Aldan

þriðjudagur, mars 13, 2007

6 dagar eftir!

Stundum þurfa stelpur bara að fá að liggja í friði og taka gott O.C eða OTH maraþon með tonn af súkkulaði og snýtipappír. Dagurinn í dag var einn þessarra daga, reyndar átti ég ekkert súkkulaði en harðfiskur og trópí dugðu ágætlega líka. Síðasti þátturinn af O.C..... end of an era... hvað kemur í staðinn? Veit ekki, það var samt hálfsorglegt að horfa á þetta þó þátturinn sjálfur hafi nú ekki verið neitt sorglegur. Ástæðan fyrir maraþoninu var að ég gat ekki sofið vegna látanna hérna úti. Svo til að halda áfram með þessa blessuðu kvartanir... hvað er málið.. það eru vinnupallar í kringum alla blokkina og allir karlarnir ákveða að safnast fyrir utan baðherbergisgluggann minn akkurat þegar ég er í baði! Ég veit ég er flott en kommon! Baðið var samt fínt :)

2 Comments:

  • Ja eg held eg eigi bara eftir ad sakna krakkan i OC. En rosa var tessir endatattur eitthvad of "happy" samt.... Tad do enginn.

    By Blogger Olga, at 3:27 f.h.  

  • Já, nákvæmlega.. of sykursætt!

    By Blogger Aldan, at 3:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home