Aldan

mánudagur, mars 05, 2007

Nei, þið fáið ekki almennilegt blogg frá mér í kvöld frekar en aðra daga.

Ungu, fríðu málararnir létu ekki sjá sig í morgun, í stað þeirra mætti miðaldra piparsveinn á svæðið, spasslaði í 5 mínútur og lét sig hverfa. Hann kemur víst aftur á morgun!

Fór í ræktina í dag, það lá við stórslysi þegar rafmagnið fór af nokkrum tækjum. Þetta gerist aðeins of oft til að hægt sé að kalla þetta fyndið. Spurning hvort maður ætti að hægja aðeins á sér, svoldið slæmt þegar maður er farinn að slá út rafmagni með atorkunni einni saman!

Ég er komin á næturvaktir aftur, lífið ætti að fara að ganga sinn vanagang. Anna kemur í lok mánaðarins, svo þarf maður að fara að huga að brúðarmeyjar-outfittinu, ef einhver á skærgrænar eða bleikar blúndugardínur sem hann vill losa sig við þá get ég gert eitthvað flott úr þeim! Spurning hvort maður ætti ekki að fara að safna hárspreyi líka fyrir túberinguna! Þetta verður grúví :)

Aldan út :)

2 Comments:

  • Ef einhver á bleikar gardínur þá er það Hanna. En ég efast reyndar stórlega um að þær væru með blúndu...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:21 e.h.  

  • bleikar blundugardínur á eg nú ekki - því miður.

    sá um daginn að bleikir stólar séu að verða móðins... hmmm

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home