Aldan

miðvikudagur, mars 07, 2007

Að líða vel í eigin skinni

Hvað þýðir það eiginlega? Ég hef líka heyrt frasann: grow into yourself. Margir tala um að eftir því sem árin verða fleiri að þeim líði alltaf betur og betur í eigin líkama. Ég er ekki frá því að þetta sé satt, ég tók eftir því bara núna í kvöld að ég er hætt að líta "framhjá" mér í speglinum eins og ég gerði alltaf. Ég er auðvitað ekki að segja að ég sé neitt sérstaklega sátt við það sem ég sé eða að mér líði aldrei óþægilega, en ætli ég sé ekki farin að sætta mig við að "þetta" er það sem ég hef og úr þessu hef ég að vinna. Maður er hættur að láta sig dreyma um töfralausnir og meðöl sem gætu breytt öllu á skömmum tíma. Ég er líka hætt að óska að ég líktist hinum og þessum, væri með svona varir og hinsegin augnsvip. Ég vil bara líkjast sjálfri mér og vera sátt við það!

Takk fyrir!

4 Comments:

  • Amen fyrir því !!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:06 f.h.  

  • Veit nkl hvað þú ert að tala um.

    Sérfræðingarnir segja að það sé BANNAÐ að miða sig við e-rja ákveðna aðila (oft þekkta). Mar á það til að gleyma því að þegar mar skoðar forsíður glanstímaritana, að það er búið að fixa þær svo mikið.

    Ef kona er nægila sjálfsörugg þá er hún flott.

    hannapanna

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:30 f.h.  

  • hæhæ Alda mín, komin tími til að commenta hjá þér frétti að sumir haldi detail dagbók yfir það hverjir koma inn á síðuna og frá hvaða landi en commenta ekki svo það er frekar erfitt að fela sig þar sem maður er ekki alveg staddur á klakanum;)
    Allavega skemmti mér mjög vel yfir pistlunum þínum, mátt ekki hætta þó svo áskoruninni ljúki:)
    Áfram Alda
    kv. fra Árósum

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:38 e.h.  

  • Ja bara vera sattur vid sig...tydir ekkert annad. Vildi samt vera med staerri brjost og vellagadann rass...og ...laet tad duga :P Anna

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home