Aldan

laugardagur, ágúst 28, 2004

Svona bara til að drepa tímann þar til vaktinni lýkur!!

1. HVERNIG BÝRÐ ÞÚ? Í ferðatösku! En það breytist í næstu viku!

2. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA NÚNA? Er á milli bóka, er nýbúin með The DaVinci Code, er að fara að byrja á Vindmyllum Guðanna.

3. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI? Engin, hún er rauð með gelpoka..

4. UPPÁHALDS SPIL? Clue, Trivial, ertu að biðja MIG um að velja???

5. UPPÁHALDS TÍMARIT? Slúðurblaðið National Enquirer, Lifandi Vísindi og svo Mad (get ekki valið á milli).

6. UPPÁHALDS ILMUR? Af Haustinu!

7. HRÆÐILEGASTA TILFINNING Í HEIMI? Enginn klósettpappír á klóstinu!! Nei djók, að missa ástvin hlýtur að vera það versta í heimi!

8. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÉR DETTUR Í HUG ÞEGAR ÞÚ VAKNAR Á MORGNANA? SnooZe.

9. RÚSSÍBANI, HRÆÐILEGUR EÐA SPENNANDI? Spennandi, sérstaklega einn í Skara Sommerland í Svíþjóð sem maður stendur í og fer í hring!

10. HVAÐ HRINGIR SÍMINN ÞINN OFT ÁÐUR EN ÞÚ SVARAR? Tvisvar.. hver telur?

11. HVAÐ EIGA ÓKOMIN BÖRN ÞÍN AÐ HEITA? Það verður ákveðið í sameiningu með pabbanum.

12. UPPÁHALDS MATUR? Grillað fjallalamb og bökuð kartafla.

13. SÚKKULAÐI EÐA VANILLA? Súkkulaði!

14. FINNST ÞÉR GAMAN AÐ KEYRA HRATT? Mér finnst gaman að keyra, segi ekki meir, tryggingafulltrúinn minn les bloggið ;).

15. SEFUR ÞÚ MEÐ TUSKUDÝR? Ekki beint, það er einn bangsi upp í rúmi en yfirleitt endar hann samt ekki í fanginu á mér!

16. ÓVEÐUR, SPENNANDI EÐA HRÆÐILEG? Spennandi.

17. Í HVAÐA STJÖRNUMERKI ERTU? Ljón

18. BORÐAR ÞÚ STÖNGLANA AF BROKKOLÍ? Nei, borða ekki brokkolí!

19. EF ÞÚ MÆTTIR VELJA HÁRLIT ÞINN, HVER VÆRI HANN? Kastaníubrúnt

20. UPPÁHALDS KVIKMYND? Amalie kemur fyrst í hugann en ég skipti um skoðun á hverjum degi!

21. UPPÁHALDS BÚÐ? Amazon!!

22. UPPÁHALDS ÞÆTTIR? Dead like Me er snilldarþáttur, Angel, úff... ég vil samt ekki velja neinn sérstakan.

23. NOTARU FINGRASETNINGUNA Á LYKLABORÐINU? Já, but of course.

24. HVAÐ ER UNDIR RÚMINU ÞÍNU? Ekkert!! Það kemst ekkert undir rúm, þetta er gegnheill svampur, hannaður með þeim tilgangi að ekkert kæmist þarna undir, ekki ryk, ekki drasl og ekki neinn Chucky eða Freddy!

25. HVAÐ MYNDIR ÞÚ VILJA FINNA UPP? Tímavél!

26. UPPÁHALDS TALAN ÞÍN? 1

Hvernig átti ég að vita að ég mætti ekki vinna eftir þessa sýnatöku?? Var að taka þátt í einhverri rannsókn hjá honum Kára mínum, nú eru genin mín komin í gagnagrunninn! Nú sit ég bara með skurð á maga og klæjar svoldið í hann. Asnaðist til þess að beygja mig niður áðan, won't do that again!! Læknirinn komst að þeirri niðurstöðu að ég væri ekki sprautufíkill, hjúkket. Annars var soldið gaman að fara til hans, greinilega nýkominn úr sumarfríi, brúnn og sætur. Ég var búin að safna saman nokkrum kvillum, finnst leiðinlegt að fara oft til læknis.

Ég er búin að vera í einhverjum nostalgíu fíling undanfarna daga. Netið er mjög handhæg leið til að leita uppi gamla vini og til að njósna um hvað þeir eru að gera í dag.

Við Gerður erum búnar að vera að skoða stundaskrárnar okkar fram og til baka í nótt. Það er kominn skólafílingur í mann. Allt gerist í næstu viku, flutningur, kaup á skólabókum, útborgunardagur. Hlakka samt ekkert smá til, verst með skurðinn, vona að það verði í lagi með hann. Annars eru nokkrir búnir að bjóðast til að hjálpa okkur að flytja, ætli maður verði ekki að þiggja það bara! ;)

Hanna vinkona er víst á Salou eins og er, Ásta fer svo fljótlega út, líka til Spánar! Ég sit bara og læt mig dreyma um siglingu um Karabíska hafið, kannski maður fari að safna fyrir einni slíkri. Gæti mögulega farið út 2010!! Reyndar er stefnan að fara með Álfrúnu og Örnu til USA eða Ítalíu á næsta ári, tilefnið er aldarfjórðungsafmælið. Sjáum til hvað setur!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ekkert setja út á kommentakerfið!! Það virkar fínt, ekki alltaf að detta út eins og hitt!!! Já, eitthvað krassandi segiru, Forest Whitaker og Julia Stiles voru í 200 m fjarlægð frá heimilinu mínu í allan gærdag!!! Er á bömmer að hafa ekki vitað þetta fyrr, hefði sko farið og kríað út eina mynd eða svo, ég dýrka Forest... hann er æði. Já, en ég var nú búin að segja þér þetta. Jæja, við fáum lyklana að íbúðinni á mánudag, en jú, ég var líka búin að segja þér það! Ég er bara svo ókrassandi að það er ekki fyndið! Langar þig kannski að vita að ég er að fara til læknis á föstudaginn, það er í sambandi við það að ég lít út eins og eiturlyfjasjúklingur á handleggjunum! Þetta var nú soldið krassandi. Ég ætla að íhuga málin aðeins og blogga kannski eitthvað meira um önnur krassandi málefni :P

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Eftir u.þ.b. tvær klukkustundir mun ég fara í 10 daga sumarfrí!!! Veit ekki hvað ég á af mér að gera!! Jú hvaða vitleysa, veit sko alveg hvað ég ætla að gera, slappa af og lesa The Da Vinci Code sem Álfrún var svo sæt að gefa mér í afmælisgjöf.

Næstu mánaðarmót munu stórir hlutir gerast í lífi mínu! Ég er að reyna flug úr hreiðrinu í fyrsta sinn fyrir alvöru!! Hlakka ekkert smá til, enda löngu þreytt á að geta ekki skipt skoðun í herberginu sem ég hef aðsetur í og að búa í ferðatösku. Ég og Anna erum að fara leigja saman íbúð í miðbænum, það verður gaman að sjá hvernig það gengur!! Eitthvað verður innbúið fátæklegt fyrst um sinn, en um leið og það batnar fer ég að bjóða fólki í heimsókn! Ef þið vitið um gefins eða frekar ódýran sófa, eldhúsborð og stóla þá megiði endilega hafa samband!

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Úff hvað mér er heitt, klukkan er 7 að morgni og ég er að kafna hérna! Allar viftur í gangi, opið út og samt er alveg steik hérna inni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta verður í dag! Skammast mín hálfpartinn fyrir mína ætlun að sofa í allan dag! Í dag gerast stórir hlutir í lífi mínu, segi ykkur frá því seinna. Veit ekki hvort ég á að vera spennt eða kvíðin! Hlakka bara til að ljúka þessu af og komast upp í rúm! Vona að yfirmaðurinn mæti í dag svo ég geti fengið að vita hvort ég sé að fara í sumarfrí á sunnudag eður ei! Það væri nú aldeilis fínt að geta sagst hafa tekið ágætt sumarfrí í ágúst svona til tilbreytingar.

Það virðast allir vera á leiðinni til útlanda eða í útlöndum!! Hanna og Ásta á leið til Spánar, Kalli í Englandi, Þóra fer út í haust, Sigrún nýkomin.... ósanngjarnt!! Mig langar út! :(

laugardagur, ágúst 07, 2004

Anna systir er svo frábær! Hún rak augun í The Goonies á Dvd í Bónus!!!

föstudagur, ágúst 06, 2004



Ég fór á The Village í gær, get ekki sagt að ég hafi verið fyrir vonbrigðum. Allar myndir M. Night Shyamalan hafa staðið undir væntingum hingað til! Myndin var reyndar öðruvísi en ég hafði búist við, ekki eins ógnvekjandi en alveg stórgóð! Það er ekki hægt að segja mikið frá henni, en hún heldur áhuganum út myndina og þið verðið að fara með opnu hugarfari á hana án þess að gera ykkur neinar væntingar! Það er hvorki hægt að kalla hana spennumynd né hryllingsmynd. Æi, fariði bara á hana, hún er vel þess virði!

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Ég gerði eitt í gær sem ég hef ekki gert áður, ég fór í bæinn og keypti mér 3 skópör!! Reyndar fékk ég eitt parið í afmælisgjöf frá pabba en ég hef aldrei átt svona marga skó eins og nú! Keypti mér götuskó, sandala og svo strigaskó. Nú get ég hent öllum mínum druslum, ætla þó að halda eftir klossunum mínum og betri skónum! Það mætti halda að ég væri komin með skó fetish eins og Símon minn! Símon lét sko ekki stúlkurnar í friði, var allan tímann að sniffa af fótunum þeirra eða skónum! Hélt ég hefði alið hann betur upp!

Ég var með saumaklúbb í gær, Herfurnar mínar komu í kaffi. Það var rosafínt, hef ekki haldið saumaklúbb í áraraðir, það var kominn tími til!! Reyndar voru umræðurnar ekki til að ýta undir matarlistina, get bara sagt að við höfum farið hringinn! Verst að Helga komst ekki, en hún var hálf slöpp heima eftir veikindin en annars var mætingin góð. Nú verður ekkert annað en kökur í matinn á Skúló, bakaði allt of mikið, þyrfti að halda annað boð til að klára þetta! Veit að mamma hefur verið að fara í heimsókn til ættingja með afganga, híhí!

24 and counting! Átti alveg frábæran afmælisdag! Fór heim af vaktinni, svaf eitthvað frameftir. Þegar ég vaknaði biðu mín dýrindisafmælisterta og fullt af gjöfum!! Þær höfðu farið og keypt dönsku brúðartertuna í Kaffi Konditori Københagen, rosalega góð! Þær eru alveg klikkaðar þessar mæðgur, ég fékk hvorki meira né minna en digital myndavél og rúmföt frá þeim! Við grilluðum fjallalamb um kvöldið og tókum videó og höfðum það næs! Tókum Cheaper by the Dozen og svo The Eye, sú fyrri var mjög góð, hló mikið af henni en táraðist einnig, var örugglega að gráta frekar út af aldrinum mínum heldur en myndinni. En já, Augað, sú mynd var soldið spúký! Mæli með henni fyrir þá sem nenna að horfa á "útlenskar" myndir (hún er kínversk) og hrollvekjuaðdáendur. Mér varð alveg um og ó, gat ekki sofnað lengi vel á eftir. Myndin fjallar um stelpu sem hefur verið blind frá barnæsku en fær síðan sjónina eftir hornhimnuígræðslu, málið er að með sjónina fylgja sýnir, hún sér dauðann og dautt fólk í kringum sig. Fín mynd alveg, en óhugnaleg!

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Þá er dagurinn runninn upp, 1. Ágúst 2004! Hann byrjaði bara all vel. Góð vakt í gangi, Anna og Mamma komu með brauðtertu svo ég gæti boðið samstarfsmönnunum upp á eitthvað í tilefni dagsins. Fékk líka eitt slúðurblað til að stytta mér stundirnar, eins og það yrði eitthvað rólegt að gera um verslunarmannahelgina! Hlakka núna bara til að setjast upp í heitan leigubílinn og komast heim að sofa!!