt
17% lesa bara Moggann og Dv
17% lásu allt sem þau komust í
17% fannst spurningin of persónuleg
og að lokum 8 % voru danskir og lesa einungis blöð á dönsku eins og se og hør og hjemmet og álíka tíðindi.

Merkilegt.. var mjög sátt við þátttökuna.. heilir 12 sem svöruðu!

Ný könnun komin upp... mjög sátt við frammistöðu mína þar sem ég er voða upptekin í Trivial.... :)

fimmtudagur, október 16, 2003

Sælt veri fólkið! Einhver var að ybba sig yfir því að ég væri ekki að tjá mig nóg hér á blogginu!! Það er nú varla viljandi, sem stendur er ég voða upptekin í Trivial Pursuit leik sem ég spila hér á netinu, um daginn var ég að spila við mann sem dvelur við rannsóknir á mörgæsum í Patagóníu!! Fyrir þá sem ekki vita er Patagónía á syðri hveli jarðar.. nálægt syðsta odda Chile eða Chili eins og ég asnaðist til að skrifa það fyrst! :) Ég verð duglegri um leið og ég klára ritgerðina sem á að skilast fyrir miðnætti á föstudagskvöld!! Seeyalater

föstudagur, október 10, 2003

Útkoman úr könnuninni þar sem spurt var um afstöðu til dauðarefsinga er eftirfarandi: 50 % segjast vera á móti og 50 % segja að ég sé æðisleg!! Er þokkalega sátt við útkomuna! Endilega takið þátt í nýju!

fimmtudagur, október 09, 2003

Eftir þessar háðsfullu athugasemdir finn ég hjá mér þörf til að blogga! Bloggleysið stafar af tímaleysi og vinnuleysi.... hef verið í fríi undanfarna 1 og hálfa viku.... um helgina fór ég með Á og A í sumarbústað!!! Þvílík þægindi úff... heitur pottur, grillmatur og kyrrð og ró!! Þetta var svo skemmtilegt að ég er strax búin að plana 2 í viðbót!! Við lögðum af stað um 3 úr bænum og vorum 1 og 1/2 tíma á leiðinni... jafnvel styttra... þvílíkt flottur bíll sem við fórum á ! Ford Mondeo, gullvagninn svokallaði! Eina sem var að var að við (ég og Álfa) kláruðum alkóhólið á föstudag! :( og við áttuðum okkur ekki á því að næsta ríki var á Selfossi og það var bara opið til 14 á laugardeginum þannig við misstum af því! En þá bjargaði Arna okkur... blandaði bara eina sangria sem við kláruðum á nóinu! Júmmý! Við grilluðum kjúlla.. satay kjúkling með salati og flottheitum. Það snjóaði meira að segja á okkur fyrsta kvöldið... og þegar við vöknuðum á laugardeginum var allt hvítt! Ég skil samt ekkert í því afhverju við tókum námsbækurnar með okkur enda var ekkert litið í þær... kíktum í tarot og fórum í andaglas! Horfðum á In-Laws sem er geggjuð kvikmynd og nauðguðum lögum eins og Here without you, THis is the new SHIT og White Flag! Á sunnudeginum vorum við duglegar, tókum til og vorum komnar af stað um 16... eftir u.þ.b. hálftíma segir Álfrún: tókuð þið ekki bjórinn úr ísskápnum!!! ARG!! Við tæmdum ekki ísskápinn... eftir smá rökræður um það hvort við ættum bara að halda áfram og leyfa næsta helgarfólki að njóta þessara veitinga í boði Örnu var ákveðið að það gengi ekki þannig að við þurftum að gjöra að snúa við! Allir ávextirnir, gos, bjór you name it biðu eftir okkur! Næst, Arna þegar ég spyr hvort að það sé búið að tæma ísskápinn vertu viss um að það áður en þú svarar :P híhí! En hvað með þetta... það var bara fjör að eyða klst lengur á ferðinni enda bíllinn algjör draumur! Verst ef maður fær gyllinæð út af ofnotkun á rasshitaranum!!

þriðjudagur, október 07, 2003

Næsta blogg eftir cirka 2 daga!