Aldan

laugardagur, mars 10, 2007

Andskotans!!

Ég er ekki enn komin í gott skap og þarf að blogga AFTUR, því ég hef ekki tíma á morgun! Reyndar er ég á mörkunum að vera í hræðilegu skapi og afskaplega góðu, ótrúlegt hvað línan er þunn þarna á milli, ég hlýt að vera manísk! Já, eða bara geðveik! Ég held það sé skemmtilegra, líka ágætis afsökun fyrir að haga sér undarlega og ég á mínar stundir, eins og núna! Það þarf mikið til að fara ekki að hlæja eins og vitleysingur núna.... mig langar bara til að halla höfðinu aftur og taka geðveikan nornahlátur.... eina sem aftrar því eru strákarnir sem sitja hér í kringum mig... þeir halda nú þegar að ég sé skrýtin.

Við Alla tókum okkur saman og ætluðum að vera með litla veislu hérna þar sem Hrönn heiðurssnúra er að hætta, keyptum osta og köku og læti... svo er hún bara ekkert að vinna!! ;) En við látum það svo sem ekkert aftra okkur í að njóta veitinganna. Kannski verður eitthvað afgangs á morgun fyrir þig Hrönn mín!

Já og sko, veislan var henni til heiðurs! Við vorum ekki að fagna því að hún væri að hætta! Vildi bara hafa þetta á hreinu! Þín verður sárt saknað héðan!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home