Næturvaktir
Á svona löngum næturvöktum er gott að hafa skemmtilegt "samferðarfólk", ég hef auðvitað verið hyggin og valið mér ágæta vini með þetta í huga: geta þeir skemmt mér á löngum næturvöktum? Nú við höfum jollý Ollý, sem tekur einstaka næturvaktir en er næturdrottning með meiru svo hún er oft vakandi á óheilögum tímum. Flugmaðurinn heldur mér félagsskap ýmist á næturvöktum eða síðasta klukkutímann af vaktinni, koma hans vekur alltaf kátínu enda þýðir það að endirinn er nærri! Endirinn á vaktinn sko, hann er enginn Ríper! Svo er það Garðar, nýjasti meðlimurinn í næturvaktarklúbbnum, önnur hvor vika á næturvöktum.... Þetta er orðið nokkuð ljúft hjá mér... bara ef þau gætu komið sér saman um vaktaplan, þá væri ég aldrei ein! Þið hin eruð auðvitað æðisleg líka, bara í öðrum flokki ;)
Ok... stretching it... veit ekki hvort ég næ að blogga í kvöld!! ;)
Ok... stretching it... veit ekki hvort ég næ að blogga í kvöld!! ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home