Aldan

fimmtudagur, mars 01, 2007

Það er víst kominn tími til að plana sumarfríið, mér finnst það alltof snemmt.... ég veit ekkert hvað mig langar að gera í sumar, hvort ég eigi að taka eitt langt frí eða nokkur stutt.... hvað á ég að gera, hvert á ég að fara? Ég er alveg ráðþrota. Núna heillar það mig að fara kannski eitthvað í sólina, en svo hangir draumurinn um þessa blessaðu Bandaríkjaferð mína í mér... Auðvitað á maður bara að vera heima og safna pening, kannski leyfir maður sér sumarbústaðarferð... æ veit ekki.. ég er frekar fyrir svona spontaneous ferðir en eitthvað sem planað er marga mánuði fram í tímann, ég nýt þeirra miklu betur :) Maður hefur ekki tíma til að gera sér væntingar, helst vil ég bara hoppa upp í flugvél og sjá hvert hún ákveður að fara með mig!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home