Aldan

þriðjudagur, október 25, 2005

Almost... önnur tilraun

Tölvur heimsins, þið eruð sigraðar. Það verður sko ekkert meira af þessum kommentum í mínu bloggi!!! Killedya

Gerum Hebu Brjálaða ;)

Zoom Zoom Zoom Misery You've Got to Go

Slap That Bass

Zoom zoom zoom zoom
The world is in a mess
With politics and taxes
And people grinding axes
There's no happiness

Zoom zoom zoom zoom
Rhythm lead your ace
The future doesn't fret me
If i can only get me
Someone to slap that bass

Happiness is not a riddle
When i'm listening to that
Big bass fiddle

Slap that bass
Slap it till its dizzy
Slap that bass
Keep the rhythm busy
Zoom zoom zoom
Misery, you've got to go

Slap that bass
Use it like a tonic
Slap that bass
Keep your philharmonic
Zoom zoom zoom
And the milk and honey'll flow

Dictators would be better off
If they zoom zoom now and then
Today, you can see that the happiest men
All got rhythm

In which case
If you want a bauble
Slap that bass
Slap away your trouble
Learn to zoom zoom zoom
Slap that bass

(bridge)

Dictators would be better off
If they zoom zoom now and then
Today, you can see that the happiest men
All got rhythm

In which case
If you want a bauble
Slap that bass
Slap away your trouble
Learn to zoom zoom zoom
Slap that bass

Zoom zoom zoom zoom
Zoom zoom zoom zoom
Zoom zoom zoom zoom

Gælunafn

Kókaín Kata... djö#$" kúl gælunafn... hvernig væri að finna eitthvað á mig t.d.
Afvötnunar Alda??

sunnudagur, október 23, 2005

Your World View

You are a fairly broadminded romantic and reasonably content.
You value kindness and try to live by your ideals.
You have strong need for security, which may be either emotional or material.

You respect truth and are flexible.
You like people, and they can readily make friends with you.
You are not very adventurous, but this does not bother you.

Bloddy Ærish





Your Inner European is Irish!









Sprited and boisterous!

You drink everyone under the table.


þriðjudagur, október 18, 2005

The Descent

Eins og svo oft áður þá dró Anna mig og Laufeyju á hryllingsmynd í bíó! Nú var það The Descent.... ég verð að viðurkenna það að mér hefur aldrei brugðið jafn oft í bíó áður. Myndin var svoldið rosaleg, heyrði einhverja macho gaura segja að þeir hefðu orðið alveg skíthræddir. Þetta getur talist góð hryllingsmynd og ég mæli pottþétt ekki með henni fyrir viðkvæma.

Þegar við komum úr bíó var þvílíkt krípí þoka sem lá yfir borginni! Tilviljun??

Ég keypti enn eina jólagjöfina í dag og er farin að hlakka til jólanna í staðinn fyrir að kvíða fyrir þeim ;)
Í dag var líka keyptur þurrkari og enn ein kaffikannan sem hægt er að fá varahluti í ef Anna ákveður að taka hana í sundur og reyna að laga hana (þýtt sem eyðileggja) AFTUR!

mánudagur, október 17, 2005

Voðalega er dimmt hérna inni!

Ég fór í sumarbústað í síðustu viku, fór á föstudegi beint eftir næturvakt og var sett í aftursætið svo ég gæti nú sofið.

Í göngunum heyrist svo bæði í mömmu og Önnu: voðalega er dimmt hérna inni?
Þið ættuð þá kannski að taka af ykkur sólgleraugun; sagði ég þá úr aftursætinu!!

Hvernig getur maður sofið eftir svona? Jæja.. við komumst á áfangastað, æðisleg helgi hreint út sagt. Heitur pottur, stjörnubjart, góður matur. Inda kom meira að segja í heimsókn og við mamma fengum að hlusta á allskonar sögur síðan þær Anna voru upp á sitt besta. Fórum á Hvammstanga og Sauðárkrók, svona aðeins til að rifja upp gamlar minningar. Get ekki beðið eftir að komast aftur!

Á þriðjudaginn fékk ég þennan þvílíka verk í endajaxlinn, var bara að borða morgunmat og fékk svona svaka verk sem bara ágerðist. Hringdi í tannsa og hún kom mér að sama dag og dró hann út! Skil ekkert í því afhverju það var ekki búið að gera þetta fyrr! Ég er búin að kvarta í langan tíma við hana um að ég væri með kul og svona, tönnin var sprungin en samt vildi hún ekkert gera. Svo var þetta ekkert mál að draga hana út og ég finn ekki lengur fyrir þessu. Nú er ég bara aum eftir tanndráttinn. Æji.. þessir læknar! Til að toppa þetta allt þurfti ég að fara í próf daginn eftir, sé á morgun hversu slæmt þetta er!

Fór í bíó á Red Eye. Verð að segja að hún var með þeim betri sem ég hef séð á árinu. Spennan var alveg þvílík... ég er hissa á því að það skuli ekki hafa staðið í mér poppkorn í öllum látunum! Það sakaði ekki heldur að Cillian Murphy leikur eitt af aðalhlutverkunum, þótt hann sé slæmur strákur ;) Aðalleikkonan líkist Jennifer Garner furðulega mikið, hún er bara ekki eins pirrandi...

Rétt upp hendi sem er ósáttur við James Bond.. hverjum datt í hug að ráða ljósku?


Hooked on Sudoku??

(btw. Ég er ekki á móti ljóskum... en James Bond á bara að vera dökkhærður!)

Hvernig gat ég gleymt Joaquin Phoenix og Vince Vaughn þegar ég taldi upp fallegustu karlmennina!! Sérstaklega á tíma Clay Pigeons!

fimmtudagur, október 06, 2005

Heitir?
Alda Hanna Grímólfsdóttir

Gælunöfn?
Engin sem ég veit um! Einhverjar hugmyndir?

Afmæli?
1. Ágúst!! OG bannað að gleyma því!

Fæðingarstaður?
Reykjavík

Hæð?
181 cm, tröllvaxin!

Hárlitur?
Í augnablikinu er það brúnt, rautt og appelsínugult! Upphaflega skolleitt!

Augnlitur?
Oftast græn, grængul eða grængrá fer eftir skapi.

Gleraugu?
Já, svona oftast.

Tattú?
Já, síðan ég var 14!

Fælni?
Já já, nokkrar, víðáttufælni og félagfælni, þær geta verið svoldið skemmtilegar!!

Innblástur?
Sumarbústaðarferðir, frábært að sitja úti á veröndinni með sæng eða teppi ofan á mér og dást að náttúrunni, fæ oft góðar hugmyndir þar.

Fjölskyldan?
Mamma, Anna, Mikki og Símon

Atvinna?
Nemi í Ensku við Háskóla Íslands og starfsmaður Já, nánar tiltekið 1811 ;)

Framtíðar atvinna?
Það verður að koma í ljós!

Hæfileikar?
Engir!

Hvar ertu?
Í vinnunni.

Hvað ertu að gera?
Svara þessu á milli símtala.

Hvernig er veðrið úti?
Það er dimmt, veit ekki. Það var rigning áðan.

Hvernig hefurðu það?
Æi, svoldið sybbin. Spennt fyrir morgundeginum!

Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Ónefndur viðskiptavinur, annars Anna systir.

Í hverju ertu?
Svartri peysu, ljósum buxum og svörtum sokkum.

Á hvaða lag ertu að hlusta?
Ekkert en Beautiful með James Blunt með smá innslögum úr Old man river hljómar í hausnum á mér!

Síðasta bók sem þú last?
Silver Darlings fyrir skólann en annað hvort Charlie and the Chocolate factory eða Maps in a mirror safnið eftir Orson Scott Card fyrir sjálfa mig!

Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Greenvoe fyrir skólann, langar svoldið að lesa Dalalíf bækurnar í jólafríinu!

Uppáhalds bók?
Það er ekkert hægt að spyrja svona, þú spyrð ekki bókaorm að þessu!! Neita að svara þessu!

Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Shall we dance með Fred Astaire og Ginger Rogers! Hún var góð!

Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Það verður pottþétt eitthvað sem Anna velur, mjög líklega hryllingsmynd eða Charlie and the Chocolate factory! Eða Meet me in St. Lois fyrir skólann! Kannski ég bíði bara eftir Serenity (eftir Firefly þættunum)

Uppáhalds kvikmynd?
Vá, nú er það sama og með bækurnar, það er ekki hægt að biðja mig að velja! Big Business á stórann sess í mínu hjarta, hefur ekkert með gæði að gera. Walk Don't Run er líka frábær... ohhhh er hætt þessu... vil ekki velja neina eina!

Fallegasta kona (utan maka)?
Angelina Jolie held ég barasta.

Fallegasti maður (utan maka)?
Cillian Murphy er rosalega fallegur, David Boreanaz er ofarlega á lista. Blair Underwood... vá ég hætti ekki.. ég veit ekki hver er fallegastur, skipti um skoðun daglega! Verð að bæta við Patrick Dempsey því mig dreymdi hann nýverið ;)

Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Svaf mestallan daginn, borðaði góðan mat og horfði á video! Fékk fullt af pökkum frá mömmu og önnu ;)

Veski?
Fullt af drasli, kortum, miðum. Minnst um peninga, jú reyndar eru einhverjir þúsundkallar þar... ég er að fara í ferðalag!

Kaffi?
Mjög sjaldan, bara spákaffi!

Skór?
Verð ég að segja frá??? Stundum 41, stundum 42.... ojj hvað þetta er leiðinlegt

Bíll?
Blár Opel Astra sem er núna á nýjum vetrardekkjum og búinn að fara í gegnum skoðun!! Á hann samt ekki.. fæ hann bara lánaðann... það eru 2 ár síðan minn dó!

Heitir hann..?
Ég man nú ekki eftir að hafa skírt hann, bara Brimmi eða eitthvað!

Ilmvatn?
Já, Naomi Campbell, stundum rautt Diesel (en það er búið *hint*) og Armani (líka búið)!

Derhúfa?
Nei, mjög sjaldan.

Planta?
Já, kaktus sem er í umsjón mömmu þar sem mér er ekki treystandi! Ekki einu sinni fyrir kaktus!

Tannbursti?
Já og tannþráður og flúor!! Langar í nýju Colgate burstana með tunguburstanum ;) þeir hafa ekki verið til í öllum þeim verslunum sem ég hef farið í!!

Súkkulaði eða vanilla shake?
Súkkulaði ef það er shake!

Smjör eða salt á poppcorn?
Salt

Einhverntíma verið samið um þig lag?
Ekki svo ég muni, nema kannski bara í grunnskóla og það var bara eitthvað nasty sem gleymdist strax!

Hvaða lag grætir þig?
Ekkert sem ég man í augnablikinu, nokkur lög eftir Bubba jú og Systkin eftir Torfa Ólafsson!

Hvaða lag gleður þig?
Í augnablikinu verð ég rosalega kát þegar ég heyri La Tortura með Shakiru og Alejandro Sanz... ég byrja að dilla mér á fullu og jafnvel dansa ef ég er ein! Öll tónlist gleður mig!

Uppáhalds lag?
Ekki aftur svona!! River með Robert Downey Jr er rosalega fallegt, Ást með Sverrir Bergmann finnst mér líka alveg frábært! Það eru mismunandi lög eftir mismunandi dögum!

Hvaða bragð er í munninum á þér?
Tyggjóbragð sem er að víkja fyrir andfýlu.

Verðuru bílveik/sjóveik?
Stundum bílveik, samt ekki ef ég er að keyra sjálf. Langt síðan ég varð sjóveik síðast enda langt síðan ég fór á sjó!!

Hefurðu slæman ávana?
Já. Marga

Þinn helsti kostur?
Húmorinn!

Þinn helsti galli?
Óöruggi!

Semur þér vel við foreldra þína?
Ágætlega!

Finnst þér gaman að keyra?
Já!

Áttu börn?
Nei, bara kisur.

Hver er þín helsta eftirsjá?
Að hafa ekki sagt já!

Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Dökkblár.

Hvað gleður þig?
Vinirnir og fjölskyldan! Vel nýttur dagur.

Hvað grætir þig?
Extreme Home Makeover (eða hvað sem það heitir), hef grátið yfir hverjum einasta þætti! Sorglegir hlutir, hvað er þetta, lygar og leiðindi, áhyggjur! Ekki samt halda það að ég sé alltaf grátandi!

Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Kannski Rob Thomas eða Crossfade. Shakira er inni í myndinni líka ;)

7 hlutir í herberginu þínu?
Rúm, skrifborð, tölva, stór bangsi, 2 kettir, græjur.

7 hlutir áður en þú deyrð?
Skoða pýramídana, road trip í USA, verða rík, læra fleiri tungumál, eignast hús eða penthouse, giftast í Las Vegas, já og kannski finna mann (ætti að koma á undan ;) )

7 hlutir sem þú segir mest?
DJÓK. Já. Ertu ekki að grínast. NEI (Anna þekkir það vel ;) ). Ég meinti það. Yeah sure. Já 1811 gott kvöld.

Reykirðu?
Nei alls ekki.

Notarðu eiturlyf?
High on life bara.

Biðurðu bænir?
Já, oft og mörgum sinnum.

Hefurðu vinnu?
Já.

Sækir kirkju?
Nei, fór síðast fyrir 2-3 árum á aðfangadag.

Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Eftir því sem ég best man þá var hann mjög blautur.

Hollywood söngleikir
Ég var mjög hissa á því hversu góð Wizard of Oz er, reyndar vissi ég að hún væri góð en ég hélt ég myndi nú ekki hlæja upphátt yfir hinum ýmsu atriðum! Ég skammast mín hálfpartinn fyrir að hafa ekki einu sinni vitað að hún hefði verið í lit!!
Show Boat var betri en ég bjóst við í byrjun, fór samt svolítið í taugarnar á mér, það skemmtilegasta við myndina var örugglega Joe E. Brown (sérstaklega Happy New Year atriðið)!
Top Hat, Shall we dance alveg klassískar Fred og Ginger myndir!! Fjárfesti í þeim og 2 öðrum með Fred og Ginger, hlakka til að sjá þær!

sunnudagur, október 02, 2005

Það eru 83 dagar, 17 klukkustundir, 49 mínútur og 1 sekúnda til jóla!! Jibbý

Ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar!!

laugardagur, október 01, 2005

Long time no blog!

Ég þakka Hebu og Ollý kærlega fyrir gærkvöldið, það var alveg stórskemmtilegt!!

Mér er enn illt í löppinni en það er ekkert nýtt! Ég er búin að fá 4 myndir með Fred og Ginger, nú er bara að byrja á ritgerðinni! Horfði á Top Hat áður en ég fór í vinnuna, hló upphátt, alveg stórskemmtileg mynd! Hrönn ætlar að vera svo sæt og lána mér nokkrar gamlar, þá get ég skrópað smá í skólanum og horft á þær bara heima ;)

Blog you later!