Aldan

laugardagur, nóvember 29, 2003

Ég þjáist af bloggleti, kannski bara magnleysi eftir pestina.... ég er enn slöpp eftir þessa blessuðu veiki, hás og leiðinlegur pirringur í hálsinum. Sem betur fer er hóstinn farinn!! Síðan og mánudag er ég búin að liggja í rúminu út úr heiminum, gat ekki einu sinni horft á Buffy til að lífga andann! Onei, náði þó að draga mig hingað á vaktina! Hlakka til að láta mig falla í rúmið og sofa og sofa!!!

Prófið

Alda, a 2-syllable girl's name of Saxon origin, means: Gift; rich; old.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Ef ég skoða síðuna mína kemur 0 að kíkja??? Er ég svona ómerkileg að ekki einu sinni teljarinn vill telja mig með???

Carefree
You're just the happy go-lucky type. You might have
your pet peeves, but other than that, you're
mainly calm. Blending in with your
surroundings, you're the type of person who
everyone likes. Usually it's you who cracks
jokes at social gatherings - after all,
laughter is the best medicine. Sometimes you
pretend to be stupid, but in all actuality, you
could be the next Einstein.


What Type of Soul Do You Have ?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Myndirnar eru komnar í lag í prófinu mínu fræga :)
Er veik og nenni ekki að tala við ykkur eins og er :(

föstudagur, nóvember 21, 2003

Hvernig stendur á því að ég eyði lengri tíma að skipuleggja mig fyrir að lesa undir próf en í það að lesa undir prófið??? Bókin mín er voða flott núna.. litrík og skemmtileg :)

KRæst... ég var að fatta að ég á að skila 2 verkefnum og 1 ritgerð í næstu viku!! :(

Flestir óska þess að vinna í víkingalottóinu samkvæmt könnun sem gerð var hér á síðunni. Svörin dreifðust þó mikið en auk þess að vilja verða ríkir voru nokkrir þunglyndir og óskuðu þess heitast að deyja (veit ekki hvort það sé út af lélegu bloggi eða hvað?) !!! Ég ætla að setja nýja könnun... vona að fólk taki sér bara inn Zoloft og reyni að lyfta andanum á hærra plan!

Mig langar ekki til Suður Afríku! Sarah hennar Ellenar var að segja mér hvernig lífið er þarna.... que horror... ungbarnanauðganir og morð. Hvernig getur fólk trúað því að með því að nauðga börnum getur það aflétt eyðnissmiti!!! Þarna geturðu ekki gengið úti eftir að sólin er sest án þess að eiga í hættu að verða myrtur eða vera nauðgað!! Köngulær sem þarf 2 hendur til að lýsa stærðinni á!!

Ágætis dagur í dag, fór í Ikea með Ellen og Söruh og ýmis konar búðarráp! Skildi fartölvuna mína eftir í pössun hjá Önnu pönnu yfir helgina :( ég vona að hún fari vel með hana. Sumarbústaðarferð á morgun!! :) loksins..... fór í Ríkið í dag og náði í fullt af spilum! Nú er bara þessi vakt eftir, svefn og svo verður haldið austur!!

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Sælar veri konur og sælir veri menn!! Ég sé að ég þarf að finna mér gott viðurnefni, það þekkja allir Lakkann og Loðgrísinn, Villimeyjuna og Dolluna... hvað með mig.. verðskulda ég ekkert svona nick?? Fyrst foreldrar mínir ákvaðu að skíra mig nafni sem ómögulegt er að stytta finnst mér að nú sé komi tími til að ég fái mitt annað. Ekkert andstyggilegt.. eitthvað þægilegra í notkun en Tequila Queen sem ég hef haft hingað til! Þetta lendir á ykkur, hvað mynduð þið vilja kalla mig? Hafið þetta snyrtilegt takkaför!

laugardagur, nóvember 15, 2003

Ég er stoltur fartölvueigandi!!! :) Það er búið að vera nóg að gera undanfarna daga! Við hittumst nokkrar og elduðum saman og spiluðum á fimmtudagskvöldið! Það var fámennara en við bjuggumst við en góðmennt samt sem áður! Í gær var svo afmæli hjá Kalla.. voða fínt! Skilaði inn 2 verkefnum í vikunni! Er svo dugleg.. fék 9.86 fyrir annað verkefnið!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Ný gestabók komin í gagnið! Ég HEIMTA að þið kíkjið á hana og kvittið undir í leiðinni!
Prófið mitt er bara all vinsælt og já ég gerði það sjálf! Hefði viljað hafa myndir með en þar sem ég er tæknilega fötluð og tölvan mín í verkfalli verður það að bíða!

Mér finnst Marilyn Manson passa alveg ágætlega við þig Gerður mín! Og Anna og Arna... þið setjið allt of háar kröfur!! ;Þ hehe

laugardagur, nóvember 08, 2003

351 búnir að taka prófið! Kúl! :)

Harrý? Já Heimir! Harrý? Já Heimir! Harrý? HVAÐ VILTU HEIMIR!! Nei ekkert, bara athuga hvort þú værir þarna!

Vá, Harrý hérna er fiskisúpa með jarðaberjabragði, vanillubragði og súkkulaði bragði. mmmmm AAAAAAAA ojjjjj (Heimir skyrpir út úr sér og kafnar næstum því). Hvað er að Heimir? Var súpan eitruð?? Nei ég bara lenti á fiskisúpu með fiskibragði!! HAHAHA

Svona var þetta einhvern veginn! Algjör snilld þessir kallar! Anna ég vil fara að hlusta á restina!!!

Ég var að búa þetta til! Svona eyðir maður tímanum í vitleysu!! 2 Sumarbústaðarferðir framundan! Hlakka ekkert smá til... fyrsta 21 nóvember og seinni reyndar ekki fyrr en eftir áramót! En who cares... ég er á leiðinni í sumarbústað! :)
Bara 1 nótt eftir og þá er ég komin í vikufrí! Reynar er nóg að gera í skólanum, þarf að lesa svo hræðilega mikið. Prófin nálgast óðfluga... þarna er þetta aftur.. óð-fluga! Það er búið að vera mikill gestagangur heima.. miklu meira en vanalega... frænkur mínar komu í mat í gær og spádóm! Það sem þær geta kjaftað kellurnar... maður er orðinn heyrnarlaus eftir þær! Ég hélt að mútta talaði mikið en þá komu hinar 2 og kjöftuðu enn þá meira... ég held þær hafi meira segja sleppt því að anda bara til að leyfa hinum ekki að grípa fram í! :)

Týpist með vinnuna.. kom með stóran dúnk af kakó og viti menn... eftir endalaust tuð og 2 ára bið eða meiri er komin kaffi/kakó vél inn á kaffistofu! Þvílíkur lúxus.... samt mætti aðeins laga stillingarnar því kakóið er frekar vatnsmikið enda vatnskakó þarna á ferðinni!

sunnudagur, nóvember 02, 2003

ÉG er Rík.. á yfir hálfa milljón punda í Rockstar leiknum! Er enginn að spila þetta??

Jólin eru að fara að koma! Nýji Sims leikurinn er kominn út.... fullt af geisladiskum að bætast á óskalistann.. það eina sem skyggir á gleði mína eru prófin sem nálgast óðfluga (óð fluga??). Gestgjafinn var að koma út fyrir viku og þvílíku djúsí kökurnar.. mmmm vona að ég geti eitthvað bakað! Auður er enn hrjótandi... maður ætti að pikka í hana, bara þori ekki :/

Írafár í brennidepli!! Nei, lít aftur og þá stendur Íran í brennidepli... var að skoða Morgunblaðið á netinu þegar ég mislas setninguna svona herfilega. Fór að hugsa afhverju í óskupunum (illa stafsett af ásetningi) Írafár ætti að vera í brennidepli og klikkaði meira segja á linkinn en nei.. varð fyrir vonbrigðum þar sem greinin var um Íran og ég hef ekki minnstan áhuga á því landi, ónei. Ekki það að ég hafi meiri áhuga á Írafári, skil þetta fár í kringum hljómsveitina bara alls ekki. Þau eru engin Evanescence, onei!

hehe Auður er byrjuð að hrjóta hérna á móti mér.. ætti ég að hella vatni yfir hana???

Hvernig dettur fólki í hug að vera pirrað á sama tíma og ég!!! Óþolandi alveg :(

Nýtt poll.... þetta gamla var asnalegt... Greinilega hlusta flestir á góða tónlist!

laugardagur, nóvember 01, 2003

Sko mig, blogga bara :) Ég er SVO syfjuð, hlakka til að leggjast upp í rúm með headphone á hausnum og setja Evanescence í botn :) þurfti náttúrulega að uppgötva hvað diskurinn er gífurlega góður (þrátt fyrir að lögin hljómi eins) Ég er þekkt fyrir að hafa gífurlega þolinmæði gagnvart lögum. Get spilað sama lagið aftur og aftur og aftur!! Já ég var að tala um að það hefði verið slæmt að uppgötva þetta núna... átti að vera að skrifa ritgerð! Í staðinn lagðist ég upp í rúm og reyndi að sjúga tónana úr headsettinu. Náði samt að skrifa 1500 orð í dag sem ég tel bara nokkuð gott :) Audi babe er búin að vera svo yndisleg að skrifa fullt af diskum handa mér, Hollywood homicide, Freaky Friday, The Italian Job og fleira :) Þetta hjálpar mér ekkert í náminu!!! Jú kannski smá því það fylgir enginn texti með ;)

Já... Fríða til hamingju með æmmlið í dag!!! Ég er mjög ósátt út í þessa gestabók þína.. skrifaði all oft í hana en færslurnar birtast ekki :( Kemst því miður ekki í partýið í kvöld :( er að vinna! Kemst ekki heldur í saumaklúbb til Herfanna... Ellen er að koma í mat á mánudag. Á fimmtudag það Inga og Úlla... hvar endar þetta???

Morðingjakvöld framundan, 2 sumarbústaðarferðir!
Bætir ekki upp þá staðreynd að ég missti af Halloween í gær :( Hefði átt að vera í útlöndum að eyða peningum sem ég á ekki!! O jæja... kannski á næsta ári!