Aldan

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Vísindavefur Háskólans

Ég fékk þessa skemmtilegu spurningu áðan: Hvað heitir hestur Línu Langsokks? Og varð að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og kúnnanum að ég bara mundi það ekki svo ég ákvað að hefjast handa og komast að þessu þar sem við vorum nú bæði frekar forvitin um svarið. Með hjálp Google þá slæddist ég inn á Vísindavef Háskóla Íslands sem var auðvitað með svarið á takteinum. En samkvæmt þýðanda bókanna henni Sigrúnu Árnadóttir þá hefur hestinum aldrei verið gefið neitt formlegt nafn, Lína kallar hann Litla Kall eða Lilla gubben á frummálinu en hvort það sé sérnafn er ekki vitað. En allavega eftir að hafa tjáð kúnnanum um þetta fór ég að skoða mig aðeins um þarna á vefsíðunni, verð nú að viðurkenna það að ég hef lítið kíkt á þessa síðu þó maður hafi stöku sinnum væflast þarna inn af forvitni út frá einhverju sem ég gúglaði eða út frá visi.is Það er alveg þrælskemmtilegt að lesa þetta, þeir virðast vera að svara öllu. Föstudagssvörin voru einstaklega áhugaverð en þar svara þeir spurningum eins og: Hvar á ég heima? og í kjölfarið af því benda þeir á svar við spurningunni: Eruð þið heimskir? En auðvitað voru fróðlegri hlutir þarna inn á milli :)

mánudagur, apríl 23, 2007

Viðreynsla

Jæja, það kom að því... T.H.B.G.F.D.S* og druslan** eru hætt saman! Ég hef tekið eftir því að hann hefur alltaf fylgst vel með því hvenær ég er búin í vinnunni og beið eftir mér áðan þegar ég kom heim svo hann gæti reynt við mig í lyftunni. Þóttist missa skyrdolluna sína í gólfið þegar ég stóð fyrir aftan hann svo ég hefði betra útsýni yfir afturendann og sagðist svo vera að flytja. Ég veit samt ekki hvort það var reitta hænu lúkkið eða stæk andfýlan sem hindraði hann í því að bjóða mér út á deit en ég býst við honum aftur á sama tíma á morgun. Kannski stoppar hann lyftuna þá? Maður getur bara vonað! Þarf að muna að punta mig áður en ég held heim á leið, þó það væri ekki nema fyrir málarana og alla hina verkamennina sem bíða spenntir komu minnar á hverjum morgni!

Aldan út!

*The Hot Black Guy From DownStairs!
**The SKANK

laugardagur, apríl 21, 2007

Ballið hefst á ný!

Það er alltaf sama kveðjan sem ég fæ: bloggaðu druslan þín! En þetta virðist virka, ég blogga... þætti nú betra ef kveðjan væri hlýrri en ég veit að Netverjinn segist vera kaldlynt kvikyndi telur sig ófæran um annað svo ég tek þessu ekki eins illa og ég ætti kannski að gera. En já, eins og glöggir aðdáendur mínir hafa séð þá er ég nýkomin heim frá útlandinu og því tilvalið að byrja aftur með smá ferðasögu. Tilefni ferðarinnar var brúðkaup systur minnar... ætti ég að byrja aðeins fyrr... gæsunin ;) alveg rétt.. já byrjum þar.

Í lok mars kom hún Anna mín heim, þurfti að sækja einhverja leiðindapappíra til að geta sannað að hún væri ekki fjölveri, ykkar einlæg sá auðvitað færi á því að ná að gæsa hana í leiðinni. Dagurinn hófst á því að hún var send í svaka dekur í Baðhúsið, sjávarþörungsnudd eða hvað sem það heitir, reyndar átti hún líka að fara í ljós á eftir en sveikst um það en já... dekrið fékk hún. Um kvöldmatarleytið kom svo ein vinkona hennar og farðaði hana eins og pjúra fegurðardrottningu, við settum svo á hana hvíta hornaspöng með slöri (the horny bride sko ;) ), borða sem á stóð Gæs 2007 og svo hvíta hanska til að fullkomna outfittið. Svo var haldið áleiðis á Vegamót þar sem við hittum hinar. Við pöntuðum okkur eitthvað gómsætt af matseðlinum og auðvitað fylgdi suðrænn og seiðandi drykkur með (ok, vodka ice er ekki beint suðrænn en hann er góður! hitt hljómaði betur). Þjónninn færði okkur síðan réttina, en í staðinn fyrir að færa Önnu það sem hún pantaði þá var borið fyrir hana diskur með kaldri pulsu í brauði á! Hún var nú ekki par sátt við að fá ekki réttinn sinn og hélt virkilega að þetta ætti hún að borða meðan við hinar gæddum okkur á steikum og öðru gúmmilaði. Eftir að hún var búin að taka ein bita eða svo, sá þjónninn aumur á henni og færði henni annað og betra til að gæða sér á.
Á meðan matnum stóð, var henni tilkynnt að stóri pokinn sem ég hafði komið með, væri svokallaður "nauðsynjapakki" fyrir brúðina. Ef hún myndi hlýða okkur í einu og öllu og leysa nokkrar þrautir sem við lögðum fyrir hana, þá yrði innihald pakkans verða hennar. Jújú, auðvitað var hún óð að eignast þetta og lofaði öllu fögru. Meðal annars þurfti hún á klukkutíma fresti (hvar sem hún var stödd) að halda sýnikennslu um það hvernig á að setja smokk á.. já... fyrst var notaður banani, þegar líða tók á kvöldið var annar hlutur notaður... langur og svartur... já akkurat ehemm.. auðvitað fórst henni þetta vel úr hendi, gerði þetta hátt og skýrt og meira segja nokkrum sinnum á ensku svo að útlendingarnir í kringum hana myndu skilja hana betur. En já, eftir matinn var svo haldið á Ölver þar sem beið annar gæsahópur, sá þriðji kom ekki löngu seinna. Önnur þraut var að hún þurfti að taka að minnsta kosti þrjú lög á Ölver og eitt þeirra varð að vera Like A Virgin. Eins þurfti hún að láta bjóða sér upp á þrjú skot og sníkja þrjá kossa af gagnstæðu kyni... hún var enga stund að ljúka þessu af (kannski full fljót ;) ) svo var henni afhentur "nauðsynjapakkinn". Þessi pakki innihélt meðal annars písk, svona til að geta haldið manninum í skefjum, handjárn.. já þið vitið til hvers, uppþvottahanski til að þrífa baðherbergið, g-strengur til að koma manninum til, skemmtileg spil ef hún verður einmana og já nokkrir aðrir skemmtilegir smáhlutir sem við skulum bara láta að vera að telja upp. Eins og ég segi, hún var kannski full fljót að leysa þessar þrautir, þrjú skot í röð þýddu að hún var komin heim fyrir eitt ;) Ég hinsvegar lenti á gay balli (af öllu sko...) á Kaffi Reykjavík með Hjöddu og fleirum sem við höfðum hitt á Ölver, það var reyndar bara helv#$% gaman. Reyndar ekki alveg rétti staðurinn til að finna sér félaga, en ég er bara sökker fyrir þessum hommum sko ... :P En já, þetta heppnaðist alveg stórvel!

En núna, að brúðkaupinu. Ellen og Sarah voru samferðafélagar okkar mömmu og við sóttum þær eldsnemma á föstudagsmorgni. Við flugum með B.A. og berum þeim vel söguna, svo var tekin lest af Gatwick til Milton Keynes með einni skiptingu sem var reyndar einni skiptingu of mikið. Við vorum með stórar ferðatöskur og leiðinlegt að burðast með þær í svona litlum rýmum, en þetta tókst að lokum og við komust á áfangastað óskaðaðar. Á leiðinni spjölluðum við þennan indæla mann sem ráðlagði okkur næst að taka aðra lest sem fór næstum því beina leið (alla leið), einnig spjölluðum við um Ísland, en það er svo fyndið að allir spyrja um það sama þegar þeir heyra að maður er frá Íslandi, ósonlagið og þá staðreynd að hann eyðir 11 klst á viku í því að ferðast til og frá vinnu en hann vinnur í London en býr þarna rétt hjá Milton Keynes... gæti maður gert þetta? Ég held ekki.
Við mætum á hótelið og hvorug herbergispöntunin finnst!! Það var bara heppni að við fengum herbergi en við vitum um aðra sem var vísað frá. Smá menningarmunur varð til þess að í staðinn fyrir að fá herbergi á fyrstu hæð með aðgengi frá garðinum eins og stelpurnar, þá fengum við mamma herbergi á annarri hæð sem einungis var hægt að komast að með því að labba upp og niður ófáar tröppur og stiga og ranghala... maður týndist í annað hvert skipti sem maður reyndi að finna herbergið, að ég tali nú ekki um eftir að búið var að fá sér í glas! Jájá... herbergið var alveg ágætt um leið og ég komst yfir rakablettina í gólfinu, tvíbreiða rúmið (eitt rúm, tvær manneskjur), og lítinn sem engann þrýsting á vatnsrennslinu og ég fékk það aldrei til að vera eins og ég vildi... alltaf of kalt eða of heitt.. Stelpurnar lentu hinsvegar ekki í þessum vandræðum, þeirra herbergi var þrælfínt fyrir utan gluggaleysið, en þær voru með hurð í staðinn. En maður má ekki ætlast til of mikils af yfir 200 ára gömlu húsi, að lokum var bara skemmtilegt að finna ójafnt gólfið undir fótunum. Öllu er hægt að venjast. En áfram með butterið, við komum okkur fyrir og fórum svo niður og pöntuðum okkur gott í gogginn enda glorhungraðar eftir langan dag. Úti í garði beið svo hópurinn eftir okkur, það má segja að þetta hafi verið alþjóðlegur hópur en meðal gesta voru Slóvenar, Hollendingar, Belgar, einn frá Nýja-Sjálandi, Suður-Afríkubúi, Norsk skvísa, Bretar og auðvitað Íslendingar... ég held ég sé ekki að gleyma neinu þjóðarbroti.. en það kemur svo sem ekki að sök.. þið náið myndinni.
Athöfnin fór fram á hótelinu sjálfu, dagurinn hófst með ekta enskum morgunmat og svo var hafist handa við að flikka upp á mannskapinn. Brúðurin fór í förðun og hárgreiðslu og mætti svo með allt sitt hafurtask og hélt sig á herberginu okkar til að forðast brúðgumann (allt eftir hefðinni). Við fengum yndislegt veður eða yfir 20 stiga hita og sól. Brúðurin klæddi sig upp og leit stórkostlega út í flotta brúðarkjólnum (þið getið sjálf séð þetta á myndunum ;) ). Allir sögðu já, og við héldum út í garð til að skála og taka myndir (já.. ég er orðin þreytt, klukkan er að ganga 5 ;) ) Dagurinn var yndislegur með öllu, gott veður, gott fólk... þetta hefði ekki getað gengið betur. Svo var frábært að vera þarna á hótelinu, maður flakkaði milli salarins og garðsins og herbergjanna.. allir ofsalega vinalegir... að ég tali ekki um flottu karlmennina sem biðu manns svo niðri á barnum en þetta virðist vera voða vinsæll staður og fólk á öllum aldri þarna. Ég hefði ekkert á móti því að kynnast þessari pöbbamenningu aðeins betur næst þegar ég heimsæki Bretland ;) En já, þegar líða tók á kvöldið var mér (brúðarmeyjunni) og svaramanninum gefin mynd af okkur ásamt brúðhjónunum sem tekin hafði verið fyrr um daginn. Gaman að eiga svona til minningar um daginn.
Á sunnudeginum vöknuðum við eldsnemma og drifum okkur til Gatwick, reyndar þurftum við fyrst að fara inn í London og skipta þar um lest og skildum Söruh þar eftir en hún ætlaði að hitta félaga sína. Við tékkuðum okkur inn á hótelið og héldum svo rakleiðis þaðan inn í London, sem var næstum klukkutíma lestarferð í burtu ( við vildum bara skila af okkur töskunum). Við fundum Söruh á Victoria lestarstöðinni og ákváðum að kíkja á Camden Town markaðinn og ég sé sko ekki eftir því, það var þvílík upplifun að labba þarna um í mannsfjöldanum. Sarah fór með okkur einhverjar krókaleiðir og inn einhverja ranghala og fann að lokum búðina sína Cyber Dog sem ég mæli með að fólk kíki á ef það á leið um þetta hverfi. Þvílík framúrstefna! Mér leið eins og ég væri komin um borð í the Enterprise, búningarnir, fötin, skrautið, fólkið... bleikt og blátt hár... sjálflýsandi, blikkandi.... ég vildi óska að ég hefði tekið myndir af þessu! Við komum svo við á Starbucks á leiðinni í bæinn aftur, ákváðum að kíkja í Soho og reyna að finna góðan stað til að borða á. Gott veður, helgi, þetta þýðir bara eitt... það er ekki séns að finna borð í Soho, við enduðum svo á the Rising Sun rétt við Tottenham Court Road þar sem við fengum okkur dýrindis steikur. Héldum svo dauðþreyttar áleiðis á hótelið.... fengum 3 tíma svefn, smá panikk á flugvellinum, svo flogið heim, tekin í tollinum, búið :)
Ég hefði líklega átt að skipta þessu niður, innblásturinn fauk út um gluggann fyrir löngu! En já... svona var þetta... fín ferð.. hlakka til að fara aftur :)

föstudagur, apríl 20, 2007

Your Birthdate: August 1

You don't just believe in love at first site - you've experienced it.
You develop crushes pretty easily, but keeping your interest is another matter!
You are very prone to love - hate relationships.

Number of True Loves You'll Have: 2

Number of Times You'll Have Your Heart Broken: 4

You are most compatible with people born on the 1st, 10th, 19th, and 28th of the month.

mánudagur, apríl 16, 2007

myndasíða! Njótið!