Aldan

laugardagur, júní 30, 2007

Athyglissjúk landeyða!

Ekki hef ég heyrt þetta áður!! Skemmtileg lýsing á P.H.
Maður hefur heyrt um að fréttastöðvar og dagblöð hafi tekið sig til og tekið upp P.H. lausa fréttadaga ef ekki vikur. Ég hélt að hennar tími væri liðinn. Ótrúlegt að sjálfur Larry King hafi tekið hana fram yfir Michael Moore og ákveðið að ræða um "þjáningar" hennar í fangelsinu frekar en þjáningar milljóna í gölluðu heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Bara enn eitt dæmið um það hversu sjúkt þetta er orðið. Fólk hefur ekki áhuga á þjáningum annarra eða því sem er að gerast út í heimi nema það tengist þotuliðinu. Ættleiddu börn þeirra Jolie og Pitts fá hundrað sinnum meiri umfjöllun en t.d. börnin í barnaþorpum S.O.S. Maður les þetta svo sem sjálfur. Verð að viðurkenna það að ég kýs sjálf frekar að lesa um þjáningar fræga fólksins en annarra. Um daginn fékk ég afhent breskt dagblað á Heathrow eftir einhver reyfarakaup og stakk því ofan í tösku. Rakst á þetta svo í gærmorgun og fletti í gegnum það. Ekkert annað en morð og aftur morð, slys, lífshættulegar bakteríusýkingar á sjúkrahúsum, mannshvarf... ég varð þunglynd af þessu. Eina bjarta í blaðinu var Garfield. Heimurinn er ljótur og satt best að segja vil ég ekki láta minna mig á það. Auðvitað vil ég frekar lifa í heimi þar sem vandamálin snúast um of lítið skápapláss frú Beckham eða hvort Britney og Lindsey geti haldi sér þurrum í heila viku! Hungursneyð, stríð, Aids faraldur í Afríku, loftlagsbreytingar af mannavöldum... þetta eru bara seinni tíma vandamál! Ekki satt?

Mér leiðast helgarvaktir!!

Í kvöld hefur mér hlotnast sá heiður að vera beðin um að hoppa upp í rassgatið á sjálfri mér. Ég hef verið kölluð helv$%" tík og tussa og í þokkabót hef ég þurft að taka niður kvörtun og senda yfirmanni vegna sjálfrar mín. Jájá... og þrír og hálfur tími eftir... bring it on segi ég bara! Eina góða er að dagurinn fer bara batnandi eftir þetta... og there is a whole lot of day eftir! Afmæli í kvöld.. góðir tímar!

Áður en ég held heim á leið mun ég þó rústa Flugmanninum í Sudoku, það þýðir bara eitt! Hann þarf að splæsa í bíó þriðja mánuðinn í röð, það verður ljúft! Ég hef góðar heimildir fyrir því að hann ætli að flýja land á morgun til að koma sér undan þessu, reyndu bara strákur segi ég, reyndu bara!! RUN boy RUN! Muhahahaha

Á mánudagsmorgun hefst svo vikulangt frí hjá mér, markmiðið er að taka til í skápnum... Hvaða skáp? Það kemur í ljós seinna!

Góðar stundir krakkar, góðar stundir!

miðvikudagur, júní 27, 2007

Bara

Ég læsti bílinn minn inni í gær, já frekar asnalegt, ég veit! Eða réttara sagt hann lokaðist inni, ég læsti hann ekki neitt inni. Það var ekki ég sem braut lásinn á bílageymsluhurðinni! Alveg satt! Ég eyddi 20 mínútum í að bíða eftir að einhver kæmi að sem gæti mögulega verið með bílskúrshurðaopnara til að hleypa mér inn í geymsluna en neinei.. enginn kom. Á meðan héldu tvíburarnir á neðstu hæðinni mér félagsskap, þau bera sömu nöfn og eitt par sem forðum daga þurfti að eyða nótt í fjárhúsi (spes). Þau eru á þessum mjög svo ó"skemmtilega" aldri þar sem spurningarnar eru óendalegar. Á meðan ég gekk um, fram og til baka, eftir bílastæðinu eltu þau mig og létu spurningunum svoleiðis dynja á mér: áttu hlaupahjól (nei), kanntu á hlaupahjól (já), afhverju áttu þá ekki hlaupahjól (ég er orðin of stór fyrir hlaupahjól), afhverju kaupiru þér ekki hlaupahjól (bara**), hvar býrðu (hérna), afhverju ertu að bíða (ég þarf að komast inn í bílageymsluna), afhverju opnaru ekki bara með lyklunum þínum (því lásinn er bilaður), afhverju ferðu þá ekki bara heim til þín (því ég þarf að fara í ræktina), afhverju ertu ein??... það var þá sem ég gafst upp. Ég sá hreyfingu uppi á svölunum á húsinu á móti, rauk af stað með krakkana á eftir mér (hvað ertu að gera hérna), hringdi á þá bjöllu sem ég taldi vera réttu íbúðina og bað eldri konu sem svaraði vinsamlegast að bjarga mér. Hún kom í hvelli niður, með samúðarblik í augum hleypti hún mér inn og ég losnaði loksins undan krakkahelv... englunum.

Ég asnaðist svo í dag til að vera að spóka mig eitthvað úti á svölum, í kjölfarið sá barnsmóðir T.H.B.G.F.D.S.* að ég var heima og stuttu seinna var dyrabjöllunni hringt. Tilvonandi fyrrverandi stjúpdóttir mín vildi fá DVD lánað hjá mér og kíkja á kisurnar... jújú.. ekkert mál.. Við móðir hennar héldum samtalinu á snyrtilegu nótunum.. þetta er eitt síðasta skiptið sem við sjáumst enda standa flutningar yfir as we speak. Jæja.. nóg um það, ég kveð þær síðan og held áfram mínu striki, var að stússast eitthvað í þrifum og öðru. Korteri seinna hringir bjallan, er þá ekki telpan mætt með "vini" sína en þau vildu líka kíkja á kisurnar. Ég hugsaði bara með mér: Ó guð, nú vita þau hvar ég bý og að ég eigi kisur! Ég á aldrei eftir að losna við þau aftur! Ég sagði við þau blíðlega að þau gætu ekki skoðað kisu núna, ég væri að þrífa... treg fóru þau í burtu. Klukkutíma seinna var dyrabjöllunni aftur hringt, jújú krakkaskarinn var aftur mættur á svæðið.. ég var aðeins harkalegri við þau og sagði að ég væri að elda og ég væri svo að fara í vinnu, þau gætu bara ekki skoðað kisu í dag! Úff... ég verð að grípa til einhverra ráðstafanna til að losna við þau. Læt ekki sjá mig þarna úti í fleiri vikur, þá gleyma þau mér kannski... en það verður þá að laga lásinn á bílageymslunni svo ég komist þar inn og út. Hvað gerir maður við svona 3-4 ára skott, hvernig losnar maður við þau? Maður vill ekki vera of harkalegur!

Anyway, fór í Grasagarðinn. Rosalega er orðið fallegt þarna, við Ellen sátum og spókuðum okkur í sólinni. Ég verð að viðurkenna það að mér leiðast Íslendingar, það er aldrei sama stemmning hér heima og úti á kaffihúsum. Fólk er of upptekið af öðrum, þegar það ætti að vera að njóta veðursins eða bara hugsa um sig sjálft. Það eyðilagði þó ekki góða skapið.. ágætt að geta sagst hafa farið út og notið góða veðursins.

Sumarkveðjur!





*The hot black guy from downstairs!
** Bara er svar þegar maður er að reyna að svara svona gríslingum

fimmtudagur, júní 21, 2007

Sumarsólstöður

Þá er lengsti dagur ársins loksins runninn upp, dagurinn sem ég hef lengi beðið eftir. Nú fer allt að komast í samt lag aftur, það fer að dimma á ný.

Ég sit hér og horfið á húmið færast yfir voginn, örfá ljós kvikna og lýsa upp nágrennið í kring. Grábláir skýjabólstrar fylgja borgarbúum hægt og rólega inn í draumaheiminn...

Dajók... smá skot á Netverjann... ;) en hann veit það er gert af væntumþykju!

En það var þó sannleikur í þessu, það er húmað! Dekkra yfir landinu en ég hef orðið vör við lengi. Annars talaði Netverjinn um góða vini sína, ég á líka góða vini, suma hverja deili ég með honum, aðra á ég ein. Ég á líka aðra félaga, kunningja og fleiri tilbrigði af fólki.. þeim er sinnt misvel, sem og vinunum. Maður þarf að passa upp á þetta, annars hverfa þeir á braut. En er ekki alltaf sagt að þú verður að sinna sjálfum þér áður en þú sinnir öðrum? Ég veit að flugfreyjurnar og þjónarnir kenna þetta í háloftunum, þetta ætti að vera kennt á jörðu niðri líka. Ég er þó viss um að með lækkandi sól og rísandi mána fari Aldan á kreik.

Bíltúr með Völunni
Afmæli hjá Hjöddunni
Bíó með Flubbanum
Dekurdagar með Auddunni
Útstáelsi með Laubbunni
Fyllerí með Kallinum
Árshátíð með Snúrunum
Tarotkvöld með Herfunum
Tarotkvöld með Tarotklúbbnum

Það er margt skemmtilegt framundan :)

miðvikudagur, júní 20, 2007

Breiðafjörður

Langamma mín varð níræð núna á mánudag og í tilefni þess bauð hún fjölskyldunni í siglingu um Breiðafjörð um helgina til að kíkja á eyjarnar þar sem hún ólst upp og eyddi fyrstu hjúskaparárunum.

Við lögðum af stað í fyrralagi til að hafa nægan tíma til að koma okkur á staðinn. Ég tók ömmu og afa og Viðar með mér, var búin að láta laga pústið og bíllinn bara í ágætu ástandi fyrir utan bankið í hemlunum :S en við ræðum það mál ekki. Alla leiðina vestur hlustuðum við á rökræður þeirra hjóna um hvort væri fallegra í Borgarfirðinum eða í Hólminum, Borgarfjörðurinn er Mekkan hans afa og hann neitar að hlusta á þegar fólk reynir að segja honum að það geti nú líka rignt í Borgarfirði... neinei.. það er alltaf fallegast í Borgarfirði og alltaf sól og blíða... jájá... neinei.. Hann sat varla kyrr í sætinu þegar sást til Baulu...

Í Borgarnesi söfnuðust allir saman, vínarbrauðsáráttan hjá afa varð til þess að Bakaríið stórgræddi á þessu stoppi en hann sigaði öllum þangað. Aftur upp í bíl og enn héldu þessar rökræður áfram, fengum smá skúr og um leið heyrðist í afa: jæja við hljótum að vera komin úr Borgarfirðinum núna. Siglingin var skemmtileg, við fengum ágætisveður og gaman var að sjá níræða konuna stíga ölduna eins og unglingur. Það voru liðin fimmtán ár síðan ég fór þarna síðast, en það var einmitt á 75 ára afmæli hennar en þá var einmitt boðið upp á siglingu en stoppað var í Arney og þar voru hafðar veitingar. Þar sem illaðgengilegt er að komast þangað, engin bryggja og sú gamla ekki jafn fótfrá og áður þá var slíkt ekki í boði núna. Hins vegar fékk hún skipstjórann til að sigla alveg upp að eyjunni svo við gætum nú virt hana fyrir okkur. Það er ótrúlegt að það skuli hafa verið búið á þessum eyjum, get ekki ímyndað mér hvernig þetta var á veturna. Meiri sigling, fuglaskoðun, hörpudiskssmökkun, pot í krossfiska og ígulker... þetta var indælt... sjá fjölskylduna alla samankomna, sjaldgæf sjón.

Eftir ferðina var svo boðið upp á veitingar á Fimm Fiskum.. afi varð það á að segja að það væri fallegt í Hólminum, hann fær ekki að gleyma því sem eftir er... hefðum átt að fá það skriflegt. Ég tók eftir því að níræð langamma mín er með sama fatasmekk og ég, ég veit ekki hvort það segir meira um hana eða mig en við vorum í eins hettupeysum :S þó ekki eins á litinn... en maður ætti að skoða þetta mál aðeins betur. Svo var haldið í bæinn. Enn og aftur voru sömu rökræðurnar um fegurð Borgarfjarðar... endalaust alveg.. þetta var alveg frábært, búin að sakna þess. Pulsa í Borgarnesi... skilaði af mér liðinu og fór heim.. búið :)

Blogg

Já, ég lofaði víst systur minni bloggi fyrir all nokkru síðan.

Ferðin út til Önnu og Robins var frábær í alla staði, það var vel tekið á móti mér þó að ég og vindsængin tókum okkar tíma í að taka hvor aðra í sátt. Það hófst þó að lokum þó... það þurfti bara meira loft, en ég var rög við það því ég var hrædd um að sprengja hana... en allt kom fyrir ekki... hún hélt velli og ég hélt bakinu.. það var fínt. Dögunum var eytt í hringavitleysu, verslunarleiðangra og DS, þetta var ljúfur tími. Fengum nokkra sólardaga sem við eyddum meðal annars í garðinum ásamt gæludýrunum hennar Önnu, en þau skipta tugum ef ekki hundruðum. (Maurar ef þið eruð forvitin um hverskyns dýr ég er að tala um.) Robin var rúmfastur nær allan tímann en tók þátt í samræðum innan úr herbergi, HA? og WHAT? voru tíð og setningar voru endurteknar í þrígang... en það var bara fjör... Hann kynnti mig fyrir þessari útgáfu af Leva's Polka , sem ég kynnti síðar fyrir Netverjanum... Veit ekki hvort það voru mistök eður ei.. það kemur í ljós síðar.

Við Anna áttum yndislega daga saman... sisterly love ekki satt ;) Það var sárt að kveðja.... og taugastrekkjandi en sama dag og flugið mitt átti að vera þá varð stórt slys á M1 og öll umferð suður á bóginn í lamasessi vegna þessa. Anna og Robin höfðu verið sótt fyrr vegna þessa en þau þurftu að fara til London þennan morgun því Robin átti að fara í skanna en mér datt ekki í hug en að allt var í lagi. Leigubíllinn kom og sótti mig og ég henti lyklunum inn um lúguna en um leið og ég sá umferðina á þjóðveginum þá leist mér ekkert á blikuna, hefði kannski átt að halda lyklunum eftir. Á rútustöðinni var allt í fári, það var ekki búið að opna miðasöluna enda snemma morguns en fólk var þá búið að bíða þarna í yfir klst eftir rútum sem taka átti það til Gatwick og Stanstead m.a. Aðkomufólki var tilkynnt það (með brosi á vör b.t.w., hann fékk eitthvað kikk út úr þessu starfsmaðurinn, og glotti bara ) að allt væri stíflað og líklegast yrðu engar rútur það sem eftir yrðu dags. Fólk var með símana á lofti og hringdi hingað og þangað til að afla sér upplýsinga um stöðu mála en enginn virtist vita neitt.

Ég kynntist indælis hjónum sem voru á leið heim til Ítalíu og þau voru búin að redda mér sæti í minibus til Heathrow ef svo færi að það þyrfti að nota þann kost til að koma sér á völlinn. Ég var þó búin að hringja heim og tala við stúlku hjá Hundleiðum (eins og einn ákveðinn bloggari kýs að kalla okkar indæla flugfélag) til að redda mér sæti með kvöldfluginu ef svo skyldi fara að ég næði ekki mínu flugi (sá þó fyrir mér einhverja tugi í aukakostnað sem ég vildi helst sleppa við að greiða). Þrátt fyrir að brosmildi starfsmaðurinn hefði sagt að engar rútur væru á leiðinni, þá komu svo nokkrar og hálftíma of seint kom mín svo (ég var í fyrralagi á ferðinni, var búin að bíða í klst). Þá byrjaði panikkið fyrir alvöru, rútan var næstum full og ég var ekki komin með miða!! Ein ónefnd systir hafði nefnilega sagt mér að ég ætti bara að kaupa hann um borð en neinei.. fékk ekki að fara um borð nema hafa mið. Smá hlaup, púst, skjálfti og mér tókst það, var síðust upp í rútuna. Fékk sæti aftarlega, hjá klósettinu, það var geðslegt... fann ekki fyrir því fyrr en eldri maður kom af því og upp gaus þessi indæla hlandlykt sem hélst í loftinu svo allan tímann. Rútumann var snjall og tók sveitaveg til að forðast stífluna á M1, þrátt fyrir að ferðin tæki klst lengur þá var það þess virði að fá að sjá hina fallegu bresku sveit í sumarlitunum, þokan gerði umhverfið dulrænna og ekki einu sinni hlandlyktin gat eyðilagt þessa upplifun.

Ég verð nú að segja að öryggisgæslan á Heathrow er ekki upp á marga fiska, ekki miðað við Gatwick, ég hélt einmitt að allt ætti að vera svo strangt þarna. Reyndar átti ekki að hleypa töskunni minni um borð þar sem hún var 3,2 kg þyngri frá því að ég fór frá Önnu og þar til ég mætti á Heathrow ;) furðulegt alveg... (ný vigt væri kannski sniðug fjárfesting) og þar með 2,2 kg yfir leyfilegri þyngd. Ég þurfti að fylgja manni afsíðis til að ræða þessi mál, auðvitað þurfti ég ekki meira en að blikka hann nokkrum sinnum og eftir smá orðaskipti þá fylgdi hann mér aftur að druslunni á afgreiðsluborðinu og sagði henni að senda töskuna í gegn, hann þurfti að segja henni það þrisvar því hún trúði ekki sínum eigin eyrum.. Ég þurfti ekkert að borga heldur ;) Sem betur fer tóku þeir eftir því hvað handfarangur tók í hjá mér.. hann var líka a.m.k 2 kg yfir leyfilegri þyngd.. jájá gott mál bara. Ég komst í gegn, á ágætum tíma, auðvitað varð svo seinkun..

Ég var sátt, enn sáttari þegar ég sá að Jónsi kallinn var flugþjónn... við Netverjinn höfðum einmitt gantast með það fyrir flugið út að ég ætti að kalla á hann til að þjóna mér í flugi eftir að ég sá að ég fékk ómyndarlegan flugþjón (ég hélt þeir væru ekki til). Jæja.. mín hafði sko nóg að gera alla leiðina, því ekki nóg með að geta fylgst með honum, þá var fyrrverandi bekkjarbróðir minn líka þarna starfandi sem flugþjónn, sá var hávaxnari og myndarlegri en Jónsi... og líklegast ekki samkynhneigður sem er alltaf kostur fyrir ungar stúlkur á lausu ;) ! Jónsi kallinn stóð sig með ágætum, svoldið smeðjulegur eins og vanalega og dramatískur en það er bara gaman.

Bara fyrir þig Anna mín :)
(Sól, DS, Stella og Bella, Mai Tai og Blue Lagoon, Ice, Toptov eða Tovtop, sólstólar, Mrs. Potter, vindsæng, Dónöt, Starbucks, Escape myndirnar, Mario Party, ASDA, 87 hringtorg) ;)

miðvikudagur, júní 13, 2007

The Shoop Shoop song!

Does he love me, I wanna know,
how can I tell if he loves me so?
(Is it in his eyes) oh no you'll be deceived
(is it in his sighs) oh no he'll make believe.
If you wanna know
if he loves you so
it's in his kiss (that's where it is.... oh yeah!)

Þetta lag heyrist alltaf í útvarpinu þegar ég er á leiðinni í vinnuna, það bara bregst ekki. Gott lag, hef ekkert á móti því. Því fylgja margar gamlar og góðar minningar. Ég er líka sammála textanum, það kemur allt fram í kossinum!

Myndir komnar inn, blogg seinna!

miðvikudagur, júní 06, 2007

87 er talan

Eg tel ekki aftur.. tetta er samt rosalegt, vid erum ad tala um 20 hringtorg a hver 1 ljos... en umferdarteppur tekkjast ekki her. Tetta er ekki tad merkilegasta sem eg fann til ad blogga um, en eg er svo treytt ad eg aetla mer ekki ad blogga um neitt annad i bili! Morgundagurinn verdur rolegri, bara Bingo planad... ja Bingo.. tad verdur ahugavert.. tar til seinna..

You are not the one I need, but you]re the one that I want!

67 hringtorg komin i dag, og dagurinn ekki naerri tvi buinn... nei eg er ekki ad grinast og ja eg taldi tau. 6 til ad komast ut ur hverfinu, 18 til ad komast i nornabudina sem var svo ekkert nornabud... fin bud samt! Fylgist med, tvi fleiri tolur eru vaentalegar i kvold!

Og alveg rett, eg for i klippingu... ekki alveg ad fila breska stilista... sem betur fer er tad fljott ad vaxa!

þriðjudagur, júní 05, 2007

Hringavitleysa

Tad eru ekkert nema hringtorg i tessari blessudu borg! Hofudborg hringtorga i Bretlandi, orugglega 20 a leid i midbaeninn... meira seinna.. alltof treytt

Chow Mein i kvold.. ef tetta er ekki menning.. ta veit eg ekki hvad!

Hvad haldidi...


Stelpan er bara flogin til Englands.....
Fekk heila 4 tima til ad pakka nidur, utretta og koma mer a vollinn.. svona a ad gera tetta... tetta er to ekki stydsti fyrivari sem eg hef fengid fyrir utanlandsferd, einu sinni for eg beint af ferdaskrifstofu a vollinn til ad na flugi til USA.. tetta er bara gaman. Tad er eitthvad frelsandi vid ad ferdast ein, eg naut min i botn.Tad er otrulegt hvad folk er latt, eg heyrdi a.m.k. 3 mismunandi adila a leid minni ad hlidinu, kvarta yfir tvi ad tad vantadi faeribond eins og eru uti a flugvollum, tau voru oll ad koma erlendis fra. Tetta er ekki neitt neitt midad tad sem madur tarf ad labba t.d. a Heathrow og tau kvarta og kvarta.. Annars gekk flugid traelvel, ju einhver seinkun vard en ekki neitt sem madur er ekki vanur. Mer var to ekki sama tegar skjairnir foru ad flippa, foru nidur, foru upp, foru nidur, foru upp, svo kviknadi a teim og slokknadi, kviknadi og slokknadi og akkurat tegar verid var ad fara yfir oryggisleidbeiningarnar. Eg hugsadi bara med mer, ef tetta er bilad, hvad annad gaeti ta verid bilad lika. Tetta for svo tannig ad aumingja Flugtjonninn og freyjurnar turftu ad gera tetta manually, greinilega mjog rydgud en tau hafa orugglega ekki turft ad gera tetta i lengri tima. Flugtjonninn kunni hreinlegast bara ekki tokin a tessu, setti grimuna til daemis bara yfir munninn tegar sagt var greinilega ad setja aetti yfir munn OG nef... UT med honum.. hann var ekki einu sinni tad saetur, eg hafdi vonast eftir Jonsa eda odrum alika honk. Meira um velina, eg bordadi ohollasta flugvelamat sem eg hef hingad til fengid... mjog godur, segi tad ekki en ohollur. Kjuklingabringa a kartoflusalati, hvitt braud med smjori og PRINS P'OLO med! ~Ekkert graenmeti eda avextir. Reyndar var braudid og smjorid svo kalt ad tad la vid ad tad vaeri frost i tvi, eg reyndi ad koma smorinu a braudid en klessan vard svo tykk og ekki haegt ad dreifa ur tvi med tessum blessada plasthnif... eg haetti vid.. hugsadi med mer ad himingudirnir vaeru nu ad reyna ad lata mig vita ad eg aetti ekkert ad vera ad fa mer tetta. Samferdamadur minn var tvilikt myndarlegur, tad sakadi ekki ad tad skyldi ekki vera haegt ad horfa a video, eg horfdi bara a hann i stadinn. Svo var strakurinn fyrir framan mig med GPS taeki og madur gat sed hvernig vid nalgudums Heathrow haegt og rolega. Eg held eg fljugi naest med B.A. eg hef ekkert nema goda reynslu af tvi, eg veit ekki hvernig eg vari ordin i fotunum ef saetid vid hlidina a milli min og saeta hefdi ekki verid laust, tad er ekki gert rad fyrir ad folk sem flygur med Icelandair se yfir 170 a haed... Buin ad sja ad tad er allt betra vid B.A. nema bara heimferdartiminn. Eg hafdi svo sem ekki um annad ad velja nuna, ma bara vera takklat ad hafa fengid ad fara ut... en svona.. ef eg hefdi borgad :)
Tad er ekkert leyndarmal ad Bretland er teppalagt i heild sinni, en eg var samt frekar hneykslud ad sja tegar eg sa ad tad var teppalagt alveg ut i flugvel, rampinn sjalfur var teppalagdur.. tvilikt oged! Komin til Bretlands aftur i tridja skiptid a atta manudum, i tetta skiptid tok hitinn og humid a moti mer, lenti i ljosaskiptunum, fallegasta solarlag sem eg hef hingad til sed. Eg kom mer nidur a rutustodina og nadi seinni rutunni til Milton Keynes, tad settist madur med vefjahnott fyrir framan mig, hann var svoleids blindfullur, flott klaeddur med tvo box af appelsinu med ser. Bilstjorinn var nu ekkert hress med hann en akvad samt ad leyfa honum ad fljota med eftir a hafa Hasalam Malikad hann. Eftir sma skemmtilegar tilfaeringar og muldur sofnadi hann, tratt fyrir staeka afengislyktina gleymdi eg honum fljott og naut ferdarinnar. Fljotlega seig hann sidan haegt og rolega a golfid tar sem hann ilengdist, hann hafdi to fyrir tvi ad hifa sig aftur upp i saetid eftir ad hafa rankad vid ser, akvad ad koma ser aldeilis vel fyrir og setti faeturnar upp a saetid fyrir framan sig sem la adeins nedar enda var tad bilstjorasaetid sjalft! Bilstjorinn flippadi og ytti illa lyktandi fotunum af ser, hann faerdi faeturnar ta bara a hina hlidina (sja mynd :) ) Tad endadi med tvi sidan ad, 5 minutum adur en vid komum a afangastad ta aeldi hann eins og mukki a golfid... helt bara afram og afram! Ojj tetta var svo ogedslegt.. eg turfti ad halda fyrir eyrun og nefid til ad aela ekki sjalf... var fyrst ut ur bilnum.. bilstjorinn var audvitad vel hress med tetta... notadi svo taekifaerid tegar greyid kallinn skrapp ut ur bilnum til ad fara a bak vid tre til ad letta af ser og henti avaxtakossunum ur bilnum og rauk af stad, skildi manninn eftir i einhverju gettoi herna i baenum. Ja, sma getto, min beid blokkumadur og lokud rutustod, engin ANNA... hun kom to ad lokum, hafdi bara villst sma ;) Jaja, aevintyri.. bara aevintyri... Heyri i ykkur seinna, eg tarf ad reyna ad fa solina til ad lata sja sig, bara sky og laeti her.. eg vil sol i dag! Kvedjur fra utlandinu!

laugardagur, júní 02, 2007

Justin

Þið vitið hvað ég elska píkupopp, vildi bara deila þessu með ykkur.. Strákar, ég á afmæli bráðum!

Álfurinn

Því miður verð ég að viðurkenna það að ég átti afar óheiðarlegan dag, ég stóð mig að því hvað eftir annað að ljúga að sárasaklausu fólki. Ég hafði bara svo mikið samviskubit.
Þannig er málið að ég fór á flakk í dag, eyddi deginum á ráfi. Þessa helgi er verið að selja Álfinn fræga og því rakst ég á sölumenn víðsvegar um bæinn, sitjandi fyrir verslunum, apótekum og jafnvel vínbúðum. Sjálf var ég sölumaður hans hérna áður fyrr en ég og uppáhaldssystir mín, þessi sem er í útlöndum og hefur ekki einu sinni fyrir því að heilsa upp á systur sína á msn pfff, vorum rosa duglegar að koma honum út. Ég veit ekki hvort við vorum með svona góða söluhæfileika eða bara svona aumkunnarverðar, allavega ruku þessir álfar út eins og heitar lummur hjá okkur. Við gerðum reyndar í því að fara í blokkirnar, blautar eftir rigninguna og settum upp þennan svaka hundssvip... fólk gat ekki annað en keypt nokkra álfa af svona englum. Anna, þú kannski manst þetta betur. En jæja, aftur að lygunum. Mér þykir svo leiðinlegt að segja Nei! við fólk, (þið hafið kannski tekið eftir því... sérstaklega strákarnir... nei djók:D ) svo ég segi bara: búin að kaupa! Og geng svo framhjá með bros á vör, þar til þessi nístandi stingur kemur... því lygin, hún særir, já það held ég nú. Ég á reyndar til að gera þetta líka þegar ég sé fólk að selja önnur happadrætti og jólakort, sérstaklega ef það er í hjólastól, með hækjur eða blint! Aumingja fólkið er að eyða mörgum klukkutímum í að selja þetta dót í góðum tilgangi, svo lýg ég blákalt að þeim... mér finnst þetta leiðinlegt en því miður, eina manneskjan sem ég styð í augnablikinu er ég sjálf. Á næsta ári verð ég kannski búin að læra að segja Nei og get litið á sjálfa mig í spegli.

Ég komst að þeirri leiðinlegu staðreynd í dag að ég er á milli stærða! Það er ekkert jafnleiðinlegt, og mig sárvantar buxur núna! Ég á einar nothæfar og það er smá blá rönd á þeim eftir að útidyrahurðin réðst á mig, nýmáluð. Allar buxurnar sem ég mátuðu í dag voru annað hvort of stórar eða of litlar... pirrandi. Svo er aftur hætt að selja baðbomburnar mínar í Lush! Ég veit ekki hvað málið er, fyrst notaði ég Two-Timing Tart sem var æðisleg, svo var hætt að framleiða hana. Var búin að finna nýjan arftaka, en núna finnst hún hvergi! Annars var dagurinn fínn, lenti í skemmtilegu lyftuævintýri, fór á bókasafnið og fékk mér nokkrar Chic. Lit. og fékk svo ósæmilegt tilboð frá eldri manni! Það hefði verið fínt að fá sól, kannski á morgun... ég bíð og vona.