Aldan

fimmtudagur, júní 29, 2006

Ragnar Ágúst


Hver er sætastur :)


Hér er lítill prakkari á ferð!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Helgin

Ég fékk einn reffilegan herramann í heimsókn í dag! Arna og Ragnar Ágúst ákváðu að kíkja smá á okkur og kisurnar ;) tíminn er svo fljótur að líða... guttinn er orðinn næstum 8 mánaða, algjört kvennagull hehe! Set myndir fljótlega inn á netið, aumingja Símon varð nokkrum hárunum færri en Ragnari fannst voða gaman að rífa í hann, Símon kippti sér samt furðulega lítið upp við það, gekk bara í burtu!
Annars verð ég nú aðeins að tjá mig um helgina... snilldarhelgi! Á föstudeginum fór ég til Ellen og Söru, við sátum þar í góðu tómi allt kvöldið og spjölluðum um heima og geima og spiluðum svo Buzz... fékk maccaroni and cheese í fyrsta skipti... labbaði svo heim um 4 leytið, veðrið var æðislegt! Á laugardaginn var svo útskrift hjá Hönnu Lillý, skvísan var að útskrifast sem lögfræðingur! Veislan var alveg hreint glæsileg, var pínku (einhver myndi segja ROSA) stressuð í byrjun en um leið og ég var komin í comfort zonið mitt þá gekk allt miklu betur hehe... við fórum svo um 1 leytið til Hönnu í eftirpartý, þar helltum við í okkur hinum ýmsu veigum! Eftir að hafa hitað okkur upp fórum við í bæinn, eftir að hafa kíkt á nokkra staði fékk Garðar þá snilldarhugmynd að skella okkur á ónefnt hótel nálægt miðbænum, þarf fengum við lúxus þjónustu, barinn opnaður og svo vorum við keyrð heim af starfsmanni... hrein snilld! Verð að endurtaka leikinn aftur seinna hehe ;) Ég ætla ekkert að minnast á sunnudaginn, hann er bestur gleymdur og grafinn!

miðvikudagur, júní 21, 2006

Sumarsólstöður!!!

Já krakkar... það er komið að því!! Eftir kvöldið í kvöld byrjar að skyggja aftur og það fer að líða að uppáhaldsárstímanum mínum sem hefst 1. Ágúst og lýkur 1. Janúar! Já, ég veit það eru 5 heilir mánuðir.. who cares.. það er dimmt á kvöldin. Ég vona að þið hafið eitthvað skemmtilegt planað í kvöld... ég stefni á kósý kvöld með smá útiveru! Auður í kvöld, Álfrún á fimmtudag, Ellen og Sara á föstudag, Hanna á laugardag!!! Torneró, Torneróoooooo!!!!

Tornero, tornero
La mia vita ti daro
Tornerai, tornerai
Mia per sempre tu sarai.

Ekki í fyrsta sinn sem Rúmenía kemur með gott danslag í Eurovision.. maður ætti kannski að fara skoða Rúmenska vinsældarlistann!

Síðasta færsla var 17. júní og ég minntist ekki orði á Þjóðhátíðardaginn! Ef til vill er ástæðan sú að hann fór eiginlega algjörlega framhjá mér... ég svaf til þrjú, fór og sótti Prins og fór með hann í smá göngutúr því pabbi var í Tyrklandi og aumingja hundurinn þurfti að dúsa í viku á hóteli! Svo sá ég útundan mér að Bónus var opinn þarna nálægt og ákvað að skella mér í smá búðarferð að kaupa nauðsynjavörur, því miður var ég ekki nógu snjöll að átta mig á því nógu tímanlega að það var verið að opna þessa verslun og því voru biðraðirnar þvílíkt langar... ég lét mig samt hafa það að bíða. Svo var vinna um kvöldið, meira að segja rólegt að gera miðað við helgi, hvað þá Þjóðhátíðardaginn sjálfan! Engin hátíðarhöld hjá mér, nema ég fagnaði þegar deginum lauk! :O)

Tvær og hálf vika í Noreg... þetta líður allt of fljótt... ekki einu sinni reyna að spyrja mig hvernig gengur með ritgerðina! Annars var dagurinn í dag frekar ánægjulegur! Við Jesúbarnið fórum í bíó og út að borða... ég hló svo mikið yfir matarborðinu að aumingja fólkinu í kring hefur örugglega ekki staðið á sama... tvær hágrátandi með snýtuklúta og rennandi maskara.... ekki fögur sjón!!

Síðasta vaktin í bili, síðasta vaktin með Hebulíus sem er að flytja austur :( Við Snúrurnar erum að deyja út!!!!

laugardagur, júní 17, 2006

Komin heim!

Fríið er búið og mín er mætt aftur í vinnu. Ekki fékk ég marga sólardaga, reyndar rigndi alla dagana, það gleymdist að panta sólina!!! En þrátt fyrir bleytuna hafði ég það bara þrælfínt, litla fjölskyldan skrapp í bústað í viku, strákarnir voru settir á hótel, allir í fríi! Skemmtileg tilviljun réði því að Ollý snúra leigði bústaðinn við hliðina á okkur! Ellen og Sara komu í heimsókn og voru yfir nótt, við fórum í smá roadtrip og kíktum á Snæfellsjökul, litum inn á Hellissand og Ólafsvík, ég leit inn til Kalla á Bifröst og ekki má gleyma því að mér var haldið nauðugri í Singstar í nokkra klukkustundir þegar ég hætti mér inn til Ollýar og co. :OP
Pottur, grill, svefn.. þetta var æðislegt!

sunnudagur, júní 04, 2006

Sumarfrí

Næstum 12 daga frí hefst núna eftir 8 mínútur!!! Jesúbarnið er lent!!! Það bíða mín ófáir karlmenn heima í sjónvarpskassanum.. spurning hvern ég veiti þann heiður að hljóta áheyrn mína og áhorf!!! Simon Baker eða Josh Lucas.. who is it going to be???

Ciao

Breakthrough!!

Það er allt að skýrast í kollinum, ég er viss um að ferð mín á hárgreiðslustofuna á föstudag hafi haft þessi áhrif, einhver efni hafa komist út í blóðið! Efi undanfarinna mánuða horfinn og bara allt á hreinu. Ég er komin með grind að ritgerðinni, búin að ákveða stefnu næstu mánaða ef ekki ára, margar ákvarðanir teknar á stuttum tíma, þetta líkar mér! Eins og ég segi, þetta reddast! Ég reddaði mér meira að segja fríi á mánudag, kom aukavaktinni yfir á aðra :) Húsgögnin hafa fengið samastað! Sumarfrí eftir 15 klst!!

föstudagur, júní 02, 2006

Insomnia

Ég gleymdi að segja frá því að ég fékk einkunnir í hendurnar fyrir þó nokkru.. reyndar bara mjög stuttu eftir drauminn minn... gekk svona ljómandi vel líka!! En annað sem ég fékk upp í hendurnar voru frægu póstkortin fjögur frá Jesúbarninu!! Á þessum póstkortum tókst Auði að móðga tvo páfa, dverga, fólk með staurfætur og munnhörpuleikara svo eitthvað sé nefnt.. klúra myndin af djásnum páfanna var einstaklega smekkleg!! En nóg um það... ég ætla að tjá mig aðeins um svefnleysi, það sökkar! Ég hef ekki vanist þessu, yfirleitt gat ég sofið næstum hvar sem er og hvenær sem er.. en undanfarið þá hef ég átt í erfiðleikum með að festa svefn! Ef ég svo næ að sofna, þá hrekk ég yfirleitt upp 2-3 tímum seinna, þetta er óþolandi! :(
Annars er nóg að gera þessa dagana... búin að vera útrétta mikið og hafa áhyggjur af ritgerðinni og búslóðinni sem var í geymslu en það virðist vera birta til yfir þessu öllu saman... þetta reddast, segjum það bara!

Tarotklúbbur eftir helgi, innrás til Kalla og sumarfrí!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Komin í aukavinnu fyrsta frídaginn minn :( I don't like where this is heading!!