Aldan

föstudagur, febrúar 22, 2008

Eurovision!

Ég er spennt, eru þið spennt?? Ég er mjöög spennt :)

Ok smá ýkjur, en ég er samt spennt!

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

London

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið indælasta ferð og vel heppnuð í flesta staði. Hótelið var gífurlega flott og á sjálfan valentínusardaginn fékk maður hjartalagaðar sápur á koddana :) Ég veit ég á þarna úti nokkrar harðkjarna feminista vinkonur en mér er sama, þetta var sætt! Þær (sápurnar) náðu líka að dempa vonbrigðin þegar ég kíkti út um gluggann og sá að útsýnið mitt náði rétt yfir bílastæðið, 18 hæða hótel og ég var sett á 3 hæð. Ef ég hallaði mér nógu langt út um gluggann þá gat ég séð glitta í Hyde Park til hliðar, ég sætti mig við þetta þar til ég sá útsýni samstarfskonu minnar af 8 hæð og náði út að London Eye og Swiss turninum. En jæja.. ég var nær lobbýinu, mun líklegri til að lifa af stórbruna.

Á meðan samferðafélagar mínir helltu í sig í Leifsstöð átti ég í vandræðum með að halda mér vakandi, var búin að vaka alla nóttina vegna smá erfiðleika sem ég lenti í kvöldinu áður (ætlaði upp í rúm um 22, en það gekk ekki eftir). Ég vildi nýta daginn og því hélt ég mér vakandi eins lengi og ég gat. Rölti aðeins um Hyde Park og yfir að Oxford stræti. Um átta leytið gat ég ekki meir, eftir 30 tíma vöku þurfti ég 12 tíma svefn, hefði þó getað sofið lengur! Vá hvað það var gott, koddarnir þeir bestu sem ég hef legið á og rúmið svo djúsí.... yndislegt alveg. Fara svo í sturtuna og fá heitt handklæði til að þurrka sér á og baðslopp til að umvefja sig! Eru þið að ná þessu?? YNDISLEGT!!

Föstudagurinn fór aðallega í að endurnýja kynni mín við neðarjarðarlestarkerfið. Ég byrjaði þó á því að finna pósthús, Michael átti afmæli og ég hafði keypt íslenskt konfekt handa honum sem þurfti að komast til skila. Eftir að hafa fengið ágætis leiðbeiningar frá móttökustjóranum þá hélt ég af stað í leiðangur. Fljótlega fannst mér hverfið vera orðið ansi kunnuglegt, fór svo inn í eina hverfisverslunina til að kaupa kort, var þetta þá ekki nema sama verslun og við notuðum til að kaupa nauðsynjar eins og vatn og áfengi hérna forðum daga í "Menningarferðinni" góðu. Ég hélt aðeins lengra og var þá komin að Pride of Paddington og Casínóinu góða. Ég vissi ekki að við hefðum verið svo nálægt miðbænum, við tókum alltaf lestir og vorum (að mér fannst) lengi á leiðinni.

Oxford street, Kínahverfið, Soho... Hanna, ég fór inn í búðina þína ;) og tók meira að segja myndir fyrir þig af henni til minningar! Hætti mér ekki mjög langt frá aðalæðinni en þetta tók langan tíma og ég varð að lokum að fórna Breska safninu fyrir röltið, ekkert gaman að þurfa að flýta sér í gegnum söfn. Picassó sýningin okkar Jesúbarnsins á spíttinu kenndi mér það ;) Fer bara næst ;)

Ég kíkti á London Eye og Big Ben sem voru uppljómuð í myrkrinu, rölti að Buckingham höll. Var ein á ferli, klukkan níu eða tíu á föstudagskvöldi og engir verðir sjáanlegir. Komst svo heil heim á hótel þar sem ég dundaði mér við að flakka á milli sjónvarpsstöðva og undirbúa næsta dag langt fram á nótt.

Á laugardeginum kíkti Næturvaktin plús maki á Tower of London, alvöru Beefeater fylgdi okkur um svæðið. Þetta var hin skemmtilegasta upplifun, hann var stórskemmtilegur og húmorinn að drepa hann.. Ég sé núna eftir að hafa ekki tekið betur eftir nafninu hans, því það ég hefði örugglega flett honum upp og addað honum á feisbúkk.. hann sagðist vera með síðu!! Það var líka gaman að fá að sjá krúnudjásnin, reyndar var "the Star of Africa" reyndar ekki eins stór og ég hafði ímyndað mér (en hvenær eru hlutirnir nokkurn tímann þannig ;) )

Eftir allt labbið var haldið á Oxford stræti aftur, fundum þar krá á einhverri hliðargötu og fengum okkur í gogginn. Um kvöldið var svo árshátíðin góða, stórglæsileg eins og allt annað í þessari ferð. Skemmtilegir borðfélagar. Hvítvínið ljómandi gott, skemmtiatriðin til fyrirmyndar. Björgvin Franz sá um að stjórna þessum herlegheitum. Eftir að dagskránni lauk, hófst smá ball og fólk þaut annarsvegar út á dansgólfið eða niður í bæ til að leita af meira fjöri. Ég var auðvitað prúð stelpa, fór upp á herbergi á miðnætti. Laumaði mér hinsvegar niður aftur, vel dúðuð og fór í smá göngutúr um hverfið. Andaði að mér Lundúnarloftinu (menguninni?) og leið ótrúlega vel á eftir..

Fólkið sem mætti í rútuna kl 9, var ekki upp á marga fiska. Ekki heldur þeir sem mættu tuttugu mínútum seinna... á miðri leið var svo gerð dauðaleit af lausum poka þar sem einn ferðafélaginn var kominn á ystu nöf með að .. já :) þið vitið...

En ekkert slúður og engan skandal... sorry :) kannski næst!

Myndirnar eru á Facebook...

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Mikki minn!



*Bætt inn*
Af gefnu tilefni! Nei, hann er ekki dauður! Sprell lifandi og er að leika sér að harðfisknum sínum. Bara sæt mynd.. biðst afsökunar ef einhver hefur haldið annað!

London og fleira

Það má með sanni segja að gærdagurinn hafi verið dagur góðra frétta. Reyndar fékk ég svo sem engar sjálf en fólkið í kringum mig gerði það og ég samgleðst þeim innilega. Ég, fékk hinsvegar bólu, það eru ekki góðar fréttir enda er árshátíðin sjálf aðeins nokkra daga í burtu. Það gerir samt víst ekkert til, ég mun borga deitinu til að standa á sama um hana.

Árshátíðin verður haldin í Lundúnum, örugglega til að gera okkur starfsfólkinu kleyft að sletta úr klaufunum án þess að gera mikinn skandal í borginni á vegum fyrirtækisins. Ég er sátt, flott hótel og flott staðsetning í einni af uppáhaldsborgunum mínum, getur ekki verið betra. Eða jú, það hefði verið voða gaman að rekast á Flugmanninn sem var í London síðustu helgi, já eða Jesúbarnið sem verður þarnæstu helgi, já eða bara hana systur mína sem ætlaði að koma og hitta mig og fara með mig í leikhús en neinei, hún verður á Íslandi takk fyrir. Ég lifi þetta af, þó svo að Camden Markaðurinn hafi brunnið, ég sem var búin að hlakka svo til!! Ég verð örugglega upp á herbergi með fjarstýringuna á sjónvarpinu þar sem spáð er rigningu, það er líka fínt, hverjum líkar ekki rigning. Mér finnst rigningin góð!

Annað í fréttum og ég veit ekki hvernig ég kom mér í þetta en svo virðist sem ég sé ein af höfuðpaurum (get ég verið paur?) í skipulagningu bekkjarmóts! Ég sem ætlaði ekki einu sinni að mæta á slíkt, hvað þá plana. En svona er lífið óvænt, árgangur '80 úr Fellaskóla mun hittast á Kaffi Reykjavík í apríl og gera sér glaðan dag, tala um hversu langt við höfum náð í lífinu og skoða gamlar myndir meðan við hlustum á tónlist frá árunum 1986-1996! Fjör fjör..

Ég get státað mig af því að vera einhleyp, barnslaus, bíllaus (svona þannig lagað), gráðulaus og bara allslaus... JEY! :) djössins vesen að ég skuli hafa komið mér í þetta... spurning hvort maður fari ekki að leita að einstæðum feðrum til leigu sem og kaupa sér eina gráðu á netinu, ég hef enn tíma!!

Þar til næst :)

laugardagur, febrúar 09, 2008

Að kryfja til dauða!

Ég hef, á undanförnum árum, átt það til að kryfja allt sem snýr að mér (og oft ansi meira en það). Ég pæli svoleiðis í hlutunum fram og til baka að það er ekki fyndið. Reyni að lesa í allt og ekkert, auðvitað vil ég fá útkomu sem er mér í hag eða mér líkar við svo ég á það stundum til að beygja og brengla hlutina eða mikla þá fyrir mér alveg þangað til mér tekst að láta heiminn snúast um mig og ekkert annað. Það er ekkert verra en þegar manneskja gerir þetta. Ég er alltaf að reka mig á það að oftar en ekki (oftast hreinlega) þá snúast viðkomandi hlutir bara ekki rassgat um mig. Vinkona mín sem var svo hrikalega fúl við mig, var svo ekkert fúl við mig heldur var hún nýbúin að rífast við ástvin og var þess vegna ekkert í spjallstuði og svona fram eftir götum. Ég tek það nærri mér þegar vinir vilja ekki kaupa mig á "feisbúkk", ástæðan er aldrei að þeir hafi ekki "efni" á mér neinei... þeir vilja mig bara ekki!!

Jæja, ok smá ýkjur hér en þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. En svo ég komi mér að málefninu, ég var að lesa svolítið merkilega bók fyrir ekki svo löngu síðan, ástarsögu þó ekki rauða. Bókin var ekki merkileg fyrir þá sök að vera ástarsaga heldur fyrir að opna augu mín fyrir þessum hlut...

"Það er ekki hægt að kryfja neinn hlut án þess drepa hann í leiðinni!"

Þetta, og einungis þetta fékk mig til að galopna augun. Auðvitað vissi ég alltaf að ég ætti ekki að vera að þessu, ég væri að "lesa" of mikið í hlutina. En að ég gæti "drepið" eitthvað með þessu, það hafði ég ekki látið mér detta í hug fyrr. Og þetta er svo satt, hvort sem það á við um sambönd, samtöl eða eitthvað annað. Það er ekkert sem lifir af... maður á ekki að rýna svona rosalega í hlutina.

Ég er ekki að segja að ég sé hætt þessu, en ég er að segja að ég geri mér mun betur grein fyrir því hvað ég á í hættu á að "missa" ef ég held áfram að kryfja allt til dauða :)

Auðvitað væri lífið leiðinlegt ef allir hlutir væru augljósir, og aldrei væri neitt sem kæmi á óvart.. en það er líka leiðinlegt að sitja í "myrkrinu". Hægt er að kveikja á lampa hér og þar án þess að þurfa að kveikja á öllum loftljósunum. Óvissa getur verið svo skemmtileg og svo spennandi. Eins og á aðfangadag, þar til maður er búinn að opna pakkana, þá er þetta ekkert spennandi lengur, öll tilhlökkun horfin.

Allt kemur í ljós að lokum, hættum að kryfja :)

sunnudagur, febrúar 03, 2008

88% John Edwards
88% Barack Obama
87% Hillary Clinton
80% Chris Dodd
79% Bill Richardson
78% Mike Gravel
77% Dennis Kucinich
75% Joe Biden
46% Rudy Giuliani
35% John McCain
31% Tom Tancredo
30% Mitt Romney
29% Mike Huckabee
18% Ron Paul
18% Fred Thompson

2008 Presidential Candidate Matching Quiz