Aldan

þriðjudagur, mars 06, 2007

Ég hringdi um daginn í Birting og var að segja upp áskrift að Vikunni, ég gleymi því alltaf að í lok svona símtals spyrja þær um ástæður þess að verið sé að segja áskriftinni upp. Ég var eitthvað að flýta mér svo ég hreitti í dömuna að ég hefði bara ekki tíma til að lesa blaðið, ??? Auðvitað hefði ég átt að taka mér smá stund og láta vita af hinum raunverulegu ástæðum fyrir uppsögninni. Nú í fyrsta lagi er tímaritið bara fjandi leiðinlegt, það áhugaverðasta er stjörnuspáin og lukkudagurinn. Sömu sögurnar eru sagðar aftur og aftur og sama alltaf sömu tvær forsíðurnar, önnur "Grenntist um fjöldamörg kíló á skömmum tíma", hin "einstæð móðir með langveikt barn" eða álíka. Auðvitað á fólk erfitt og gott er að ræða um hlutina, en aftur og aftur og aftur og aftur... það gengur ekki. Eina ástæðan fyrir að ég gerðist áskrifandi var sú að ég hafði áhuga að fá gjafakortið í Ræktina og svo kökublaðið sem fylgdi frítt með! En jæja... syrgjum það ekki, þetta er búið mál. Ég gæti reyndar hringt í þær til baka og sagt að þetta sé fokkings leiðinlegt blað en ég tími ekki að eyða mínútunum í það!

Málarinn kom í morgun og áætluðu 2 og hálfur klukkustundirnar urðu að 5, svo á að steypa okkur inn á morgun.... alltaf fjör hérna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home