Aldan

laugardagur, mars 17, 2007

Nóttin

....var erfið! Fyrri hluta nætur eyddi ég í lestar/rútu ferð í Íran, ég og samferðamaður minn tókum vitlausa rútu og ferðuðumst í marga tíma í vitlausa átt. Svo var vandinn að koma sér aftur til baka. Seinni hluta nætur eyddi ég hinsvegar með Leonardo Dicaprio eða Lanardo Caprini eins og einn fjölskyldumeðlimur minn kallar hann alltaf.

Það er alltaf gaman að stúdera drauma og kveikjuna þarna að baki. Fyrir tveimur dögum las ég grein í blaði um teboð í Teheran og svo sá ég auglýsingu um nýju Mister Bean myndina í gær sem sýndi mörg atriði í lest, líklega hefur það verið kveikjan að fyrri draumnum. En markmið draumsins fólst í að leysa flækju sem ég stend fyrir akkurat í þessu augnabliki. Ástæðan fyrir seinni, nú ég var að horfa á the Departed í gær ;) og Leo var flottur!

Ég er þreytt eftir nóttina, ferðalagið var erfitt! Sé ykkur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home