Aldan

sunnudagur, október 31, 2004


FUNNY!

Satt best að segja ætti ég núna að vera sofandi inni á hótelherberginu mínu á Holiday Inn Hótelinu í Bloomington, USA! En nei, hér sit ég, klukkan hálf fimm í vinnunni á ÍSLANDI að blogga :( já, lífið er fúlt! Ég veit ekki hvernig ég á að komast í gegnum vaktina, er alvarlega að hugsa um að hefja kaffidrykkju!


Happy Halloween!!

fimmtudagur, október 28, 2004

Nýjasta eintakið af Gestgjafanum sem féll inn um lúguna hjá mér áðan er ekki að minnka þessa jólatilfinningu sem ég hef haft í allan dag! Slef! Nú langar mig í Húsasmiðjuna að kaupa almennileg form.. já Húsasmiðjuna.... þau virðast vera ódýrari þar en á mörgum öðrum stöðum. Vantar líka ýmislegt annað sem er nauðsynlegt fyrir jólabaksturinn!

Þessi ótímabæra jólatilfinning endar örugglega í því að ég verð komin úr öllu jólastuði fyrir 15 des. en það er dagurinn sem ég byrja í jólafríi!

Maður sér það svart á hvítu hvað blöðin geta farið rangt með staðreyndir þegar ættingjar eða vinir birtast í blöðunum. Það er líka fyndið hvað nöfnin vefjast fyrir fólki. Það birtist um daginn mynd af hundi æskuvinkonu minnar, ekki nóg með það að farið var rangt með nafnið hans heldur var líka skipt um kyn á honum!! Ekki að þetta sé eitthvað merkileg staðreynd, bara fyndin. Í þessari sömu grein var því líka haldið fram að þessi vinkona mín hafi verið getin 5 mánuðum áður en hún fæddist (ég er svo góð í hugarreikningi sko), ekki veit ég hvort þarna var um að ræða fegrun blaðamannsins eða móðirinnar á athöfnum fyrir hjónaband þó mig gruni nú að síðari valkosturinn sé líklegri. En þetta var nú smá útúrdúr eða út úr dúr.

Snókorn falla, á allt og alla :)

Það er orðið svo jólalegt, vaknaði fyrir allar aldir. Leit samt ekki út um gluggann fyrir rétt áðan og þá sá ég að það snjóaði, jörðin var hvít!! Sit hérna í rauða jólanáttkjólnum mínum með úfið hár að læra undir próf, ef það minnir mig ekki á jólin þá veit ég ekki hvað!! :) Langar helst til byrja að skreyta... jafnvel baka. Er byrjuð að fá einkunnir úr prófum og ritgerðum sem ég hef verið að skila inn í þessarri viku og síðustu, fékk 9 fyrir ritgerðina í sálfræðilegum málvísindum :) er ekkert smá ánægð með það... hefði getað fengið hærra ef ekki væri fyrir heimskuleg vinnubrögð varðandi smáatriði.
Jæja... Sir Gawain og Græni Riddarinn bíða mín, sem og Bjólfskviða.. síjú

mánudagur, október 25, 2004

Alveg týpískt, kláraði seinna verkefnið á undan hinu fyrra. Þannig að í staðinn fyrir að hafa verið að læra fyrir mánudaginn þá kláraði ég allt fyrir þriðjudaginn!! Talandi um að forðast hlutina... Í staðinn fyrir að læra hefur mér tekist að fara í langt bað, skipta um á rúminu, fara í bíltúr og göngutúr og núna er ég að blogga... ojæja... löng nótt framundan. Það verður haldið upp á þetta á morgun með Survivor kvöldi!

Vonandi skemmtu Snúrurnar mínar sér vel á laugardag, þykir leiðinlegt að hafa ekki komist... til hamingju enn og aftur Særún mín!!

föstudagur, október 22, 2004

Ákvað að að það væri nú kominn tími á smá breytingar, það fór svo í taugarnar á mér að hliðarkaflinn kom einhvers staðar lengst fyrir neðan! Þetta er miklu skárra! Geri allt annað en að læra..... furðulegt hvernig maður getur forðast lærdóminn svona!

fimmtudagur, október 21, 2004

Ég smakkaði Burger King í fyrsta sinn um daginn hérna á Íslandi! Hann var ekkert sérstakur, hann var miklu betri úti í USA. Það var fyndið að sjá að það voru aðallega útlendingar þarna inni, Bandaríkjamenn... ætli þeir hafi verið á sömu skoðun og ég??

Hver eyðir 2 klst í það að þrífa hjá sér ofninn??? Nú auðvitað er það Aldan, ég átti náttúrulega að vera að læra en fékk þessa þörf að þrífa eins og alltaf þegar mikið er að gera í skólanum. Jæja.. ofninn varð að þrífa, enda höfum við ekki þrifið hann síðan við fluttum inn (ehemmm höfum ekkert eldað í honum enn). Jæja... Mr. Muscle var með mér í þessu en stóð sig barasta ekki nógu vel, þurfti að "sprautahonum" tvisvar og samt var fullt eftir... enda tók þetta 2 tíma... svo var hann svo fínn að ég varð bara að nota hann. Bakaði muffins og skinkuhorn, allt nema að læra náttla.
Ritgerð á mánudag, verkefnaskil á þriðjudag og próf á fimmtudag! Það verður sko ekkert gert meira nema læra, vinna og sofa næstu daga! Reyndar þarf að skúra... svo er bjórkvöld hjá vinnunni, útskriftarpartý hjá Særúnu, Ellen var að koma heim frá Suður-Afríku...... ég þyrfti að láta klóna mig!

Það er ekkert nema fyndið þegar fólk er að reyna að þykjast ekki sjá mann.

sunnudagur, október 17, 2004

Þetta er soldið skemmtileg síða! http://www.strangereports.com/

laugardagur, október 16, 2004

Amma og Afi komu í heimsókn með Rakel. Amma var að tala um að ég væri loksins orðin snyrtileg í umgengni!!! Ég hef alltaf verið snyrtileg í umgengni, það bara var erfitt að halda öllu í reglu þegar dótið mitt var að sprengja utan um sig litla herbergið uppi í Grafarvogi!!


Er einhver hér sem hefur búið í enskumælandi landi fyrir 13-14 ára aldur??? Let me know.. þarf tilraunadýr fyrir rannsóknarverkefni!!

Ég stóð inni í eldhúsi áðan, nývöknuð í náttfötum með úfið hár og órakaðar lappir. Ég var eitthvað að íhuga það hvað ég ætti að fá mér í morgunverð þegar mér fannst óeðlilega mikill kliður fyrir utan gluggann hjá mér! Ég lít upp og viti menn... það eru hundruðir manna að lappa niður götuna fyrir utan gluggann minn. Mér brá og hljóp inni í herbergi, það hafði enginn sagt mér frá göngu Krafts! Hvernig væri að láta mann vita svo maður gæti nú rakað á sér lappirnar og brosað framan í fólkið!!!

föstudagur, október 15, 2004

Það var saumaklúbbur í gær, H.E.R.F.U.Rnar voru að hittast. Mjög fínt, frábærar veitingar í boði. Verst að ég þarf alltaf að fara aðeins fyrr út af vinnu, hittist svo oft þannig á :(

Hata þennan sjálfsala frammi á gangi, ég og Valdi reyndum að losa um snakkpoka sem sat fastur. Reyndum að hrista hann, allt losnaði nema snakkið.. hehe fengum súkkulaðistykki í staðinn! Vona að við verðum ekki handtekin fyrir skemmdarverk og þjófnað!! Það er kannski ágætt að hann haldi eftir namminu (sjálfsalinn sko), þetta er jafngott og að setja í bauk pening þegar maður hugsar um að kaupa sér nammi. Fyrir utan að maður fær auðvitað ekki peninginn tilbaka!!

Hvurn fjandann var Krummi að gera í draumnum mínum??? Hvernig vogar hann að ryðja sér leið inn í draumfarir mínar? Dreymdi stórskrýtinn draum um að ég væri að hoppa og draga mig upp og niður stiga, það var eins og ég væri þyngdaraflslaus! Stiginn var rosalega flottur, þetta var hringstigi, allur útskorinn og flottur. Engar tröppur voru eins, sumar stóðu út og aðrar vantaði, handriðið var líka mjög sérstakt. Mig dreymdi að ég væri að leika mér þarna í stiganum og hann Krummi var þarna líka að sýna mér hvernig væri best að gera þetta og hvar ég ætti að forðast að lenda svo ég myndi ekki slasa mig!

Hver getur nú sagt mér hvað þetta þýðir?

fimmtudagur, október 14, 2004

Clay Pigeons um daginn. Var alveg búin að gleyma hvað hann Vince Vaughn er sætur, ekki spillti fyrir að Joaquin Phoenix var þarna líka!! Myndin var alveg þokkalega fyndin, mæli með henni.

Fékk vægt taugaáfall í dag, fór í ljós og svo í sturtu eftir á. Þegar ég leit svo niður í sturtubotninn þá sá ég bara hárflóka í niðurfallinu!! Ojjj.. var sko fljót að koma mér út þaðan. Hvort þetta voru skapahár, höfuðhár eða undan höndunum, það vil ég ekki vita en OJJJJJ.... hár skaltu klippa heima hjá þér!!!

föstudagur, október 08, 2004

Það er ansi langt síðan ég bloggaði seinast! Nóg að gera eins og venjulega, búin að taka slatta af aukavöktum og svo er maður að reyna að hafa undan verkefnum í skólanum. Skilaði einmitt inn ritgerð í gær, ritgerð sem ég "gleymdi" að ég þyrfti að skila inn á þriðjudag, fékk smá frest þannig það var allt í lagi. Fékk samt sting í magann þegar ég heyrði eina stelpuna í faginu segja að hún væri búin að eyða megninu af vikunni í að skrifa þessa ritgerð! Ég ákvað mér til hugarróar að álíta hana "skrýtna" og ekki hugsa meira um þetta. Eyddi 2 dögum í hana... vona að það sé nóg, annars virðist þetta frekar þægilegur kúrs, við erum 6-7 sem mætum í tíma!! Það var líka fyndið þegar hún var að skipa okkur niður í hópa fyrir "hópverkefnið", það eru 2 hópar... það er líka merkilegt að sjá hversu fjölbreyttur þessi litli hópur er. Íslendingar, Japani, Íri, Ameríkani og svo einn sem er mjög líklega frá Spáni eða Ítalíu (er ekki enn búin að komast að því).

Okkur systrunum líkar vistin vel á nýja staðnum, höfum ekki orðið varar við köngulær eftir að hún Anna mín eyddi heilum brúsa af eitri á gluggana hjá okkur!! Fólk er byrjað að kíkja í heimsókn, Lilja kom um daginn og Ingó frændi líka. Það eru aðeins örfáir eftir að sjá slottið! Annars verð ég að halda spilakvöld fljótlega, það eru alltaf að bætast fleiri spil í safnið, nú síðast fjárfesti Anna í Risk, þar áður Catan. Spila/bóka/snyrti/geymsluherbergið er orðið fullt.