Aldan

laugardagur, mars 03, 2007

Ég get ekki beðið lengur með þetta, annars gleymi ég þessu örugglega. Þetta er alveg satt sem Netverjinn segir, þegar maður situr ekki við tölvuna getur maður samið nokkur blogg en um leið og til stendur að færa þetta inn þá stendur maður á gati. Ég sat t.d. inn á kaffistofu áðan og var að horfa á frjálsíþróttirnar í sjónvarpinu og það flugu nokkrar hugmyndir framhjá sem ég bara náði ekki að festa nógu lengi. Þær voru allar flognar í burtu þegar ég settist aftur fyrir framan tölvuna. Einbeitingarskortur gæti einhver sagt, líklega rétt, það myndi heldur ekkert hjálpa að hafa blað og penna við hönd heldur. Ég hef prófað það, en þá láta hugmyndirnar ekki á sér kræla.
Annars er alltaf jafnskrýtið að mæta hér á daginn, hávaðinn, fólksmergðin, birtan! Allt þetta vinnur á móti löngun minni að fara aftur á dagvaktir. Helga mín er þó alveg að bjarga vaktinni, það sem vellur upp úr þessari elsku er hrein snilld. Áðan heyri ég hana segja grafalvarlega: "my ass is so soft" og hélt að hún væri að tala við viðskiptavin. Erum við farnar að bjóða upp á "meiri" þjónustu, hugsaði ég með mér. Nei nei, þá var hún bara að ræða í sakleysi sínu við vinkonu sína um fyrirhuguð kaup á klósettpappír!

Gott í bili!
Bæ!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home