Aldan

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Þá styttist í það.. próf og slátur! Á morgun... fer í próf til klukkan sjö takk fyrir og strax þar á eftir í innvolsin... reyndar mun ég ekki leggja þau mér til munns.. einungis horfa á þau og gretta mig! Frétti að það ætti að hafa graut bara fyrir mig! ;) Annars var fjölgun í fjölskyldunni í gær! Símón eða Símon eins og við kjósum að kalla hann.. númer 2 er nú orðinn virkur fjölskyldumeðlimur og sannaði það með því að kyssa múttu á nebbatrýnið þegar hann kom í gær! Símon sem er skýrður í höfuðið á Tímoni (og Púmba) er gulbröndóttur kettlingur sem er frændi Sófus heitins! Algjört krútt.. svaf uppi í hjá mér í nótt, systir mín þurfti reyndar að bjarga honum úr flækju fóta minna... á meðan hraut ég eins og prinsessan á bauninni gerði í leikritinu forðum daga! Svo í morgun þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan 8 lá hann bak við mig og ég rúllaði mér yfir hann til þess að slökkva á henni.. vona að það sé í lagi með hann.... til að vera örugg um að vera sátt tók ég hann í fangið á mér og sofnaði aftur... næst vaknaði ég klukkan 9 þegar hann var eitthvað að narta í mig! Var hálf fegin því ég þurfti að mæta í skólann til að skila Ellu afbrotafræðibókunum, sendi henni sms og fékk þær fréttir að hún væri nú bara heima.. notaði svo tímann til að reyna að klára að lesa þær.. það gekk ekki sem fyrri daginn en hún var svo mikill gæðingur að lána mér þær aðeins lengur!

Það kemst enginn inn á síðuna!! HVurslags slóðaskapur er þetta eiginlega!

mánudagur, nóvember 25, 2002

Nú er sá tími ársins kominn þegar maður finnur þessa einstöku þörf að skipuleggja sjálfan sig, ég gekk svo langt að seinast þegar fór á bókasafnið þá tók ég bókina Organising Your Life. Í fyrstu leit hún voða spennandi út, er í svona stíl eins og Idiot Guide bækurnar sem ég hef rosalega gaman af (skrýtið??) en svo fór ég að fletta í gegnum hana og þetta er aðallega fyrir einhverja stórlaxa. Verið að kenna þeim hvernig þú átt að vera betri yfirmaður og eitthvað kjaftæði sem ég hef enga þörf með. Svo er sagt að þú eigir að hafa á öllum stundum á þér einhvers konar fílófax en það mætti nú frekar kalla það fílafax, maður á að troða svo miklu í það. Sorry Stína en það bara kemst ekki mikið meira fyrir í handtöskuna mína eins og er, hún myndi fara á saumunum!! Svo var verið að gefa dæmi um það hvernig þú átt að gera svona tímaplan og fylla það út fyrir ALLT sem þú gerir

05:00 fór á klósettið (2 mín)
05.02 rak hnéð í stofuborðið á leiðinni til baka í rúmið (2sek)
06.50 slökkti á vekjaraklukkunni (1 mín)
07.05 missti tannkremstúbuna ofan í klósettið (1sek)

08.00 mætti í skólann
08.12 talaði við Unu á ganginum (12 mín)
09.00 dottaði (7 mín)

ÉG meina HVer nennir að gera þetta? og svo átti að telja saman tímann sem fór til spillis eða nýttist illa og vinna að því að laga hann. En Halló það fara svona 3 klst að skrifa þetta allt! Góð hugmynd samt sem áður... þarf ekki að vera svo ýkt!

Djöh... þá missi ég af jólaglögginu í vinnunni!

Okay.. hjúkket.. gat lagað þetta....
Mætti náttla ekki í skólann í dag en góði punkturinn á tilverunni er að af þessum 2 fögum var annað ekki kennt og ég þurfti ekki að mæta í hitt! :) Þumlar upp! Frí á morgun... svaka lúxus.. nú get ég ekki sofið út því það er of mikið að gera fyrir skólann.. ég hefði frekar mætt í skólann!
Var að fatta að á miðvikudaginn á ég 5 mánaða og 3 vikna bloggaraafmæli! Ég tek við gjöfum og kortum á föstudaginn á Íslendingakvöldinu í húsi Þjóðverja í Garðabæ frá 19-22 :)

hvað gerði ég núna??

Var að lesa nýtt blogg.... hugsa karlmenn svona í alvörunni?? Rétt upp hendi sem vill segja okkur frá bólunum á pungnum!! Ég þarf ælufötu við hliðina á mér þegar ég les þetta! En þá er aftur spurning: afhverju er ég að lesa þetta á annað borð. Jú hún Beta boring eins einn vinur kallaði hana linkaði yfir á síðuna og maður stenst ekki að mátið að skoða það sem fræga fólkinu finnst gaman að! DAMN yOU semi-famous people!

Það sem þarf að gera:

Skrifa 2 ritgerðir
Læra undir 3 próf þar af 2 lokapróf
taka til fyrir jólin
kaupa afganginn af jólagjöfunum
skrifa jólakort.

Það sem ég er búin með af þessu:
Skrifa jólakort

Ég er svo stolt af mér ;)


Ehemm.. jújú.. okídókí... flott handjárn!




*looks at the current world's population* You must have a lot of frustration then.


What pisses you off?

Created by ptocheia

16 komin og ég man ekki hverjum fleiri ég þarf að senda!!! Fjandinn... jæja er hvort sem er komin með krampa í hendina! 55mínútur eftir jibbý.. þá er bara spurning hvort maður mæti í skólann?

Hversu fáránlegt er það að vera Ei-ríks dóttir og búa á Kóngs-bakka???? LOL :) Það er eitthvað misræmi í þessu... talið við páfann!!
Ég kenni svefnleysi um!!! Búin með 7 :) Bara svona 20 eftir

Klukkan er tíu mínútur í fimm á mánudagsmorgni og ég sit hér og skrifa jólakort!!! Hversu aumt er það!

Eftir tvo akið svo :)

Gerðist leynilögga í nótt.. lögreglan bað mig að elta bíl þar sem ökumaður var grunaður um að vera ölvaður!! Ég held ég hafi verið samt of nálægt honum.... þarf að pússa upp sjerlokk húfuna og æfa mig smá! Hvað er fólk að pæla að keyra drukkið........ ég ætti kannski ekkert að vera að dæma einn eða neinn en fólkið var svo greinilega undir áhrifum að það var ekki fyndið! Eftir Einn Ei Aki Neinn!!!!

Hvað meinar löggan með að handtaka Ástþór.. hann er nú svo mikill bangsi, vantaði bara athygli.... samt gott að hann gerði þetta fyrir jólin annars hefði hann misst af öllum jólamatnum!

Já.. alveg rétt.. þessar 2 klst í Walmart voru svona ógnvekjandi því að það var svo mikið pakk þarna inni! Samferðakona mín var veik í ferðinni og eyddu löngum tíma í að næla sér í æluslettur inn á baðherbergi meðan ég var ein inni í búðinni. Í sakleysi var ég að skoða einhverjar vörur þegar einn æpir yfir sig: ef ég kemst ekki út fljótlega byrja ég að skjóta á fólk! Vinur hans var svona latínó gaur með hárnet yfir hárinu svona eins og í öllum fangelsis og gettó myndunum! Svo stóð maður náttúrulega úr með risastóra kerru og vörurnar flæðandi úr henni... gangarnir voru sumir hverjir langir og hálf skuggsýnt þar og fámennt! Hjartað sló örar, maður er eitthvað svo berskjaldaður svona úti í alheiminum!

Ég var að lesa sunnudagsmoggann, sá þar bréf til morgunblaðsins frá 14 ára gamalli stúlku sem er að mótmæla því hvað heyrnarlausir eru fréttaskertir! Gott hjá henni, mér finnst þetta alveg rétt en ég tel samt það muni nú vera erfitt að texta allan fréttatímann...... en það mætti nú alveg lengja táknmálsfréttirnar fyrir þau! Hvað var ég eiginlega að gera þegar ég var 14? Jú alveg rétt Take That tímabilið..... LOL

laugardagur, nóvember 23, 2002


What kind of porno would you star in?

brought to you by Quizilla

Anna Nicole ShoW!!! Við ættum að safna undirskriftarlista og afhenda skjá 1!!! Þetta er alveg stórskemmtilegur þáttur... .hún er reyndar sú ömurlegasta mannvera sem ég hef séð.... og óþolandi og pirrandi en ég bara gat ekki slitið mig frá þættinum... hún hefur sömu áhrif á mig og Marylin Manson! VErð að horFa! Hún er óeðlilega heimsk... klaufsk og óþolandi (verða að segja það aftur) mannvera... vorkenni stráknum hennar mikið. Lögfræðingur hennar er Frábær.. sætur.. skemmtilegur.. ríkur... þó að hann sé virtur lögfræðingur er hann að klæða sig upp eins og Drakúla og djammar með henni og gerir sig að fífli eins og ekkert sé! Hann er þvílíkt góður við hana...... hmmmmmm hann er örugglega allt of ungur fyrir hana.. bara rétt um 30!
Ég sá líka The Weakest Link! Dáldið spennó! Eitthvað annað en Viltu Vinna Mikið! Þurfum að fá eina svoleiðis til að lífga aðeins upp á þáttinn!

föstudagur, nóvember 22, 2002

Þá er komið að því! Stundin sem þið hafið verið að bíða eftir...... Ferðasagan mikla!

Á Miðvikudeginum 6 nóvember fengum við vinkonurnar þá flugu í höfuðið að við ættum kannski bara að skella okkur til Bandaríkjanna!

DAGUR 1
Á Fimmtudegi þann 7 nóvember kl 14.00 förum við í Kringluna og pöntum flugfarið, kl 17.00 erum við komnar í loftið! Ég hélt að þetta væri barasta ekki hægt... þær voru 2 sem voru að aðstoða okkur, ég held að önnur hafi fengið áfall þegar hún vissi að þetta væri í dag og þurfti aðra til að hjálpa sér vegna streitunnar.... fyrsta hótelið var ekki með laust svo þær settu okkur á annað hótel, fengu svar strax um að það væri laust! Flugið gekk vel, The Bourne Identidy var mynd kvöldsins og svo voru sýndir þættir með Frasier og Björk! Fengum Lasagna, fyrsti bitinn var viðbjóður en svo varð þetta bara hinn besti matur, allavega besti flugvélamaturinn sem ég hef smakkað til þessa! Fengum meira að segja að ráða hvort við vildum kjúlla eða lasagnað.. og við ekki einu sinni á 1. farrými! Útsýnið á leiðinni var æðislegt... sá Grænland og náði góðri mynd af einhverjum dalnum, sá Kanada og svo loksins sá ég fyrirheitna landið, landið sem ég hef beðið eftir að sjá í 14 ár eða meira.. alveg síðan ég man eftir mér! Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum, það besta af öllu var að vegna umferðar á flugvellinum þurftum við að hringsóla í 15 mínútur áður en við lentum, borgin ætlaði engan endi að taka, ljós út um allt. Bílljós allstaðar, það var greinilegt hvar aðalumferðarþunginn var en þetta var stórfengleg sýn, að sjá þetta svona í ljósaskiptunum. Nú veit ég afhverju þetta er kallað the Great lakes district, þúsundir vatna allt í kring. Flugvöllurinn var bara í borginni, fékk svona Kaupmannahafnartilfinningu þegar við lentum. Það hefði þurft traktor til að afbeygla brosið á vörunum þegar ég gekk út úr flugvélinni. Þegar maður var loksins kominn inn í landið var ég yfirheyrð, á fyrsta stoppinu var ég spurð afhverju ég væri komin til landsins og hvað ég yrði lengi, hvort ég hafði komið áður. Þar þurfti ég einnig að afhenda 2 ritgerðum sem við vorum látnar fylla út á leiðinni, spurningar eins og: áttu við andlega erfiðleika að stríða, hefurðu notað eða verið í návist búfjárs! Hvernig ætli bóndum gangi að komast inn í landið, eru þeir settir í sóttkví?? Ég þurfti að gefa upp Rétta addressu sem ég hefði á meðan dvölinni stæði, nr á vegabréfinu og alls konar upplýsingar. Var samt fegin að það var ekki líka spurt um háralit, ég nefnilega man hann ekki lengur! Á stoppustöð tvö vorum við svo spurðar hvort við værum með eitthvað matarkyns, þeir sem sögðu já voru teknir eitthvað afsíðis, mér leið eins og ég væri í herbúðum nasista og þeir sem voru teknir í burtu yrðu líflátnir í gasklefum! Samt var annar maður en Hitler mér efst í huga og nei það varst ekki þú Kalli! Næstum því en ekki alveg, það var hann Osama Bin Laden hvorki meira né minna. Ég verð að segja að það óhugnalegt að vera í Tvíburaborgunum og svona nálægt 11. degi mánaðarins! Ég hafði svona Creepy tilfinningu allan tímann, ég er haldið svaka fóbíu gagnvart hryðjuverkum (hver er ekki með það?) ok.... svona tengdi ég hlutina saman, tvíburaborgirnar=tvíburaturnarnir, 11 sept= 11 nóv., mikill fjöldi af fólki í turnunum = mikill fjöldi af fólki í Mall of America (þar sem ég eyddi mestum tíma). Vikuna áður hafði verið varað við yfirvofandi árásum (VVV)

Svo ég fari aftur inn á flugbrautina eftir að hafa komist heil út úr þessum spurningalistum og aftökum þá héldum við að við værum nú sloppnar við allt vesen! Eftir endalausa rúllustiga komust við svo á planið þar sem hótelskuttlurnar sækja farþegana, það er einhvers konar vél/sími sem við eigum að finna hótelið okkar á og hringja svo í það en því miður fyrir okkur hafði gleymst að setja akkurat okkar hótel inn í kerfið þegar það var uppfært síðast (sem við fréttum seinna) og við vorum ekki með símanúmer né smápeninga til að hringja!! Við hljótum að hafa verið svona aumingjalegar á svipinn því að það var einhver lítill kall sem var að reyna að hjálpa okkur en gafst upp á okkur svo við enduðum á því að verða lausar á því og tókum leigubíl, svaka kaggi sem við fengum, hvítur og fjólublár og hreyfði sig eins og bumpararnir í öllum rapparmyndböndunum, hoppaði! Dræverinn var svartur (þetta eru ekki fordómar), við vissum náttúrulega ekkert hvert við vorum að fara, hann hefði þessvegna getað keyrt í hringi og svo út í sveit og drepið okkur! Við komust þó að lokum á hótelið og það fyrsta sem blasir við okkur er Thomas í afgreiðslunni (hann er svo mikið krútt, algjör hommi). Hann virtist hálf óöruggar, var alltaf að biðjast afsökunar á öllu (yeah we're sorry about that, I'm sorry about that, Sorry) Minnti mig dáldið á mig. Hann hefði beðið afsökunar á veðrinu ef ég hefði kvartað undan því! En hann gerði lífið litríkara á hótelinu, puttabrotinn og allt! Loksins komust við upp á herbergið, verð að segja að ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með það. Það var búið að segja okkur að þetta væri nýuppgert hótel á besta stað í bænum, aðeins 6 mínútur frá Mallinu! Þetta var svo nýuppgert að það var enn verið að gera það upp!!! Og greinilega ekki komið að herberginu okkar sem var svona í 10 mínútna göngufæri við lobbyið! Besta stað í bænum, jú jú alveg við hliðina á hraðbrautinni, enginn rútustöð né verslanir nálægt og korters keyrsla í Mallið! :) Flugleiðir er alveg að standa fyrir sínu! En það var þó bætt upp fyrir þetta með frábæru starfsfólki, karlmennirnir voru svo myndarlegir og sætir í sér!!! Ég hugsa að ég myndi alveg vilja fara þarna aftur! Holiday inn rúlar alveg! Eða svona næstum, við lentum í smá veseni með sjónvarpið og herbergisþernan (hann) var hálf feiminn og skildi alltaf eftir tómu vatnsflöskurnar sem við vorum búnar að stafla í tonnatali á borðið. Klósettið var hálf asnalegt, eða sko baðkerið réttara sagt, það var illa þrifið og gult af ofnotkun! Klósettskálin sjálf var reyndar hálffurðuleg líka... ekki eins og ég hef vanist... skálin sjálf er breið og er hálffull af vatni sem er hálf asnalegt og óhentugt eins og samferðakona mín komst að þegar hún ældi þegar lengra var liðið á ferðina og ælan slettist á buxnaskálmarnar á henni! Jæja.. þá er klósettumræðan úr söguna.. gott að koma þessu frá sér ;) Okay, en núna er ég enn að tala um fimmtudagskvöldið, við rétt náðum að henda töskunum inn í herbergið og koma okkur niður áður en næsta skuttla fór af stað í Mallið, sannir íslendingar láta ekki 9-10 tíma ferðalag á sig fá og halda strax út að versla! Það fyrsta sem við sjáum í Mallinu eru nokkrir svartir einstaklingar eins og úr Spike Lee kvikmynd með gullkeðjurnar á fullu, brækurnar á hælunum og hendurnar uppí í loftið, nú vissi ég fyrir víst að ég væri í USA! Reyndar keyptum við ekki neitt í þessari ferð, við fórum og fengum okkur að borða og litum í kringum staðinn sem yrði okkar annað heimili næstu 4 dagana! Dauðþreyttar drösluðu við okkur upp á hótelið og vorum sofnaðar fyrir tólf að staðartíma!

DAGUR 2
Ég var komin á fætur um 8, fór í sturtu og kveikti á sjónvarpinu (lúmskuleg aðferð til að vekja upp nærstadda). Kl 10 fór fyrsta skuttlan í Mallið, stelpna skátahópur frá Kansas ásamt mæðrunum fyllt skuttluna og þröngt var á þingi! Þær hliðruðu þó til og settust hver ofan á aðra svo að allir myndu fá sæti! Mér leið alveg eins og Dorothy ef þið vitið hvað ég á við, fyrir utan að ég var í bláum skóm! Við röltum um kringluna alveg ringlaðar yfir stærðinni, það er sagt að ef þú eyðir 10 mínútum í hverri búð þá þyrftir þú að minnsta kosti 86 klst að komast í gegnum þær allar! Þetta flæmi er á næstum því fullum 4 hæðum, vatnaveröld í kjallaranum og smá hluti af 4 hæðinni er bíóið! Það er heilt tívolí í miðjunni með öllu tilheyrandi, rússíbana, vatnsrússíbana, parísarhjóli og fleiri tugi annara tækja! Um 12 leytið ákváðum við svo að fara í vatnaveröldina, þetta var ýkt flott... maður stóð á færibandi sem færði mann undir tankinum og gerði mann sjóveikan! Ég tók eftir því að ákafi minn var svipaður og hjá krakkanum sem var við hliðina á mér á færibandinu, hann var 6 ára! Fyrst var allt dökkt.. maður áttaði sig ekki strax á umhverfinu... ekki að það væri gler líka fyrir ofan mann, samferðakonu minni brá illilega þegar hún var eitthvað að kíkja upp og sá Hákarl stefna beint á sig.... höndin á henni ryktist til og var næstum búin að kýla krakkann (smá ýking í gangi til að gera þetta dramatískara)! Hákarlar, fiskar stórir og smáir, álar og risaskjaldbökur, það var frábært að sjá þetta svona í návígi! Hápunkturinn var þó þegar ég sá einn hákarlinn opna skoltinn í sér og tennurnar hoppuðu (veit ekki hvað það er kallað) ég skríkti af ánægu! Nóg um það... þegar hér er komið við sögu er ein okkar orðin mjög veik... við tökum leigubíl aftur á hótelið.... lentum þá í leigubílstjóra frá Helvíti! Eða Cancun...hann var allavega frá mjög heitum stað, svona latínó.. minnti mig á einhvern úr Santa Barbara! Við förum upp í bílinn og það fyrsta sem hann segir við okkur er: passið ykkur á slöngunni minni.. hún er þarna einhversstaðar aftur í! Ekkert mál segjum við og lítum hvor á aðra, svo rennur bíllinn af stað og það heyrist svakalega hátt CLICK!!! hann er búinn að læsa okkur inni í bílnum (þeir gera þetta víst alltaf úti.. höfðum bara ekki tekið eftir þessu áður. Svo spyr hann okkur hvort við höfum farið í einhverjar Scary Rides?? Ég segi: ekki þar til nú.. hann er ógeðslega spúký þessi gaur! Þá fer hann að leika sér að því að snarstoppa bílinn.. gerir þetta nokkrum sinnum.. segir svo núna hafið þið gert það og hlær ógeðslega Creepy! (ÉG vil biðjast afsökunar á orðaslettunum sem ég nota, skammast mín fyrir þær.....) Hann er að spjalla á fullu við okkur og við byrjum að slaka á aftur... hann er keyra í rétta átt, það er ljós punktur, svo er hann að spyrja hvaðan við séum! Eftirfarandi er samtalið við hann. Við (V), Hann (H) V= Jú frá Íslandi, H= Hvar er það? V= þarna nálægt Grænlandi, H= hvar er það? V= þarna fyrir norðan milli Noregs og Grænlands, H= hvar er Noregur? Svona gengur samtalið alveg þangað til hann segist vera að fíflast í okkur... svo kemur á daginn að hann veit fullt um landið og þjóðina... meira að segja að við erum með rafmagn þótt við höfum reynt að ljúga öðru upp á hann! Allt í einu segir hann svo: passaðu höndina, ég sé að slangan er að koma þarna upp á bak við ykkur!!!! Þvílíkt panik sem þetta orsakaði... hvar hvar segjum við og lítum út um allt..... hvergi sést slangan..... Hún sást aldrei! Hefur örugglega bara verið meira djók hjá honum....... Hann spyr svo þessara sígildu spurninga... I hear you Icelandic Girls put out and drink much.. is that true... .og eitthvað álíka klassískt! Að lokum er þó ferðin búin og við komust á hótelið án þess að verða mikið meint af!
Við tölum við Rob í afgreiðslunni og spyrjum hann hvort hann eigi verkjatöflur handa okkur... hann er voða sætur og dópar okkur upp! Ég fer samt fljótlega aftur með skutlunni aftur til baka í Mallið... kem heim með fulla poka af drasli og við pöntum Room Service! Þar sem veitingahús hótelsins er frægt fyrir pizzurnar sínar var ekki um annað að ræða en að skella sér á eina MEATY pizzu..... svo var það Inside Out Sundae í eftirrétt sem við deildum og 2 vatnflöskur... þetta kostaði saman einhverja 32 dollara!!!! Pæliði í þessu verði... ásamt tippi! en jæja.. við vorum of svangar og of þreyttar til að gera neitt annað!

Sátum svo og horfðum á sjónvarpið það sem eftir var kvöldsins... þegar ég var að fara að sofa sá ég kunnuglega sýn.. jújú... myndir frá Íslandi... þetta var þáttur sem ég man ekki lengur nafnið á en hann er um einhvern mann sem ferðast á milli staða og þarf að gera þrautir á hverjum stað... akkurat í þessum þætti var hann að fara til Íslands! Fyrsta verkefnið var að kyssa ungfrú Ísland! Þetta var á svipuðum tíma og keppnin var haldin (gamall þáttur.. þegar Ragnheiður Guðnadóttir var krýnd), við verðlaunaafhendinguna fer hann upp að henni og kærastanum og spyr kærastann (hársnyrtinn) hvort hann mætti kyssa hana! Hann fékk það en það var ekki nóg... vantaði tungur og kossinn átti að vara í rúmar 3 mínútur til að hann yrði tekinn gildur, þá tók hann sig til og fór í Sílíkon þáttinn og bað fyrrverandi og núverandi ungfrúr Íslands að koma og kyssa sig! Nokkrum dögum seinna snoggaði hann einhverja Elíni (sem ég því miður man ekki hver er). Í annarri þraut átti hann að gera víkingaútför, hann fór upp á dýraspítalann í víðidal og fékk lík af ketti, setti líkið í lítinn bát og kveikti í (mjög sorglegt). Þriðja þrautin var á þá leið að hann átti að spila golf upp á jökli (hvaða fávitar finna upp á þessu?), Jón Gnarr var með honum, og hann var með riffil! Það getur ekki annað en stórslys komið úr því, Gnarrinn var ekki góð ímynd íslendinga þann dag... held örugglega að fáir úti í heimi viti að þarna er heilviti kominn.... frekar að þarna sé hálviti á ferð! Síðasta þrautin gekk út á það að skjóta hval.. vitleysingurinn fór með paintball byssu út á sjó og reyndi að koma auga á einhverjar stórvaxnar skepnur..... því miður var byltingurinn of mikill fyrir hann og hann varð að hætta keppni.... sem þýddi að hann þurfti að gera eitthvað til að bæta það upp... vitiði hvað það var.... Snogga HERRA Íslands!!!!

DAGUR 3
Allir kátir og hressir.. fórum snemma á fætur og héldum í Mallið á nýtt... versluðum og versluðum og versluðum....Mig minnir að það hafi verið þennan dag sem við fórum í bíóið.... Ghost Ship varð fyrir valinu, mikið nauðað um það! Keyptum smá nammigott og vorum komnar inn í sal löngu áður en myndin byrjaði.... sætin voru öll í sömu hæð en ýkt þægileg og góð! Rosalega var dimmt þarna inni.... líka flest fólkið! Það var gengi sem settist fyrir framan okkur og gerði okkur smá hræddar... við lifðum þó myndina af en bara svona næstum.... hún er alveg rosaleg..... kannski höfðu einhverjir aðrir þættir áhrif á það en ég mun koma með umfjöllun um myndina á hinu blogginu fljótlega!

DAGUR 4
Fórum í Best Buy, Petsmart... sumir voru eitthvað hálfslappir ... ekki hægt að gera mikið meira! Við löbbuðum þó smá um eitt hverfið í þeim tilgangi að finna hraðbanka.... fullt af hársnyrtistofum, tælensk videóleiga, bílapartasala allt í einni runu, mjög skemmtileg samsetning! Keyptum skrúfjárn sem við gátum notað sem vopn (en samt aðallega til hagnýtingar). Fór inn á bensínstöð... var ekkert smá hrædd... okay Washington og Maryland er langt í burtu en maður veit nú samt aldrei hvað getur komið fyrir.... ég sá fyrir mér grímuklædda menn ræna búðina, mig liggjandi í blóði mínu á götunni eftir skot úr bíl sem keyrði framhjá! Fann að lokum hraðbanka og þurftum svo að labba tilbaka, fórum þá í Petsmart.. sem er fyrir þá sem ekki kunna ensku dýrabúð!! Og þá er ég líka að tala um Dýrabúð! Það fyrsta sem við sáum var hundur.. og svo fleiri hundar... fólkið fer alveg með dýrin sín inn í búðina og akkurat þegar við kíktum inn var hundaskóli í gangi... svona 20 hundar og eigendur sem sátu á afmörkuðusvæði í hring og allir gátu horft á! Svo var svona Adoption Center í búðinni og æðislegir kettlingar þar.... eðlur... froskar... svona alvöru gæludýrabúð eins og út í Svíþjóð! Jæja.. við hringdum loksins á leigubíl, það er náttla einn svartur sem keyrir...... við keyptum svona stöng með blárri fjöður á endanum sem bílstjórinn varð svo hrifinn af (hefur örugglega haldið að við ætluðum að nota þetta við kynlífsiðkun eða eitthvað álíka) og fór að tala um að þetta væri örugglega strútsfjöður á endanum og fór að segja okkur sögur af því þegar hann hefði séð alvöru Strút í Eþíópíu!! Jæja.. svo fór hann að tjatta við okkur hvaðan við værum.. hvað við hétum.... voða hrifinn eitthvað.. svo lét hann okkur hafa gsm-númerið sitt og sagði okkur að hringja í sig þegar við værum búnar að versla (skutlaði okkur í Walmart). 2 ógnvekjandi klukkustundum síðan * (skýri seinna) stöndum við fyrir utan búðina með kerru fulla af pokum og það fyrsta sem við sjáum eru bílljós sem blikka okkur... þá hefur hann Abdi verið að bíða eftir okkur alveg heillengi (það var komið upp í 30 dollara á mælinum áður en hann restartaði honum) við urðum ekkert smá hræddar! Hvað var í gangi.. ætlaði hann að ræna okkur! Taka okkur upp í og afhausa okkur og senda kjötið til hungraðra ættingja í Eþíópíu... við ákváðum þó að fara upp í bílinn... maður verður nú að lifa lífinu til fulls ef maður ætlar nú á annað borð að lifa því! Hann var þvílíkt hress og kammó og mundi nöfnin okkar og endurtók þau í sífellu og sagðist þurfa að leita okkur upp ef hann kæmi einhvern tímann til Íslands.... við bara jánkuðum! Svo fór hann að tala um hvort við drykkjum og hvort við ætluðum ekki að halda partý um kvöldið.. hvort við myndum ekki bjóða honum... jújú sagði ég og jú bring þö búz! svo ætlaði hann að fylgja okkur upp á hótelherbergi.. við afþökkuðum pent og tókum við varningnum okkar og þökkuðum hinum heilaga fyrir að hafa sloppið lifandi frá þessu!
Um kvöldið borðuðum við á Grænu Myllunni á hótelinu.. mjög fínt.. fékk mér lasagna (það sló samt ekki flugvélalasagnanu út), kíktum á barinn og svo upp á herbergi!

Þetta er orðið nógu langt í bili! takk fyrir og góða nótt!

mánudagur, nóvember 18, 2002

ÉG er alveg hræðilegur bloggari þessa dagana... eins og hann Kalli segist vera... en ég er alveg svakalega bissý.. mig langaði bara að segja að ég er ekki búin að gleyma ykkur en aftur á móti er ég orðin allt of sein í saumaklúbb!!! Ég skrifa langa færslu í vikunni!!! Loforð, ég er að vinna næstu helgi þannig það verður líklega þá!

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Jæja.. þá er maður kominn heim frá Amríkunni! Það var ekki fræðilegur möguleiki að láta fólk vita af þessari ferð enda vissi ég það bara sjálf 3 klst fyrir brottför hvort ég myndi fara eða ekki!! Er með fullt af juicy sögum handa ykkur, leigubílsstjórinn frá helvíti, hótels homminn og fleira þið verðið bara að halda í ykkur af spenningi! Þegar ég kom til baka voru svo 150 skilaboð í háskólapóstinum til mín ... var svo ánægð þar til ég sá að þetta var allt vírusvarnardæmi.... mjög fúlt! Tók enginn eftir því að ég væri farin??? Tala við ykkur seinna... seeya!

sunnudagur, nóvember 03, 2002


Find your inner Smurf!

Ég er EKKI sammála... ok kannski stundum...