London
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið indælasta ferð og vel heppnuð í flesta staði. Hótelið var gífurlega flott og á sjálfan valentínusardaginn fékk maður hjartalagaðar sápur á koddana :) Ég veit ég á þarna úti nokkrar harðkjarna feminista vinkonur en mér er sama, þetta var sætt! Þær (sápurnar) náðu líka að dempa vonbrigðin þegar ég kíkti út um gluggann og sá að útsýnið mitt náði rétt yfir bílastæðið, 18 hæða hótel og ég var sett á 3 hæð. Ef ég hallaði mér nógu langt út um gluggann þá gat ég séð glitta í Hyde Park til hliðar, ég sætti mig við þetta þar til ég sá útsýni samstarfskonu minnar af 8 hæð og náði út að London Eye og Swiss turninum. En jæja.. ég var nær lobbýinu, mun líklegri til að lifa af stórbruna.
Á meðan samferðafélagar mínir helltu í sig í Leifsstöð átti ég í vandræðum með að halda mér vakandi, var búin að vaka alla nóttina vegna smá erfiðleika sem ég lenti í kvöldinu áður (ætlaði upp í rúm um 22, en það gekk ekki eftir). Ég vildi nýta daginn og því hélt ég mér vakandi eins lengi og ég gat. Rölti aðeins um Hyde Park og yfir að Oxford stræti. Um átta leytið gat ég ekki meir, eftir 30 tíma vöku þurfti ég 12 tíma svefn, hefði þó getað sofið lengur! Vá hvað það var gott, koddarnir þeir bestu sem ég hef legið á og rúmið svo djúsí.... yndislegt alveg. Fara svo í sturtuna og fá heitt handklæði til að þurrka sér á og baðslopp til að umvefja sig! Eru þið að ná þessu?? YNDISLEGT!!
Föstudagurinn fór aðallega í að endurnýja kynni mín við neðarjarðarlestarkerfið. Ég byrjaði þó á því að finna pósthús, Michael átti afmæli og ég hafði keypt íslenskt konfekt handa honum sem þurfti að komast til skila. Eftir að hafa fengið ágætis leiðbeiningar frá móttökustjóranum þá hélt ég af stað í leiðangur. Fljótlega fannst mér hverfið vera orðið ansi kunnuglegt, fór svo inn í eina hverfisverslunina til að kaupa kort, var þetta þá ekki nema sama verslun og við notuðum til að kaupa nauðsynjar eins og vatn og áfengi hérna forðum daga í "Menningarferðinni" góðu. Ég hélt aðeins lengra og var þá komin að Pride of Paddington og Casínóinu góða. Ég vissi ekki að við hefðum verið svo nálægt miðbænum, við tókum alltaf lestir og vorum (að mér fannst) lengi á leiðinni.
Oxford street, Kínahverfið, Soho... Hanna, ég fór inn í búðina þína ;) og tók meira að segja myndir fyrir þig af henni til minningar! Hætti mér ekki mjög langt frá aðalæðinni en þetta tók langan tíma og ég varð að lokum að fórna Breska safninu fyrir röltið, ekkert gaman að þurfa að flýta sér í gegnum söfn. Picassó sýningin okkar Jesúbarnsins á spíttinu kenndi mér það ;) Fer bara næst ;)
Ég kíkti á London Eye og Big Ben sem voru uppljómuð í myrkrinu, rölti að Buckingham höll. Var ein á ferli, klukkan níu eða tíu á föstudagskvöldi og engir verðir sjáanlegir. Komst svo heil heim á hótel þar sem ég dundaði mér við að flakka á milli sjónvarpsstöðva og undirbúa næsta dag langt fram á nótt.
Á laugardeginum kíkti Næturvaktin plús maki á Tower of London, alvöru Beefeater fylgdi okkur um svæðið. Þetta var hin skemmtilegasta upplifun, hann var stórskemmtilegur og húmorinn að drepa hann.. Ég sé núna eftir að hafa ekki tekið betur eftir nafninu hans, því það ég hefði örugglega flett honum upp og addað honum á feisbúkk.. hann sagðist vera með síðu!! Það var líka gaman að fá að sjá krúnudjásnin, reyndar var "the Star of Africa" reyndar ekki eins stór og ég hafði ímyndað mér (en hvenær eru hlutirnir nokkurn tímann þannig ;) )
Eftir allt labbið var haldið á Oxford stræti aftur, fundum þar krá á einhverri hliðargötu og fengum okkur í gogginn. Um kvöldið var svo árshátíðin góða, stórglæsileg eins og allt annað í þessari ferð. Skemmtilegir borðfélagar. Hvítvínið ljómandi gott, skemmtiatriðin til fyrirmyndar. Björgvin Franz sá um að stjórna þessum herlegheitum. Eftir að dagskránni lauk, hófst smá ball og fólk þaut annarsvegar út á dansgólfið eða niður í bæ til að leita af meira fjöri. Ég var auðvitað prúð stelpa, fór upp á herbergi á miðnætti. Laumaði mér hinsvegar niður aftur, vel dúðuð og fór í smá göngutúr um hverfið. Andaði að mér Lundúnarloftinu (menguninni?) og leið ótrúlega vel á eftir..
Fólkið sem mætti í rútuna kl 9, var ekki upp á marga fiska. Ekki heldur þeir sem mættu tuttugu mínútum seinna... á miðri leið var svo gerð dauðaleit af lausum poka þar sem einn ferðafélaginn var kominn á ystu nöf með að .. já :) þið vitið...
En ekkert slúður og engan skandal... sorry :) kannski næst!
Myndirnar eru á Facebook...
Á meðan samferðafélagar mínir helltu í sig í Leifsstöð átti ég í vandræðum með að halda mér vakandi, var búin að vaka alla nóttina vegna smá erfiðleika sem ég lenti í kvöldinu áður (ætlaði upp í rúm um 22, en það gekk ekki eftir). Ég vildi nýta daginn og því hélt ég mér vakandi eins lengi og ég gat. Rölti aðeins um Hyde Park og yfir að Oxford stræti. Um átta leytið gat ég ekki meir, eftir 30 tíma vöku þurfti ég 12 tíma svefn, hefði þó getað sofið lengur! Vá hvað það var gott, koddarnir þeir bestu sem ég hef legið á og rúmið svo djúsí.... yndislegt alveg. Fara svo í sturtuna og fá heitt handklæði til að þurrka sér á og baðslopp til að umvefja sig! Eru þið að ná þessu?? YNDISLEGT!!
Föstudagurinn fór aðallega í að endurnýja kynni mín við neðarjarðarlestarkerfið. Ég byrjaði þó á því að finna pósthús, Michael átti afmæli og ég hafði keypt íslenskt konfekt handa honum sem þurfti að komast til skila. Eftir að hafa fengið ágætis leiðbeiningar frá móttökustjóranum þá hélt ég af stað í leiðangur. Fljótlega fannst mér hverfið vera orðið ansi kunnuglegt, fór svo inn í eina hverfisverslunina til að kaupa kort, var þetta þá ekki nema sama verslun og við notuðum til að kaupa nauðsynjar eins og vatn og áfengi hérna forðum daga í "Menningarferðinni" góðu. Ég hélt aðeins lengra og var þá komin að Pride of Paddington og Casínóinu góða. Ég vissi ekki að við hefðum verið svo nálægt miðbænum, við tókum alltaf lestir og vorum (að mér fannst) lengi á leiðinni.
Oxford street, Kínahverfið, Soho... Hanna, ég fór inn í búðina þína ;) og tók meira að segja myndir fyrir þig af henni til minningar! Hætti mér ekki mjög langt frá aðalæðinni en þetta tók langan tíma og ég varð að lokum að fórna Breska safninu fyrir röltið, ekkert gaman að þurfa að flýta sér í gegnum söfn. Picassó sýningin okkar Jesúbarnsins á spíttinu kenndi mér það ;) Fer bara næst ;)
Ég kíkti á London Eye og Big Ben sem voru uppljómuð í myrkrinu, rölti að Buckingham höll. Var ein á ferli, klukkan níu eða tíu á föstudagskvöldi og engir verðir sjáanlegir. Komst svo heil heim á hótel þar sem ég dundaði mér við að flakka á milli sjónvarpsstöðva og undirbúa næsta dag langt fram á nótt.
Á laugardeginum kíkti Næturvaktin plús maki á Tower of London, alvöru Beefeater fylgdi okkur um svæðið. Þetta var hin skemmtilegasta upplifun, hann var stórskemmtilegur og húmorinn að drepa hann.. Ég sé núna eftir að hafa ekki tekið betur eftir nafninu hans, því það ég hefði örugglega flett honum upp og addað honum á feisbúkk.. hann sagðist vera með síðu!! Það var líka gaman að fá að sjá krúnudjásnin, reyndar var "the Star of Africa" reyndar ekki eins stór og ég hafði ímyndað mér (en hvenær eru hlutirnir nokkurn tímann þannig ;) )
Eftir allt labbið var haldið á Oxford stræti aftur, fundum þar krá á einhverri hliðargötu og fengum okkur í gogginn. Um kvöldið var svo árshátíðin góða, stórglæsileg eins og allt annað í þessari ferð. Skemmtilegir borðfélagar. Hvítvínið ljómandi gott, skemmtiatriðin til fyrirmyndar. Björgvin Franz sá um að stjórna þessum herlegheitum. Eftir að dagskránni lauk, hófst smá ball og fólk þaut annarsvegar út á dansgólfið eða niður í bæ til að leita af meira fjöri. Ég var auðvitað prúð stelpa, fór upp á herbergi á miðnætti. Laumaði mér hinsvegar niður aftur, vel dúðuð og fór í smá göngutúr um hverfið. Andaði að mér Lundúnarloftinu (menguninni?) og leið ótrúlega vel á eftir..
Fólkið sem mætti í rútuna kl 9, var ekki upp á marga fiska. Ekki heldur þeir sem mættu tuttugu mínútum seinna... á miðri leið var svo gerð dauðaleit af lausum poka þar sem einn ferðafélaginn var kominn á ystu nöf með að .. já :) þið vitið...
En ekkert slúður og engan skandal... sorry :) kannski næst!
Myndirnar eru á Facebook...
5 Comments:
Sástu nokkuð droplaugu í kasínóinu?
"búðin" mín hóst hóst. ég er tepra :)
By Nafnlaus, at 9:25 f.h.
Aeji hvad eg vildi ad eg hefdi getad verid med ter tarna systa. Forum bara i systraferd einn daginn og ta syniru mer tad helsta i london :P
By Anna, at 1:18 e.h.
Æ hljómar æðislega :)
Af hverju var ekki svona þegar ég vann þarna!! Prmf ;Þ
En hey ég er að fara til Parísar nananabúbú :Þ
By Nafnlaus, at 7:29 e.h.
Ég er ánægður með það að þú hafir áttað þig á því að þetta var sápa sem var sett á koddann þinn, ég hefði örugglega haldið að þetta væri nammi :)
By Nafnlaus, at 3:01 f.h.
Hanna: hehe nei því miður lét hún ekki sjá sig...
Anna: já :) hlakka til
Heba: pffffff París?? Hvað ertu að ana þangað? Þau hefðu mátt byrja á þessu fyrr.
Ögmundur: Það var náttla eftir að ég beit í
By Aldan, at 9:12 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home