Aldan

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

London og fleira

Það má með sanni segja að gærdagurinn hafi verið dagur góðra frétta. Reyndar fékk ég svo sem engar sjálf en fólkið í kringum mig gerði það og ég samgleðst þeim innilega. Ég, fékk hinsvegar bólu, það eru ekki góðar fréttir enda er árshátíðin sjálf aðeins nokkra daga í burtu. Það gerir samt víst ekkert til, ég mun borga deitinu til að standa á sama um hana.

Árshátíðin verður haldin í Lundúnum, örugglega til að gera okkur starfsfólkinu kleyft að sletta úr klaufunum án þess að gera mikinn skandal í borginni á vegum fyrirtækisins. Ég er sátt, flott hótel og flott staðsetning í einni af uppáhaldsborgunum mínum, getur ekki verið betra. Eða jú, það hefði verið voða gaman að rekast á Flugmanninn sem var í London síðustu helgi, já eða Jesúbarnið sem verður þarnæstu helgi, já eða bara hana systur mína sem ætlaði að koma og hitta mig og fara með mig í leikhús en neinei, hún verður á Íslandi takk fyrir. Ég lifi þetta af, þó svo að Camden Markaðurinn hafi brunnið, ég sem var búin að hlakka svo til!! Ég verð örugglega upp á herbergi með fjarstýringuna á sjónvarpinu þar sem spáð er rigningu, það er líka fínt, hverjum líkar ekki rigning. Mér finnst rigningin góð!

Annað í fréttum og ég veit ekki hvernig ég kom mér í þetta en svo virðist sem ég sé ein af höfuðpaurum (get ég verið paur?) í skipulagningu bekkjarmóts! Ég sem ætlaði ekki einu sinni að mæta á slíkt, hvað þá plana. En svona er lífið óvænt, árgangur '80 úr Fellaskóla mun hittast á Kaffi Reykjavík í apríl og gera sér glaðan dag, tala um hversu langt við höfum náð í lífinu og skoða gamlar myndir meðan við hlustum á tónlist frá árunum 1986-1996! Fjör fjör..

Ég get státað mig af því að vera einhleyp, barnslaus, bíllaus (svona þannig lagað), gráðulaus og bara allslaus... JEY! :) djössins vesen að ég skuli hafa komið mér í þetta... spurning hvort maður fari ekki að leita að einstæðum feðrum til leigu sem og kaupa sér eina gráðu á netinu, ég hef enn tíma!!

Þar til næst :)

8 Comments:

  • Mér finnst það segja mikið um það hvað þið eruð orðin gömul fyrst þið ætlið að hittast á Kaffi Reykjavík :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:13 e.h.  

  • Hver veit hvar eg verd naestu helgi. Orugglega ekki islandi. Held eg fari frekar a flakk uti heim. Tu skemmtir ter bara vel i london og ferd i notting hill i stadinn! Kv. Anna panna

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:40 e.h.  

  • hahahaha góð Alda :)
    Have fun in London beib:þ
    Kv. frá Baunalandi

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:59 e.h.  

  • Ögmundur: þú ert bara vondur!! Sem betur fer verðuru alltaf einhverjum 5 árum eldri en ég ;) Það mun hugga mig í "ellinni".

    Anna: Þú ert líka bara vond! Átt að taka tillit til systur þinnar og hennar þarfa!

    Ásta Björk: Takk 'esskan :)

    By Blogger Aldan, at 4:55 e.h.  

  • OG þetta heitir víst Restaurant Reykjavík í dag... þeir gætu verið að yngja upp! Svona eins og ég er að spá í að gera!

    By Blogger Aldan, at 5:07 e.h.  

  • Alda... mundu það að Ögmundur er "eldri maður" :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:52 e.h.  

  • Ég grenjaði af hlátri þá ég sá komment Ögmundar hér að ofan. GRENJAÐI segi ég.

    Ekki þar fyrir að Kaffi Reykjavík er í daglegu tali kallað Endurvinslan - þar eð þið sem ætlið að endurfunda eruð úr fellahverfi á það kannski ljómandi vel við...

    Kv. Netverjinn

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:02 e.h.  

  • ÉG ákvað að hunsa viljandi þetta komment hér að ofan.. óþarfa skítkast.. ert bara öfundsjúkur að hafa ekki alist upp í gettóinu!

    By Blogger Aldan, at 6:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home