Aldan

föstudagur, desember 30, 2005

Reminiscing

2005

Þegar ég horfi til baka get ég nú ekki sagt að afköstin hafi verið mikil á árinu.
Ég kláraði annað árið í enskunni og hóf það þriðja ásamt því að halda fullu starfi. Ég fór reyndar tvisvar erlendis, til Barcelona í fyrri ferðinni með hluta af herfuhópnum og svo í síðara skiptið með mömmu og Önnu til Minneapolis en það var í fyrsta skipti sem við fórum allar þrjár saman út, fyrsta sinn sem mamma fer út í yfir tuttugu ár! Báðar ferðirnar voru vel heppnaðar. Arna, æskuvinkona eignaðist sitt fyrsta barn, Sara frænka og Þóra skutu einnig út afkvæmum! Við Anna kvöddum litla rauða bárujárnshúsið með söknuði og fluttum aftur heim í Hreiðrið (talandi um smá setback), en við eignuðumst Mikka! Ég varð 25 ára!

Þá er það helsta komið, svona þegar ég horfi yfir árið í fljótu bragði! Undanfarin ár hafa verið frekar róleg en ég er bjartsýn á að næstu tvö ár verði nú öllu fjörugri, við skulum nú rétt vona það! Ég fór nú allavega til útlanda á þessu ári eins og ég hafði lofað sjálfri mér og meira að segja til USA þótt Álfrún hefði nú ekki verið með í för eins og til stóð!! Road trippið bíður betri tíma! Þetta ár mun hefjast á öðruvísi máta en á síðastliðnum árum þar sem ég verð í fríi en ekki að vinna eins og venjulega þegar nýja árið gengur í garð! Það er eitt af merkjunum um að nýja árið muni verða öðruvísi ;)

Það eru nokkrir hlutir sem ég stefni á 2006! Utanlandsferð er auðvitað þar efst á blaði ásamt útskriftinni :) (vonandi)

Ég er BJARTSÝN

Eigiði góð jól og áramót!!!!

Ég finn hangikjötslykt, ætli ég sé að fá heilablóðfall!!??
Talandi um heilablóðfall, hver horfði á síðasta þátt af E.R.? Ein úr Sex and the City lék konu sem fær heilablóðfall og getur ekki tjáð sig en er samt meðvituð um allt sem gerist í kringum hana... ætli þetta sé svona? Alveg hræðilegt!!

Breytum yfir í skemmtilegra umræðuefni, Sara, litla frænka mín var að eignast stelpu... litla prinsessu sem kom 3 vikum fyrir tímann!!! Pendúllinn sagði að það yrði strákur, fyrsta sinn sem hann klikkar!! Skærin sögðu reyndar rétt til.. ég hélt samt að pendúllinn væri sterkari en þetta!! Þetta verður kannski bara strákastelpa! Til hamingju með prinsessuna!

Talandi um börn.. fór í saumaklúbb í kvöld, H.E.R.F.U.R.nar voru að hittast! Prinsarnir þeirra Örnu og Þóru voru heiðursgestir, svaka krútt... það fer að líða að því að við fáum að vita nöfnin! Það var boðið upp á mikið gúmmelaði (Hanna, hvar er uppskriftin??) en eins og endranær þá þurfti ég að fara fljótt vegna vinnu, en það var gaman að sjá þær og sérstaklega Helgu og Olgu sem voru í heimsókn frá útlandinu!!

Í kvöld er svo BUZZ með Menngó og á morgun standa nokkur partý til boða en líklegast verð ég samt heima í faðmi fjölskyldunnar, félagsskíturinn ég!! Tarotkvöld 2. janúar og svo bara vinna þar til skólinn byrjar aftur! Hvar er fríið mitt???

þriðjudagur, desember 27, 2005

Jólin Jólin Jólin

Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir mig, fékk fullt af pökkum, aðallega bækur eða 9 stk alls ef ég tel með bókina sem við mæðgurnar fengum sameiginlega (ég er svo mikil bókamanneskja að ég nú ekki annað en verið ánægð með það) ;) nú svo fékk ég svo fullt af öðrum flottum hlutum, meðal annars kínverskt skartgripaskrín, æðislegt hálsmen, eyrnalokka, gjafakort í kringluna og þjóðleikhúsið, við mæðgurnar fengum svo sameiginlega flott Ragletti grill sem við ætlum að vígja á gamlárskvöld! ;) Annars átti ég alveg stórgóð jól með fjölskyldunni. Át á mig gat, náði að sofa smá, horfði á videó, spilaði, drakk kakó.. svona það sem maður á að gera yfir hátíðarnar! Verst bara hvað þetta er fljótt að líða...

Jæja.. enn og aftur takk fyrir mig

föstudagur, desember 23, 2005

Jólafrí!

Eftir rúmar tíu mínútur verð ég komin í jólafrí!! Í einn og hálfan sólarhring! Gleði gleði...
Búin að öllu nema koma gjöfunum út.. það verður gert í dag og á morgun. Vonandi fer nú jólaskapið að koma!!

Gleðileg Jól!!!!!

fimmtudagur, desember 22, 2005

Frjáls eins og fuglinn

Próflok!!

Yndislegur tími framundan... svo margar bækur.. svo lítill tími!! Veit ekki hvar ég á að byrja.. jú ég ætla að byrja á einhverju upplífgandi eftir Amöndu Brown.. svo færi ég mig yfir í Stephen King og að lokum svo jólabækurnar.. :) Ef tími og annað leyfir þá gæti ég vel hugsað mér að kíkja aðeins á Orson Scott Card og jafnvel glugga í ísfólkið!

Á eftir 1 gjöf... plús bækurnar fyrir okkur mæðgurnar.. fór í verslun í gær eftir prófið, ég þoli ekki þessa klikkun, allir að verða brjálaðir. Við ætlum að versla inn fyrir jólin bara um leið og búðir opna á morgun, reyna að losna við mestu örtröðina, ég hef samt illan grun um að við séum of seinar!

Jólakortin eru farin í póst, svo er mér sagt allavega. Ég hef ekkert náð að baka... það verður bara gert á þorláksmessu eða eitthvað. Gjafirnar keyrðar út í síðasta lagi á Þorláksmessu, fyrir utan nánustu aðstandendur.

Ég næ samt ekki að losna við þessa sektarkennd... finnst eins og ég megi nú ekki vera að lesa eitthvað mér til gamans eða dunda mér á netinu til gamans. Get ekki beðið eftir að kíkja líka í tölvuna Return to Mysterious Island og svona ;) Hlakka líka mjög til að fá harða diskinn hennar Lilju lánaðann yfir hátíðarnar!! Það er nú ýmislegt góðgætið sem leynist þar!

mánudagur, desember 19, 2005

Hvað hlakkar ykkur mest til á jólunum?????

Ég hlakka mest til þegar klukkurnar byrja að hringja jólin inn og við setjumst niður við matarborðið kl 18 á aðfangadag! Það er mín uppáhaldsstund og það er hræðilegt ef maturinn er ekki tilbúinn á mínútunni... Þetta andartak þegar maður heyrir klukkurnar byrja er bara heilagt í mínum augum!

Ég er enn pirruð yfir því að það skuli standa að jólin koma eftir 4 daga á innra vefnum! Ég fer alltaf í panikk þegar ég sé þetta og þarf alltaf að fullvissa mig um að þetta sé nú ekki rétt!

Jólin koma eftir 5 DAGA! :)

Þetta með kúnnana hljómar svolítið illa en ég læt það standa.. Nei.. ekki þannig kúnnar....

hversu margir hugsuðu svoleiðis??? You dirrrty dirrrrty people

Jólin koma

Jólin koma ekki fyrr en ég er:

Búin að sjá Gömlu Kók (gosið) auglýsinguna í sjónvarpinu og syngja með henni: I'd like to buy the world a Coke and furnish it with love.... ehemm (furnish??)

Búin að heyra Last Christmas 56 sinnum og Mary's Boy Child með Boney M 98 sinnum og síðast en ekki síst Ég hlakka svo til svona 150 sinnum.

Búin að renna á rassgatið að minnsta kosti einu sinni í hálku sem myndast eftir að hitastigið lækkar "óvænt" um 10 gráður, á met tíma!

Búin að komast að því að jólatréð ber ekki lengur kettina og þarf að kaupa nýtt og "öðruvísi" tré sem ekki er hægt að klifra í. Hitt er orðið svo laskað að það er varla hægt að hafa það uppi við.

Búin að keyra út pakkana á Þorláksmessu

og alls ekki fyrr en ég er búin að segja GLEÐILEG JÓL við að minnsta kosti 300 kúnna! ;)

Vindgangur myndast af gerlum í maganum! Vissuð þið það... svona fróðleikur fæst í Leonardo & Co... mæli með því! ;)

Ég held bara svei mér þá að ég sé að komast í jólaskap... ég gef því samt einn til tvo daga! Eyddi gærdeginum og deginum í dag í afmæli hjá afa mínum, hann varð 75. ára kallinn! Hann bauð barnabörnunum í kvöldmat í gær og svo sátum við lengi frameftir og spiluðum, höfum ekki gert það í þó nokkurn tíma. Svo í dag var kaffiboð og aftur settumst við niður og spiluðum! Kakó, spil og snjór úti... það þýðir bara eitt, jólin eru að koma. Ekki versnaði það svo þegar ég mætti á vaktina í kvöld, Ísafjarðarsysturnar voru með jóladiska, ég kom með köku. Allir kátir og glaðir og komnir í smá jólafíling, flestir viðskiptavinirnir að skrifa jólakort.... Þetta er allt að mjakast í áttina að jólunum. Verst er að ég á það til að gleyma því að ég á enn eitt próf eftir! Það verða litlu jól hjá snúrunum á þriðjudag... en prófið er á miðvikudag... ætla að sjá til hvort það verður eitthvað prófstress í gangi hvort ég ákveði að kíkja eður ei!!

Verkefnalisti vikunnar
Ganga frá skólabókunum!!!!!!! Númer eitt!
Taka til í herberginu! Númer eitt og hálft! Þetta hljómar eins og ég sé enn í grunnskóla, en því miður er það ekki svo..
Senda jólakortin
Jólainnkaup, bæði mat og gjafir
Vinna
Kíkja á litla Stúf
Baka
og svo bara jólabaðið!!

2 Dagar í jólafrí! :)

kærlig hilsen
Aldan

föstudagur, desember 16, 2005

OG ég á eftir að baka!!!!!

8 DAGAR

Eitt próf eftir!!! Vá hvað ég er glöð... reyndar fer ég illa út úr einu prófi.. en það verður bara að hafa það ;)
Frelsi frelsi.. svona næstum því.. mér líður allavega þannig.. það verður bara skemmtilegt að lesa undir síðasta prófið.. aðallega bara að horfa á myndir og lesa örfáar greinar.. ladída!

Jólin eru eftir viku.. viku og einn! 8 daga ef þið kunnið ekki að reikna!! Ég er spennt því ég er aldrei þessu vant í smá fríi... jæja.. á þorláksmessu, jóladag og annan í jólum... það er eitthvað nýtt.. verð heldur ekki að vinna á gamlársnótt (í fyrsta sinn í nokkur ár)í staðinn verð ég bara til tíu ;) hamingja hamingja!

Klipping á morgun, innpökkun pakkaútburður (jæja einn pakki verður borginn út), og vinna, afmæli á laugardag, kannski bíó en allavega vinna á sunnudag... það er í nógu að snúast! Innkaup! Jólin nálgast!

Tvítekning... jú ég var sátt við einkunnina úr tvítyngi... og ég elska tweety!

þriðjudagur, desember 13, 2005

What stupid celebrity are you destined to kill? by daydreamer8852
Name
Birthdate
You killed
With a
OnJune 24, 2023
Quiz created with MemeGen!


Ekki sjéns!

Þetta er nú bara ósmekklegt! ;) en mér leiðist

How you really say "I love you." by lenatheraven
Name
...believe in true love?
Your hands sayWith me, you'll never be lost.
Your eyes sayYou're amazing.
Your hugs sayThis is where you are meant to be.
Your kisses sayI almost can't believe you love me.
Your body saysI want to wake up beside you.
Your heart saysTe amo.
Quiz created with MemeGen!

Hummmm

mánudagur, desember 12, 2005

Ég hlakka svo til!

Aðeins þrjár jólagjafir eftir og enn eru 12 dagar til jóla... Það kalla ég afköst, ég reyndar tel ekki með þessar þrjár bækur sem við mæðgurnar gefum hvor annarri!!
Þetta var búið að liggja á mér eins og mara... það er núna bara ein af þessum þrem sem ég á í vandræðum með, en ég fæ hjálp við það fljótlega...

2 próf eftir.. ég sé ykkur eftir 21. des!!

Voulez Vous

Ég var að endurskoða þetta með að fara til útlanda yfir jólin, ef einhver vill bjóða mér í ferð til Svissnesku Alpanna eða Colorado, í skíðaskála þá er ég til. Ekki það að ég kunni neitt á skíði, ég veit bara að ég myndi taka mig vel út í sófanum við arininn í loðnu stígvélunum mínum!

Ps. Mandarínan er nokkuð góð! Það er jólalykt af mér núna ;)

Jólin nálgast!

Það eru 12 dagar til jóla!! 11 samkvæmt innra netinu í vinnunni.. en það er RANGT! Þetta er allt of fljótt að líða!! Enn eru 2 próf eftir... get ekki beðið eftir að klára þau svo ég geti nú farið að lesa The Stand og The Talishman eftir Stebba Kóng, svona í anda jólanna ;) heheh.. neinei.. mig langar að baka og taka til í herberginu, hef náð að standast freistinguna hingað til.. en herbergið er líka í rúst! Búin að skrifa jólakortin... á bara eftir að senda þau af stað, hálfnuð líka með jólagjafirnar... klára þær vonandi um næstu helgi... það eru svo margir á leiðinni til útlanda að þetta verður allt að vera klárt! Hver yfirgefur landið um jólin?? Skil ekkert í svona vitleysu... allt í lagi að fara fyrir og eftir jól en það á að eyða jólunum hér heima!! Gæti ekki ímyndað mér að sitja á einhverri sólarströnd með kokteil í hönd þegar jólin ganga í garð, nei.. þá á sko að vera kalt og snjór og dimma og heitt kakó og jólaandi! Enginn sandur í rassinn takk fyrir..

Það hefur samt gengið furðuvel að finna gjafir handa fólkinu, einstaka vandræðagemsar en annars bara eins og í sögu, Amríkuferðin hjálpaði nú líka smá til þótt það hefðu nú ekkert verið keyptar margar gjafir þarna úti. Aðallega bara gjafir handa sjálfri mér ;) en ég er nú sérstök og átti það nú bara skilið ;) ehemm

Ég er einstaklega stolt af landi og þjóð þessa dagana, Ungfrú Heimur á þar stóran þátt í máli. Bandaríkin pirra mig á pólítískan hátt, nei ég er ekki orðin afhuga.. bara svoldið pirruð, held að loftlagsráðstefnan í Kanada spili stóran hlut í því, Kyoto bókunin og allt það mál! Pirr pirr

Ég ætla að fá mér mandarínu, bless

Cole Hauser er flottur!

miðvikudagur, desember 07, 2005

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

föstudagur, desember 02, 2005

Ég var kítluð

7 Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Roadtrip USA

2. Giftast í Vegas

3. Ná mér í virðulegan starfstitil

4. Eiga flott einbýlishús og sumarbústað með heitum potti :)

5. Ótrúlegt en satt - taka fallhlífarstökk

6. Skoða heiminn

7. Læra fleiri tungumál

7 Hlutir sem ég get ekki gert:

1. Ákveðið ritgerðarefni fyrir B.A. verkefnið mitt

2. Sungið

3. Borðað innmat

4. Skilið pólítík

5. Séð mun á því þegar fólk er að daðra við mig og hvenær ekki

6. Hlupið maraþon

7. Sagt brandara

7 Hlutir sem ég get gert:

1. Lifað í fortíðinni ;)

2. Bakað

3. Komið fólki verulega á óvart :)

4. Talað ensku með mismunandi hreimum eftir því hver viðmælandinn er

5. Setið út undir berum himni heila nótt án þess að leiðast

6. Sofið endalaust

7. Brosað í gegnum tárin

7.hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1. Húmorinn

2. Augun

3. Ákveðni

4. Bros

5. Jákvæðni

6. Hreinskilni

7. Styrkur

7 Frægir karlmenn sem heilla mig:

1. David Boreanaz

2. Patrick Dempsey

3. Joaquin Phoenix

4. Garðar Thor Cortes

5. Vince Vaughn

6. Jeremy Sisto

7. Eion Bailey

7 Orð sem ég segi oftast:

1. Já

2. Nei

3. Ertu ekki að djóka??

4. Nei djók!

5. Úpps

6. Já .... góðan dag/gott kvöld

7. Plís

7 Hlutir sem ég sé akkurat núna:

1. Tölvuskjár

2. Grænn veggur

3. Svartir stólar

4. Bókaskápur með erlendum símaskrám

5. Prentari

6. Ljósritunarvél

7. Jákvæðar möppur

7 Manneskjur sem ég ætla að "kítla":

1. Álfrúnu

2. Völu

3. Auði Elísabet

4. Karl Ágúst

5. Hönnu Lillý

6. Hebu

7. Ollý

(Anna mín, Lilja kítlaði þig!)

fimmtudagur, desember 01, 2005

Tarot klúbburinn mínus Íris :(


Sposkar spákonur!!

Ein í viðbót


Þarna sést sökudólgurinn með weed sköfuna ;) hehe
Hann er svo fallegur að honum fyrirgefst næstum allt!

Prinsarnir


Mikki á tölvunni

Nei nei.. ég var ekkert sofandi

Þetta á ég til að segja þótt fólk sé að vekja mig og það veit alveg að ég var sofandi! Maður er bara svo ringlaður, það er eins og maður sé glaðvakandi en samt er maður hálfsofandi! Þetta er bara vani, er reyna að láta fólki ekki líða illa yfir að hafa vakið mann eða eitthvað. Fólk þorir oft að hringja í mann nema á kvöldin vegna þessarar óreglu á svefninum, meira að segja amma segir í hvert sinn sem hún hringir: ég þorði varla að hringja af ótta við að vekja þig!! Það er ekki eins og maður sé alltaf sofandi, maður sefur bara á öðruvísi tímum en aðrir vegna vinnu og annarrar óreglu! Svo þykist maður vera glaðvakandi og bullar maður bara eitthvað og man svo ekkert eftir símtalinu eða bara hluta af því þegar maður vaknar svo aftur seinna! Sumir slökkva á símanum, en mér er sama þótt ég sé vakin, slekk ef ég vil það ekki.

Það er svoldið erfitt að eiga lítinn Mikka þegar maður er að læra undir próf! Hann heimtar að fá að leika sér upp í rúmi með Weed sköfu og lætur mann henda henni til og frá svo hann geti náð í hana eins og hundur! Annað sem Mikkinn á til að gera er að setjast ofan á lyklaborðið á fartölvunni þótt ég sé að nota hana! Sönnunargögn verða birt síðar!

Ekki spyrja hvað í ósköpunum hann sé að gera með Weed sköfu! Það er einungis einn fjölskyldumeðlimur sem kemur honum á bragðið með þessa hluti! Þetta er örugglega eina heimilið á landinu þar sem eyrnapinnar fá að liggja eins og hráviðri út um allt gólf því að Mikkalingnum finnst svo gaman að leika sér með þá! Hann fær stundum tilfelli þegar hann sér múttu kveikja sér í sígarettu, hann heldur að hún sé að kveikja í eyrnapinnanum sínum! Hann situr fyrir framan og starir á hana þar til hún gefur honum nýjan eyrnapinna til að leika sér að! Hann er dýrlegur þessi Mikkalingur!