Að kryfja til dauða!
Ég hef, á undanförnum árum, átt það til að kryfja allt sem snýr að mér (og oft ansi meira en það). Ég pæli svoleiðis í hlutunum fram og til baka að það er ekki fyndið. Reyni að lesa í allt og ekkert, auðvitað vil ég fá útkomu sem er mér í hag eða mér líkar við svo ég á það stundum til að beygja og brengla hlutina eða mikla þá fyrir mér alveg þangað til mér tekst að láta heiminn snúast um mig og ekkert annað. Það er ekkert verra en þegar manneskja gerir þetta. Ég er alltaf að reka mig á það að oftar en ekki (oftast hreinlega) þá snúast viðkomandi hlutir bara ekki rassgat um mig. Vinkona mín sem var svo hrikalega fúl við mig, var svo ekkert fúl við mig heldur var hún nýbúin að rífast við ástvin og var þess vegna ekkert í spjallstuði og svona fram eftir götum. Ég tek það nærri mér þegar vinir vilja ekki kaupa mig á "feisbúkk", ástæðan er aldrei að þeir hafi ekki "efni" á mér neinei... þeir vilja mig bara ekki!!
Jæja, ok smá ýkjur hér en þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. En svo ég komi mér að málefninu, ég var að lesa svolítið merkilega bók fyrir ekki svo löngu síðan, ástarsögu þó ekki rauða. Bókin var ekki merkileg fyrir þá sök að vera ástarsaga heldur fyrir að opna augu mín fyrir þessum hlut...
"Það er ekki hægt að kryfja neinn hlut án þess drepa hann í leiðinni!"
Þetta, og einungis þetta fékk mig til að galopna augun. Auðvitað vissi ég alltaf að ég ætti ekki að vera að þessu, ég væri að "lesa" of mikið í hlutina. En að ég gæti "drepið" eitthvað með þessu, það hafði ég ekki látið mér detta í hug fyrr. Og þetta er svo satt, hvort sem það á við um sambönd, samtöl eða eitthvað annað. Það er ekkert sem lifir af... maður á ekki að rýna svona rosalega í hlutina.
Ég er ekki að segja að ég sé hætt þessu, en ég er að segja að ég geri mér mun betur grein fyrir því hvað ég á í hættu á að "missa" ef ég held áfram að kryfja allt til dauða :)
Auðvitað væri lífið leiðinlegt ef allir hlutir væru augljósir, og aldrei væri neitt sem kæmi á óvart.. en það er líka leiðinlegt að sitja í "myrkrinu". Hægt er að kveikja á lampa hér og þar án þess að þurfa að kveikja á öllum loftljósunum. Óvissa getur verið svo skemmtileg og svo spennandi. Eins og á aðfangadag, þar til maður er búinn að opna pakkana, þá er þetta ekkert spennandi lengur, öll tilhlökkun horfin.
Allt kemur í ljós að lokum, hættum að kryfja :)
Jæja, ok smá ýkjur hér en þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. En svo ég komi mér að málefninu, ég var að lesa svolítið merkilega bók fyrir ekki svo löngu síðan, ástarsögu þó ekki rauða. Bókin var ekki merkileg fyrir þá sök að vera ástarsaga heldur fyrir að opna augu mín fyrir þessum hlut...
"Það er ekki hægt að kryfja neinn hlut án þess drepa hann í leiðinni!"
Þetta, og einungis þetta fékk mig til að galopna augun. Auðvitað vissi ég alltaf að ég ætti ekki að vera að þessu, ég væri að "lesa" of mikið í hlutina. En að ég gæti "drepið" eitthvað með þessu, það hafði ég ekki látið mér detta í hug fyrr. Og þetta er svo satt, hvort sem það á við um sambönd, samtöl eða eitthvað annað. Það er ekkert sem lifir af... maður á ekki að rýna svona rosalega í hlutina.
Ég er ekki að segja að ég sé hætt þessu, en ég er að segja að ég geri mér mun betur grein fyrir því hvað ég á í hættu á að "missa" ef ég held áfram að kryfja allt til dauða :)
Auðvitað væri lífið leiðinlegt ef allir hlutir væru augljósir, og aldrei væri neitt sem kæmi á óvart.. en það er líka leiðinlegt að sitja í "myrkrinu". Hægt er að kveikja á lampa hér og þar án þess að þurfa að kveikja á öllum loftljósunum. Óvissa getur verið svo skemmtileg og svo spennandi. Eins og á aðfangadag, þar til maður er búinn að opna pakkana, þá er þetta ekkert spennandi lengur, öll tilhlökkun horfin.
Allt kemur í ljós að lokum, hættum að kryfja :)
5 Comments:
Hæ frænka, skemmtilegt blogg hjá þér :) langaði bara að kvitta fyrir mig. Held það sé rétt hjá þér með krufninguna, sumt er betra að hugsa bara eins lítið um og hægt er og láta þetta líða bara án inngripa !!
Haltu áfram að blogga- þú gerir það svo vel, kv Halldóra Kristín
By Nafnlaus, at 12:56 e.h.
Djúp...rosalega djúp pæling hjá þér og það klukkan að ganga sjö að morgni! Já, besti tíminn til að hugsa er svo sannarlega á næturnar og í morgunsárið. Passaðu bara að nota ekki tímann til að kryfja of mikið;)
Kv. Nína
By Nafnlaus, at 5:05 e.h.
Ég veit ekki hversu oft, elsku Alda mín, við höfum talað um þetta. Ég er þannig að ég vil að fólk taki mig bókstaflega. Ég vil að fólk trúi því sem ég segi, ég vil ekki að það sé lesið í það sem ég segi, það svo túlkað, afbakað og snúið. Á endingu á maður að hafa "meint" hitt og þetta, en með mig er það þannig að ég segi það sem ég meina og á ekki í neinum vandræðum með það.
Ég hef bent þér á það þegar mér finnst þú vera full dugleg við það að lesa í það sem ég segi. Þú hefur þá viðurkennt það að í gangi sé lestur og um leið lofað að hætta því. En hvað er langt síðan við byrjuðum að eiga þannig samtöl? Er ekki kominn tími til að efna loforðin, eða ertu að búa þig undir það að gerast stjórnmálamaður?!
Látum orðin standa!
Mér þykir vænt um þig dúllan mín!
By Nafnlaus, at 6:48 e.h.
Halldóra Kristín: Hæ til baka kæra frænka, gaman að sjá þig hér :) datt ekki í hug að þú værir að lesa bloggið. Það er heppni að ég er ekki búin að pósta myndinni af okkur berrössuðum á gærunni, eða var það kannski bara teppi. Ég hef þá eitthvað á þig ef þú ferð að ybba gogg :) neinei.. takk fyrir þetta :)
Nína: það er satt með næturnar og já ég skal reyna að kryfja ekki of mikið, geri Sudoku í staðinn eða spila Tetris..
Ögmundur: Ég átti þetta víst alveg skilið. Það er alveg satt, ég hef oft sagt að ég ætli að "reyna" að hætta þessu en ekki gert það. En hinsvegar hef ég minnkað það og er miklu duglegri í dag en t.d. fyrir hálfu ári síðan :) Ég vil halda að ég hafi séð "ljósið" og sé að reyna að bæta mig í þessu :)
Mér þykir líka rosalega vænt um þig *koss*
Já og ykkur hin líka, sem kommentið ekki.. bara minna :)
By Aldan, at 12:37 f.h.
Mér var kennt það einu sinni að lesa aldrei meira úr því en því sem sagt er. Ekki að lesa á milli línanna því það býður bara upp á leiðindi og misskilning.
Síðan mér var sagt þetta, hef ég reynt og gengið vel að beita þessum hugsunarhætti. Okkur kvenfólki hættir til að oftúlka hlutina - því miður.
Ég hef ekki lagt þann ósið af að oftúlka hluti en ég hef orðið meðvitaðri um það og reyni eins og ég get að gera það ekki.
hlk
By Nafnlaus, at 10:21 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home