Aldan

mánudagur, mars 12, 2007

Það er mjög óþægilegt að hafa þessa vinnupalla hér fyrir utan. T.d. áðan var ég í mínum eigin heimi (eins og kemur svo oft fyrir) og var fáklædd að dansa inni í eldhúsi og syngja við eitthvað ódýrt Pussycat lag þegar ég sé eitthvað hreyfast úti á svölum! Þá var ég bara ekkert eins ein í mínum heimi og ég vildi vera! Sama gerðist þegar ég fór í bað í fyrradag, þá voru þeir að setja upp pallana... ég heyrði þá alltaf koma hærra og hærra, nær og nær! Ég þakka bara fyrir að við skyldum setja svona plast í gluggann þrátt fyrir að vera á fjórðu hæð! Nú er bara muna að halda sig í fötunum og láta vera að dansa og syngja þar til þeir hafa lokið sér af! Annars er ég núna að bíða eftir að þeir fari heim, klukkan er að verða hálf níu... ég þori ekki út ef ég myndi mæta stráknum sem sá mig dansa áðan:)

En sem betur fer eru þetta útlendingar, mjög ólíklegt að þeir fari að breiða út sögur um klikkuðu stelpuna á fjórðu hæðinni sem heldur að hún sé sjötta Kisulórustelpan!

2 Comments:

  • hahahaha bara fyndið
    kv.Ábe

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:36 e.h.  

  • meowwwwww purrrrrrrrr :P
    Kem eftir 1 1/2 vikur!
    Anna

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home