Aldan

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Life is good!!

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Ég er bara næstum því flutt... eftir hádegi á morgun þá verður næstum því ekkert eftir í íbúðinni, bara eftir að þrífa hana!! Ég hlakka svo til! Fæ auðvitað ekkert að sofa fyrr en það er búið að flytja öll húsgögnin.... en ég fæ mér góðan lúr þá!!! Við Anna erum búnar að rosalega duglegar!! Erum búnar að vera tvær að flytja næstum allt okkar hafurtask!! Hefur líka tekið 3 daga!! Ákváðum að gera þetta svona í stað þess að fá bíl, gátum gert þetta á okkar hraða og þá fara ekki kassarnir á flakk hingað og þangað!

Þessi vika er búin að vera geðveiki!!

Asparfell
Eitthvað sel
Aðalland
Barónsstígur
Hamraborg
Ásland
Bjarg
Breiðabólstaður
Iðufell
Skeljagrandi
Breiðabólstaður
Iðufell
Breiðabólstaður
Iðufell
Nýlendugata
Bergþórugata
Fannafold
Grensásvegur
Jakasel
Fannafold
Yrsufell
Fannafold
Skúlagata
Skólavörðustígur
Núverandi addressa

Já... þetta er svona nokkurn veginn ferðasagan mín!! Þetta verður þá líklega (ef ég hef talið rétt) í 25 skiptið sem ég flyt! Og það á 25. aldursárinu mínu!! Tel þau skipti sem ég hef flutt allt mitt dót með á milli staða!! Ég ætti að vera orðin sérfræðingur!!

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ekki sýna tennurnar ef þú getur ekki bitið!!!

alt_tag
You chose green eyes.
You are a very fun person to be around. You
appreciate all the little things in life, even
if it's something like a soft pillow, or a
certain tree. You can also see the good in
people too, and like them for it. You have many
dreams, and you want to fullfill them all
before you die. You are also mysterious, and
secretive, and guys/girls are attracted to you
for it.


The Eye color personality test
brought to you by Quizilla

August,
Loves to joke. Attractive. Suave and caring. Brave
and fearless.Firm and has leadership qualities.
Knows how to console others. Too generous and
egoistic. Takes high pride of oneself. Thirsty
for praises. Extraordinary spirit. Easily
angered. Angry when provoked. Easily jealous.
Observant. Careful and cautious. Thinks
quickly. Independent thoughts. Loves to lead
and to be led. Loves to dream. Talented in the
arts, music and defense. Sensitive but not
petty. Poor resistance against illnesses.
Learns to relax. Hasty and trusty. Romantic.
Loving and caring. Loves to make friends


What does your birth month reveal about you? (read memo)
brought to you by Quizilla

ARGGGGGG
Ég er pirruð....
þarf að komast í sturtu.. og klippingu....
fá smá frí...

Skólinn er bara alveg að skella á.. bara 2 vikur... þá verður maður að byrja að velja fög fyrir alvöru.. eins og er eru bara 9 fög sem koma til greina :( !
Flutningur er handan við hornið.. við skilum íbúðinni í lok mánaðarins..
Bíllinn er enn í viðgerð... 2 vikur komnar morgun... þetta verkstæði er ekki að standa sig!! Tala betur um það þegar ég er komin með bílinn í hendurnar!!

Could it be.. is aunt Rose visiting?

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Í dag gerist vonandi ýmislegt..

Við fáum líklega að vita hversu margar miljónir kostar að gera við bílinn (þetta gæti allt eins verið miljónir!!!)
Kannski fáum við að vita með íbúðina
Kannski vinnum við í happadrættinu eða víkingalottóinu.. eða bara bæðum því bæði er betra!

Krossleggið fingurnar með mér!!

mánudagur, ágúst 08, 2005

Já.. varðandi fyrri færslu

Íris virðist skemmta sér vel í útlandinu! ;)
Ollý drukknaði ekki í Eyjum!!
Mikki var ekki búinn að taka morgunkastið sitt.. en ég sofnaði samt strax!
Dirty Dancing var inni í Videóheimum.. þurfti að hringja á 4 leigur til að finna hana.. en svo átti ég hana bara sjálf.. þurfti ekki á leigunni að halda!!!
Hef ekki séð Fríðu en hugsa að hún hafi nú komist heil heim!!
Hef ekkert heyrt í Hrönn og Gerði en Veiga og Auddan skemmtu sér vel á Akureyri!
Krípý gæinn hringdi ekki aftur frá Ísrael!
Það var EKKI sól alla vikuna :(

Ég mátti alveg vera vonglöð!!

Já... þá er maður orðinn 25 ára!! Aldarfjórðungsgömul... úff...

Átti alveg frábæra viku!! Eyddi afmælisdegisdeginum í faðmi fjölskyldunnar.. svaf meiri hluta dagsins af mér... enda nýkomin af 13 daga vinnutörn. Við grilluðum helgarsteik og horfðum á videó.. voða kósý bara!! Mamma og Anna eru alltaf jafn klikkaðar... það var greinilega ekki nóg að hafa gefið mér "stóra" fyrirframgjöf í apríl.. heldur gáfu þær mér líka tvíbreiða sæng og sængurföt og svo tíma hjá honum Hermundi Rósinkranz!!!

Á þriðjudag fór ég svo í mat til ömmu og afa... alltaf gaman hjá þeim! Um kvöldið kom svo Tarothópurinn til mín... mínus Íris sem er að spóka sig á Ítalíu!! Alltaf fjör þegar Auddan og Hjöddan eru til staðar!

Á miðvikudag horfðum við Anna loksins á lokaþættina af Lost (Íris, þetta tók bara 2 mánuði!!!), svo pökkuðum við niður videóspólum með hjálp Lilju sem kom í smá heimsókn!

Á fimmtudag fór ég til hans Hermundar... æji.. veit ekki... var ekkert alltof spennt... hann er enginn spámiðill.. góður talnaspekingur en enginn spámiðill.. ekki að mínu mati.. er örugglega of krítísk á þetta!
Um kvöldið komu svo Fellógellurnar til mín!! Horfðum á Dirty Dancing og fengum okkur Eldsmiðjupizzu.... bara rólegt og næs...

Á föstudag hélt mín sko síðan smá afmælis- og útflutningspartý... síðustu fóru heim um hálf fjögur... svaka stuð.. singstar og alles!! Ég þakka bara kærlega fyrir mig!! :)

Á laugardag var gerð heiðarleg tilraun til að keyra norður... en eitthvað kom fyrir bílinn í göngunum... hann hefur fengið panic kast og við ætluðum varla að komast upp brekkuna... kannski var það Michael Jackson sem fór með hann... en alla vega, við snerum við eftir stutt stopp á Akranesi, það var ekki þorandi að halda áfram! Aumingja Anna missti af brúðkaupi og dansleik fyrir vikið :(
En í staðinn áttum við alveg ágætt kvöld bara heima...

Sunnudagurinn fór í það að moka út úr geymslunni og svo raða inn í hana aftur! Útkoman var einn og hálfur bíll sem fór í Sorpu (hálfur enn á leiðinni) og svo 7 svartir pokar af fötum sem fara annað!! Geymslan er næstum tóm!! Svo var það Menngó hittingur á Café Paris... allt of langt síðan síðast! Og svo var ég mætt í vinnu kl 22...

Næstu dagar fara í sorteringu, vinnu og próflestur... ekki beint eitthvað til að hlakka til en svona er víst lífið...!!

Back to life.. back to reality...

mánudagur, ágúst 01, 2005

Þrettándi dagurinn í þessari vaktatörn er að ljúka! Get ekki beðið eftir að skríða upp í rúm!!! Vikufrí framundan... gleði gleði!! Ágætis endir á þessu brjálæði, fengum að panta mat í vinnunna og svoleiðis og erum á þokkalegu álagi ;) vegur upp á móti hinu álaginu!!

Ég vona að Íris skemmti sér nú vel í útlandinu!
Ég vona að Ollý sé ekki drukknuð í Eyjum!!!
Ég vona að Mikki verði búin að taka morgunkastið sitt þegar ég loksins kemst heim svo ég geti nú sofnað strax!
Ég vona að Dirty Dancing verði inni á leigunni á fimmtudaginn!
Ég vona að Fríða, Lalli og krílið komist heil heim frá London!
Ég vona að Hrönn og Gerður skemmti sér vel á Ísó og Veiga og Audibet á Akureyri!
Ég vona að krípý kallinn frá Ísrael hætti nú að hringja !!
Ég vona það verði sól alla næstu viku!!!

Ég er vonglöð!