Aldan

þriðjudagur, maí 30, 2006

Hvernig mun ég deyja

A disgruntled coworker beats you to death with a computer keyboard.

Hrönn.. ertu ekki bara í góðu skapi í dag???

mánudagur, maí 29, 2006

Helgin var alveg stórskemmtileg! Byrjaði með óvæntu partýi á föstudag, ekki óvænt fyrir mig heldur fyrir afmælisbarnið, mjög alþjóðlegt... það voru hvorki meira né minna en 9 mismunandi þjóðarbrot sem litu þar við! Singstar dauðans... gestirnir entust lengur en gestgjafarnir, vorum ekkert á leiðinni að hætta þegar við vorum bókstaflega rekin út!! hehe... good times! Reyndar gerðist nú lítið á laugardag enda var ég komin upp í rúm um 22 leytið! Einhverra hluta vegna virðist ég vakna alltaf eftir 4 tíma svefn... óþolandi, vaki í nokkra tíma og sofna svo aftur... ekki nógu sniðugt! Á sunnudagskvöldið kíktum við Anna svo til Ingó, loksins, og fórum í bíó. Þessi lokamynd X-men myndanna var bara alveg þrælgóð, miklu betri en önnur myndin en maður verður eiginlega að sjá hana í bíó... breiðtjaldið gerir hana áhugaverðari! Já, ljómandi skemmtileg helgi alveg hreint! Í kvöld hefst svo síðasta vinnuvikan fyrir sumarfrí sem byrjar nákvæmlega á miðnætti á sunnudag!!

laugardagur, maí 27, 2006


Krúttlegu Ítalíufararnir mínir, sem by the way kommenta ALDREI! fara nú að flykkjast heim til landsins!!! Var að skoða gamlar myndir... playboybunny eyrun eru geggjuð og eru á furðulega mörgum myndum Auður... hvað er málið!! ;)

miðvikudagur, maí 24, 2006

Sumarsólstöður

Mig dreymdi áðan að ég var búin að fá einkunn úr einu fagi og þessa fínu einkunn líka. Við sjáum til hvað setur, kannski kemur inn einkunn í dag?? Ég veit ég fæ ekki eins háa og mig dreymdi, ég vona bara að ég nái þessu :P Ég þurfti samt að borga hátt verð fyrir að fá að sjá einkunnina.... vonum að það tákni ekki neitt slæmt!
Það er aðeins ein og hálf vika þar til ég fer í næstum 2 vikna sumarfrí!! Sjæse, hversu frábært er það!! Innan við mánuður þar til byrjar að skyggja aftur :) get ekki beðið, passaði mig á því að taka frí 21. júní! Nú vona ég bara að ég gleymi þessu ekki og taki aukavinnu, það væri svo sem eftir öllu! Var á Spáni í fyrra og vinna tvö árin þar á undan minnir mig! Í ár er ég að hugsa um að taka teppi og nesti og keyra út í buskann og eyða nóttinni undir beru lofti (allavega nokkrum klukkutímum)! Who's in??

þriðjudagur, maí 23, 2006

Off to a good start!

Dagurinn byrjar vel, á víst bara að vinna til hálf átta!!! Eins gott að ég kíkti á planið annars hefði ég setið hér áfram eins og álka! Gærdagurinn var ömurlegur, lægðin yfir landinu alveg að fara með mann... snjóaði og allt hvaðeina, manni langaði bara að stinga hausnum undir sæng og sofa hann af sér (ég reyndar gerði það að mestu leyti ;) ). Ég held samt að ég hafi jinxað hann með því að fá mér upphitaða nautasteik í morgunmat!! Hehehe.. það fer allt niður á við eftir svoleiðis vitleysu! Undirbúningur stóru ritgerðarinnar er hafinn.... það verður spennandi að sjá hvort mér tekst að skrifa eitthvað um efnið en mig vantar þó enn aðal heimildina, reddum því seinna! Kaffihús með menngó í kvöld, vonandi bíóferð seinna í vikunni og svo lítur helgin spennandi út enda aftur í fríi!! Hvað kemur til?? Tvær fríhelgar í röð... maður er ekki vanur þessu ;)
Ljúkum þessum með sætum draumum!

Sweet dreams are made of this
Who am I to disagree?
Travel the world and the seven seas
Everybody's looking for something

mánudagur, maí 22, 2006

:)

shi-di-ri-di-duy, shi-di-ri-di-da-na
shi-di-ri-di-duy, shi-di-ri-di-da-na

hey hey hey hey!!!

Day-na-da-na-da I’m wild ‘n’ dancing

sunnudagur, maí 21, 2006

Go FINNAR!

Þetta var sko meiriháttar! Ekki datt mér í hug að þeir myndu ná sigri og með svona miklum yfirburðum í þokkabót! Glæsilegt alveg...
Kalli ákvað að leika Lasarus aftur og við Hanna sáum fram á lítið einmanalegt tveggja manna partý í staðinn. Þetta tveggja manna partý breyttist skyndilega í þriggja manna og úr þriggja manna í fimm manna partý!! Eftir mjög skemmtilega stigagjöf fögnuðum við með Finnum, tókum svo nokkrar lotur í Buzz! Svo héldum við á Players á Eurodjamm með Regínu Ósk og Friðrik Ómar, það var hrein snilld! Ég hefði nú betur sleppt því að stappa svona fótunum í hvert sinn sem lagið Wild Dances ómaði (sem var ósjaldan), það er eitthvað sem maður lætur vera sérstaklega þegar maður er á hælum, þótt þeir hafi verið lágir. Ég er að drepast í öðrum hælnum!! Ég virðist líka hafa misst heyrn á öðru eyra eftir að hafa staðið upp við hátalarann allt kvöldið!! Vorkenni samt Nínu meira þar sem hún stóð beint fyrir framan hann og hefur líklega misst heyrn á báðum!! Ég var komin í rúmið snemma eða um fjögur, en auðvitað var það alveg týpískt að í fyrsta skipti í langan tíma litlu rassgötin ákveða að taka sér helgarfrí frá klukkan 6 uppvakningunni þá vakna ég kl 8 af sjálfsdáðum =OS !! Tveimur beyglum, einu fréttablaði, góðri verkjatöflu og slatta af vökva seinna náði ég að sofna aftur! Það var fínt! Þegar ég vaknaði var byrjað að snjóa, ókei.. reyndar ekki mikið en það voru samt snjókorn sem flugu hér um svalirnar!! Ég get ekki sagt annað en að það er langt síðan ég hef skemmt mér jafnvel og í gær ;)

laugardagur, maí 20, 2006

Táin af!

Ég er að hugsa um að lögsækja "Fyrirtækið"! Fótskemillinn skelltist um daginn á stóru tána á mér og ég er slösuð eftir það :( !! En að öðru eftir að ofninn í herberginu komst í lag þá er búið að vera ískalt hérna inni (ok.. kannski er líka smá kalt úti) mér til mikillar gleði! Nú er gott að hjúfra mig inn í sængina mína með eina góða King og Símon í fanginu ;)

Saving Me

Show me what it's like
To be the last one standing
And teach me wrong from right
And I'll show you what I can be
Say it for me
Say it to me
And I'll leave this life behind me
Say it if it's worth saving me

Mér er sama þótt öll lögin þeirra hljómi eins... röddin er flott og þetta lag er þá bara svona helv#$"$ gott! ;)
Annars veit ég hvað þetta er leiðinlegt, ég reyni að hætta þessum lagapóstum við fyrsta tækifæri...

I'm Loving Angels instead!!

Hann Robbie elskan stendur fyrir sínu, ég er samt ekki alveg að skilja hvernig þeir fengu hann til að koma aftur?? En talandi um engla.. þessir draumar mínir eru svoldið spes, í nótt voru það 3 æskuvinkonur mínar sem týndu lífi! Í sprengingu hvorki meira né minna... það er orðið hættulegt að þekkja mig! En hvað um það, það eru núna bara nokkrir örfáir eiginlega alveg engir dagar þar til Auður mín kemur frá Ítalíu, hún er í Róm núna, þessi heppna KONA! hehe.. ;)

föstudagur, maí 19, 2006

Eurovísjón my ass!

Þetta er ekki lengur Eurovision heldur Slavicvision eins og einn kunningi minn sagði fyrr í kvöld! Ég og Hannfríður sátum gapandi eftir að úrslitin urðu ljós! Við vorum ekkert hissa á því að Silvía hafði ekki komist í úrslit heldur vorum við hneykslaðar á því að Litháen og Armenía hefðu náð inn!! Þetta var bara stórfurðulegt! En svona er þetta víst... það má með sanni segja að Evrópa kemur manni sífellt á óvart. Belgía og Eistland áttu þessi sæti, það er svo! Svo finnst mér einnig skrýtið að spýtukellingin frá Tyrklandi skuli hafa komist líka í úrslit.... fólk er greinilega á sýru þegar það er að kjósa! En hvað um það... sæti Rússinn, skrímslin frá Finnlandi og Úkraína komust áfram... við sjáum hvað setur á laugardag! Silvía hefði alveg átt möguleika á að ná þarna inn ef hún hefði staðið sig vel á sviðinu, því miður gerði hún það ekki! Það var alltof mikið að gerast, hún var stressuð, of skræk, andstutt og nefmælt! Okkur gengur bara betur næst! Verst að það má ekki leggja fram Regínu lagið á næsta ári! Það hefði verið flott þarna ;)
Annars fannst mér keppnin sjálf alveg fín þótt upphafsatriðið hefði verið soldið spes! Þetta gekk allt ljómandi hratt fyrir sig og ekki sakaði að kynnirinn væri svona helv$%" flottur ;) ég var alveg búin að gleyma honum Sakis, hann virðist verða betri með aldrinum :P

Önnur svona aðeins smekklegri ;)

Sakis!!



Ég bara varð að setja þessa mynd inn af gríska kynninum!!! Hann var svo sætur í kvöld!!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Prison gates won’t open up for me
On these hands and knees I’m crawlin’

Þessi setning ómaði í hausnum á mér þegar ég vaknaði!! En talandi um Prison Break, vá hvað Michael er sætur... John Doe er nú alls ekki síðri!! mmmmm

Djúpt sokkin

Ég skráði mig á minnsirkus.is og gat þar séð viðtal við Silvíu Nótt á MTV Japan, mjög kómískt... stjórnendurnir voru alveg að fíla hana.. sérstaklega krípí kallinn sem fékk að eiga efnislitlar nærbuxur hennar (gjöf frá Romario)! Í þessu sama viðtali segir hún að Björk sé þroskaheft og segist ætla að túra Japan með Quarashi!! Check it, bye!

It figures!

Eini dagurinn sem ég ákveð að skilja yfirhöfnina eftir heima er auðvitað sá dagur sem kuldaboli ákveður að kíkja í heimsókn! Brrrrrrr

Annars ætlaði ég að fara tjá mig um fríhelgina mína! En ekki einn stafur var kominn niður um það þegar ég lét plata mig á aukavakt á sunnudag :( Ojæja... c'est la vie!

Kisulórudúkkurnar??

I know she loves you (I know she loves you)
So I understand (I understand)
I'd probably be just as crazy about you
If you were my own man
Maybe next lifetime (maybe next lifetime)
Possibly (possibly)
Until then old friend
Your secret is safe with me

Þær koma manni alveg í stuð ;) Mjaðmirnar á fullu og axlirnar og rassinn fylgja með! Það er of SNEMMT fyrir svona læti :(

Ég verð alltaf svo ánægð þegar ég man eftir og get notað orðið snapple-A í setningum ;) Það hressir upp á vaktina ;)

Þetta er nú bara ósmekklegt!

Þremur Hurðum Neðar!

There's another world inside of me
That you may never see
There're secrets in this life
That I can't hide
Somewhere in this darkness
There's a light that I can't find
Maybe it's too far away...
Or maybe I'm just blind...

....

When your education x-ray
Can not see under my skin
I won't tell you a damn thing
That I could not tell my friends
Roaming through this darkness
I'm alive but I'm alone
Part of me is fighting this
But part of me is gone

Undanfarinn mánuð hefur líklega lítið verið að gera hjá útfararstofum borgarinnar. Hvorki meira né minna en tveir líkbílar hafa setið hér fyrir útidyrunum hjá Fyrirtækinu, líklega að vonast til að aumingja Heba hrökkvi upp af vegna ofnæmis! Líklega hafa þeir sent Fyrirtækinu þennan blómvönd sem er að gera alla vitlausa vegna lyktarinnar sem hann gefur frá sér í von um betri árangur! En það er seigt í Hebunni og nú sé ég þeir hafa loksins gefist upp og haldið á brott! Halleluja!

miðvikudagur, maí 17, 2006

Igod????

Ef ykkur leiðist eða þurfið að létta á ykkar hjarta þá er hér bein lína til Guðs!

Úpsadeisí!

Ég reyndi að gera heiðarlega tilraun til þess að drepa Hrönn úr ilmvatnslykt! Hún stakk af í pásu og nú sit ég hérna ein eftir í lyktinni og er að kafna!!!! =OS

Ný Gæludýr!

Eftir "atvikið" með Loppu hefur Fyrirtækið ákveðið að fjárfesta í nýjum gæludýrum, svo að enginn verði nú útundan hafa allir starfsmenn fengið eitt eintak af þessum vængjuðu kvikindum sem eru að leggja undir sig húsnæðið! Flest halda sig nærri gluggum enda er á daginn nær ólíft hérna inni sökum hitans en á kvöldin virðast þau safnast saman í kringum næturvaktina (enda erum við svo stórskemmtilegar eða kannski lyktum við bara svona illa). Inni á baði, inni á kaffistofu, þær eru út um allt! Það er bara spurning um tíma hvenær fólk fer á stjá með "handáburðinn"!

þriðjudagur, maí 16, 2006

Þá eru öll stórafmælin að baki í bili! Þetta heppnaðist alveg stórvel að mínu mati, engin rifrildi eða slagsmál og allir komust heilir heim. Ég hef ekki enn heyrt af neinni magakveisu sem stafaði af öðru en ofáti!! Öll systkini hennar mömmu létu sjá sig sem mér finnst alveg frábært og auk þess komu nokkrir makar og börn! Þrátt fyrir þrengslin virtust allir komast fyrir, merkilegt það. Síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en um hálf tvö! Annars sendum við gömlu í allsherjar dekur á Paradís, hún var svo ánægð með daginn, á eftir að lifa á þessu lengi. Við erum allar búnar eftir síðustu tvo daga! Klukkan er þrjú og við erum allar enn í náttfötunum bara að slappa af.... aumingja Anna er dauð... Annars kemur Vikan út á morgun, það er ekki oft sem systir manns prýðir forsíðuna, viðtalið og myndirnar koma alveg stórvel út enda er hún alveg glæsileg að sjá! Hlakka til að sjá viðbrögðin ;)

sunnudagur, maí 14, 2006

Skemmtileg tilviljun!??

Í gærmorgun dreymdi mig eldgos og kviku, í gær hófst eldgos í Merapi í Indónesíu!

laugardagur, maí 13, 2006

Your love is... by ChibiMarronchan
Your name is...
Your kiss is...delicious
Your hugs are...to die for
Your eyes...light up a day
Your touch is...heart warming
Your smell is...refreshing
Your smile is...entrancing
Your love is...unique
Quiz created with MemeGen!

Eftir að próflestri lauk hef ég fundið fyrir minnkandi bloggþörf... nú er ekki eins gaman að blogga þar sem það er engin bók sem ég ætti frekar að vera lesa eða verkefni sem ég ætti frekar að vera að fara yfir!! Sömu sögu er að segja af msn, ég er búin að vera tengd næstum allan sólarhringinn, en núna er þetta orðið hversdagslegt... vantar alla spennu því ég er ekki að svindla lengur!!! :(
Hvers vegna er svona gaman að svindla? Það er aldrei að vita nema ég hressist við þegar ég byrja á stóru ritgerðinni.... það verður fljótlega!

Ég heyrði um daginn sextugan karlmann nota orðatiltækið: þetta er SNILLD! Það var mjög skrýtið!

föstudagur, maí 12, 2006

Aðeins skárri dagur í dag.. enginn vakti mig með tilkynningu um árekstur eða sjúkdómagreiningu, dagurinn fór að mestu í snatt eða schhhnattt eins og Vala segir.. þá er þetta soldið skondið orð þegar maður pælir í því. Keyrði Önnu á deitið áður en hún fór í vinnu, það virðist bara hafa gengið vel hjá forsíðustelpunni! Annars er klukkan ekki nema fjögur að morgni og það er strax orðið bjart úti :( vá hvað tíminn líður hratt! Fann loksins æðislega ilmvatnslykt, það er aldrei að vita nema maður fjárfesti í einu glasi svona í tilefni sumarsins ;) Grill á morgun, afmæli á mánudaginn... spennandi tímar! Sé ykkur!

La Tortura

Ay payita mía
Guárdate la poesía
Guárdate la alegría pa'ti

No pido que todos los días sean de sol
No pido que todos los viernes sean de fiesta
Tampoco te pido que vuelvas rogando perdón
Si lloras con los ojos secos
Y hablando de ella

Ay amor me duele tanto
Me duele tanto

Que te fueras sin decir a donde
Ay amor,
fue una tortura
perderte

Again and again and again!!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Taktu Þetta!

Var þeirra tími ekki liðinn?

Draumfarir

Já, ég gleymdi alltaf að minnast á það.. fyrir nokkrum dögum dreymdi mig að ég var í flugvél sem var nýlent eða að fara af stað, man ekki. Allavega hún var keyrð eftir brautinni og það er fólk að labba eftir henni (brautinni) og ég sé þar nokkrar fyrrverandi bekkjarsystur. Svo gerist það að tvær þeirra sogast inn í hreyfilinn, og ég sé bara skó og eitthvað koma fljúgandi út... ætli ég beri svona mikinn kala til þessara greyja að undirmeðvitundin vilji þær bara feigar?? Þetta er krípí! Ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir þetta var þetta ansi skemmtilegur draumur, Angel flaug vélinni ;)

Fyrst við erum nú að ræða um drauma.. þá verð ég að minnast á annan sem mig dreymdi á svipuðum tíma, ég var að labba á svæði þar sem var verið að rífa hús.. ég gekk undir húsið sem var verið að rífa (það var búið að rífa það þannig að þakið var það eina sem stóð eftir á helming hússins), anyways.. ég lít upp og sé gröfuna dangla í þakið og stór steypuklumpur fellur niður á mig og þið vitið restina.. það var samt ekki búið þar því þetta var eins og í Groundhog Day, því ég vaknaði (í draumnum) alltaf upp aftur og upplifði þetta aftur og aftur...!! Nú ef við reynum að greina þennan draum gætum við túlkað þetta á þann hátt að undirmeðvitundin mín er líklega að reyna að segja mér að ég læri ekki af mistökum mínum!! Geri sömu vitleysuna aftur og aftur!

Ég man í flestum tilvikum eftir draumunum mínum, ég skil ekki fólk sem segist ekki dreyma?? Dreymir þig?

One of These Days! :(

Já.. einn þessara daga! Fór seint að sofa eftir vaktina, var vakin um hádegið, var tilkynnt að það væri búið að klessa bílinn (sem betur fer var það ekki svo alvarlegt þegar málið var skoðað betur)! Sofnaði síðan seint aftur og svaf illa, kenni tvöföldu sænginni minni, aukasænginni, teppinu og fimm koddum um það hvað var heitt! Það er víst kominn tími að minnka við sig, komið sumar og svona... það er líka ekkert eins gaman að vera svona dúðaður þegar maður getur ekki galopnað gluggann vegna Mikka og Símonar! Eina glætan er hvað vaktin er stutt hjá mér, þó mér finnist nú erfiðara að vinna svona stuttar næturvaktir.... hef ekkert að gera í pásunum.. ekkert sjónvarp og lítið um sófa til að liggja í og lesa. Ég er annars byrjuð á The Talisman :) loksins.. keypti hana úti í haust.. hún er búin að bíða lengi eftir flettingu! Þrjár næturvaktir í viðbót og svo er fimmtugsafmæli handan við hornið! Good times... Anna fer á deit í kvöld.. ;) vonum að hún fái eitthvað gott í kroppinn.. hehe en hafiði annars pælt í laginu All that she wants með Ace of Base, All that she wants is another baby???? Þetta er svoldið krípí lag þegar maður pælir í því! Ég skil ekki alveg lógíkina bak við textann... en svona eru víst Svíarnir.. los locos!

Eurovision í næstu viku, það verður sko stórt kvöld hjá okkur í Menngó hvort sem Silvia kemst áfram eður ei. Eins gott að hún Nína fái sig lausa! Eurogúrúinn mun líklega vera í essinu og Eurogæran mun örugglega ekki láta sitt eftir liggja í Euro-viskunni!

Hanna mín, gæra bara því það er passar vel við gúrúinn! ;) Það eru engar aðrar ástæður fyrir þessu orðavali mínu ;) híhí

Nú er líka farið að styttast ansi ískyggilega í hana Auði mína!! Tarot- og Singstarkvöldin hafa verið í ALLTOF löngu fríi!!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Merkilegt

Þetta er fyndið!
Þetta líka!

Kannski ekki alveg sannar sögur en það er samt gaman að lesa þetta!

Buff

Það var hlegið að mér í dag þegar ég notaði orðið: buffalegur! ;)

þriðjudagur, maí 09, 2006

Sumarið er komið!!

Vá hvað þetta er yndislegt, við Heba sitjum hér í steikjandi hita með vifturnar á fullu, allir gluggar og svalahurðin opin. Lyktin og myrkrið... fuglarnir syngja úti, allt þetta minnir mig á gott sumarkvöld í Svíþjóð! Nú langar mig í göngutúr og anda að mér smá fersku lofti!!!

Við mæðgurnar voru boðnar í grill til Ellen og Söruh, Ellen átti afmæli í gær og það var verið að halda upp á það! Eftir frábæran mat og eftirrétt sem var kaka sem bar nafnið Death by Chocolate ;) horfðum við á nokkra þætti með henni Silvíu Nótt! Fín leið til að halda upp á próflok ;)

Það eru innan við 2 mánuðir þar til ég fer til Noregs!!

Hamingja Hamingja!

mánudagur, maí 08, 2006

Prófsalur dauðans!


Við erum hátt í 200 manns sem tökum próf þarna í fyrramálið!! :OS

Ég horfði á alla 8 Mile bara þvi mig langaði að sjá lokaatriðið :OS

The Ebay Song

Hefur fólk ekkert við sinn tíma að gera!! LOL
Yfir-Gribban benti mér á þetta! Gott lag... veit ekki með textann... hehehe

sunnudagur, maí 07, 2006

I'm gonna make a change, for once in my life
It's gonna feel real good, gonna make a difference
Gonna make it right...

As I, turn up the collar on my favorite winter coat
This wind is blowin' my mind
I see the kids in the street, with not enough to eat
Who am I, to be blind? Pretending not to see their needs
A summer's disregard, a broken bottle top
And a one man's soul
They follow each other on the wind ya' know
'Cause they got nowhere to go
That's why I want you to know

I'm starting with the man in the mirror
I'm asking him to change his ways
And no message could have been any clearer
If you wanna make the world a better place
(If you wanna make the world a better place)
Take a look at yourself, and then make a change
(Take a look at yourself, and then make a change)
(Na na na, na na na, na na, na nah)

I've been a victim of a selfish kind of love
It's time that I realize
That there are some with no home, not a nickel to loan
Could it be really me, pretending that they're not alone?

A willow deeply scarred, somebody's broken heart
And a washed-out dream
(Washed-Out dream)
They follow the pattern of the wind, ya' see
Cause they got no place to be
That's why I'm starting with me
(Starting with me!)

I'm starting with the man in the mirror

Hafiði hlustað á gömlu lögin hans Michael nýlega? T.d. á Bad albúminu þar sem hann talar í upphafi nokkurra laga, nú er það virkilega krípí að heyra þetta!! :OS En hvað um það.. góður boðskapur í þessu og það rifja upp margar gamlar og góðar minningar hvernig sem heimurinn er í dag!

Þessi er skondinn!

Kaldir peningar

Ég horfði á nokkuð merkilega mynd í gærkvöldi, það sem gerði hana svona merkilega í mínum augum er hvað hún kom mér skemmtilega á óvart! Hún var bæði spennandi og mjög húmorísk, James Marsters leikur hér aðalhlutverkið í þessari þjófamynd sem minnir mann á þessa gömlu góðu en gerist samt að því virðist í nútímanum! Spike leikur Bobby Comfort, þjóf sem hefur setið í fangelsi um helming ævi sinnar. Hann kemur sér snilldarlega úr fangelsi (takið eftir "klósettpappírnum") og reynir svona í eitt skipti að lifa lífinu "réttu" megin við lögin. Fljótlega lendir hann í slagtogi með einum og þeir fara að ræna flott hótel í New York. Hann James Marsters stendur alveg fyrir sínu, sannar það hér að hann getur leikið eitthvað annað en úrillar vampírur og er bara helv"#$ flottur án hvíta makkans ;)
Cool Money er mjög sniðug mynd! Mæli hiklaust með henni!

laugardagur, maí 06, 2006

Er Ipodinn þýddur sem tónahlaða???

Einn námumannanna vildi fá Foo Fighters tónlist inn á tónahlöðuna sína!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Próf

Prófatími er alltaf áhugaverður tími, fjöldi nemenda þjáist af prófkvíða og stressi og ef pepto-bismol fengist í verslunum hér á landi væri það líklegast uppselt frá upphafi apríl og til loka maímánaðar. Ég get ekki sagt sjálf að ég þjáist af miklum prófkvíða, þrátt fyrir það verð ég örlítið taugaveikluð eftir því sem nær dregur prófinu, maginn verður viðkvæmari fyrir og öndunin styttri, alveg þar til ég sest niður og get byrjað að svara spurningunum. Síðasta þriðjudag var ég tilbúin í slaginn, vegna framkvæmda á háskólalóðinni var ákveðið að KR. heimilið myndi fullnægja sem varaskeifa fyrir prófstofur Aðalbyggingar og Árnagarðs! Ég var ekki alveg búin að sjá fyrir mér hvernig þetta yrði en ég hélt að þessu yrði skipt einhvern veginn upp og yrði svipað og vanalega. Neinei... svo var nú aldeilis ekki, ég lagði bílnum aðeins frá og elti nokkra krakka að heimilinu, það voru engar merkingar og við gengum inn einhverja hurð og upp á aðra hæð þar sem okkur var tjáð að prófin væru niðri. Engar merkingar voru niðri en einhverjum hugkvæmdist þó að labba bakvið húsið, jújú... við löbbum svo inn í þennan stóra íþróttasal sem var undirlagður af hundruðum borða! Helmingurinn af salnum var notaður og voru stikur með númerum sem áttu að gefa til kynna mismunandi stofur. Á meðan ég starði agndofa inn í salinn heyrði ég í hátalarakerfinu þar sem konurödd var að gefa upp upplýsingar um hvernig fyrirkomulagið yrði. Ég þurfti aðeins að stíga frá og ná andanum áður en ég hélt inn í salinn, það var óþægilega löng gangan að borðunum og mér fannst ég vera komin aftur í grunnskólaleikfimina :OS kvíðinn var eftir því! Jæja.. nóg með það, ég komst að mínu borði og settist niður, hjartað sló ört og augun áttu í erfiðleikum með að ná fókus. Beint fyrir framan mig stóð kona í svaka dressi með það stór gleraugu að þau huldu næstum því allt andlitið, það var hún sem var að tala í míkrafóninn. Hjartað róaðist aðeins þegar ég sá kennarann koma hlaupandi, sætann í vesti og sportbuxum og ég náði að afhenda ritgerðina mína sem ég hélt að yrði tekin í misgripum fyrir svindlglósur og ég fengi ekki að sjá aftur. Svo byrjar prófið og ég kemst fljótlega á flug, ég lét ekki flæðandi gosflöskuna sem stelpan fyrir aftan mig opnaði koma mér úr skorðum, jafnvel þó það hefði lekið á gólfið. En svo byrjaði þrammið, eins og ég segi þá var prófið í sjálfum íþróttasalnum og það er mjög hljóðbært þarna inni og flestar yfirsetukonurnar eldri konur klæddar í sitt fínasta púss enda ekki oft sem þær komast svona út á meðal fólks, auðvitað gátu einhverjar þeirra ekki látið háhæluðu skónna liggja eftir heima í skápnum og gerðu í því að labba fram og til baka eftir ganginum milli borðanna! Um það leyti sem próftími var hálfnaður heyrðist þetta svaka suð, í nokkrar mínútur gerðist ekki neitt og ég hélt þetta hlyti að vera loftræstingin sem hefði verið sett í gang þó það væri drullukalt inni í salnum, en svo heyrist þessi svaka andardráttur og veimiltíturödd sem segir: nú er próftíminn hálfnaður. Búið, það var slökkt á! Þessi tilkynning hefur greinilega þurft mikinn undirbúning. Hún hefur örugglega verið búin að hringja í klukkuna og athuga hvort þetta væri ekki örugglega rétta sekúndan, og svo um leið og hún þorði að glopra út úr sér þessum orðum, þá hefur hún líklegast orðið svo taugaveikluð á því að heyra röddina í sjálfri sér að hún hefur slökkt á kerfinu í staðinn fyrir að endurtaka skilaboðin! Mikið var ég fegin þegar ég labbaði þaðan út, en verst af öllu: ég þarf að endurtaka leikinn næsta þriðjudag!!! :(

Óþolandi alveg hreint!

Ég ákvað að koma við í búð á leiðinni í vinnunna og fjárfesta í jarðaberjum og gulrótum! Ég var búin að japla á þremur stykkjum þegar ég lenti á einu "gölluðu", þegar ég fór svo að skoða hin betur þá sá ég að þau voru allflest frekar ólystuleg í útliti og nokkur farin að mygla!!! Ég henti þeim og tók þá upp gulræturnar.. þær voru líka álíka sjúskaðar þótt þær hafi ekki verið byrjaðar að mygla sem betur fer! Ég gleymi því alltaf að maður á ekki að kaupa ávexti í klukkubúðunum!!!!

Hvíl í friði!

Ég tók eftir því að Fyrirtækið hefur fjárfest í stórum brúsa sem á stendur: Protect, general purpose barrier cream! Brúsinn minnir mig óþægilega mikið á skordýraeitursbrúsa sem ég sá einu sinni út í búð! Þrátt fyrir að fyrir neðan nafnið sé búið að setja hvítan límmiða sem á stendur: handáburður, þá læðist að mér illur grunur að hér hafi ég fengið vísbendingu um örlög Loppu litlu!

Leitinni verður hætt og fundarlaunin verða dregin tilbaka! :(

Heba, ég samhryggist þér!!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Hreinn Dagur í Ágúst

Nei, ég meina Bjarki Hreinn, Dagur Árni og Ragnar Ágúst! Nú hafa allir "herfu"mennirnir hlotið nafn! Stórgóð nöfn í þokkabót! Ég óska mæðrunum innilega til hamingju með herramennina.

Maður gleymir seint Hreinum Degi í Ágúst ;)

Útþensla bloggheimsins!

Flugmaðurinn eins og Netverjinn kýs að kalla hann, skrifaði nokkuð merkilega færslu um fordóma um daginn. Ég mæli með að fólk gefi sér tíma og lesi þennan pistil, eins og Netverjinn segir, það er mannbætandi að lesa hann!

Þetta er merkilegt

A fascinating fact ........
On the 4th of this month, at two minutes and three seconds after
1:00 am., the time and date will be

01:02:03 04/05/06.
That will never ever happen again in our lifetime.
You may now return to your life.


Ef við skráum dagsetninguna skv. alþjóðlegum stöðlum kemur röðin 06-05-04-03-02-01 um tveim tímum síðar.

mánudagur, maí 01, 2006

Sófavesen!

Ég var vakin í gær eftir 3 tíma svefn til að bera sófa! Ekki það skemmtilegasta í heimi, hvernig stendur eiginlega á öllum þessum sófaburði! Aumingja Eyþór og Ingó fengu nú nóg af því á sínum tíma að bera stóra sófabjálknið mitt milli íbúða! hehe...
Good times... eða hitt þó! Já, við erum komnar með nýjan, gamlan sófa... hann er ágætur.. tekur miklu minna pláss en það ameríska... næst er stefnan þó tekin á alvöru sjónvarpssófa, hvenær sem það verður!

Það er ekkert nema hrein illska að vera að senda þetta á fólk sem er í próflestri! Hehehe!