Aldan

föstudagur, mars 02, 2007

Við vorum reknar úr íbúðinni í nokkra daga á meðan verið var að gera við sprungurnar á baðherbergisgólfinu. Ekki var annað í stöðunni en að flýja borgina, þetta var eiginlega lán í óláni því við fengum sumarbústaðarferð út á þetta. Ég þurfti reyndar að sækja vinnu fyrstu dagana en Hrönn elskan reddaði svo hinum dögunum fyrir mig, það tók svipaðan tíma að keyra hingað í Ölfus og heim til mín á háannatíma. Við Joshua áttum gæðastund saman og tunglið og stjörnurnar héldu mér félagsskap á leiðinni. Heitur pottur eftir vinnu, góður matur með Heiðmerkurkryddi, gulrótarbrauð, lestur bóka og spádómar.... þetta var yndislegt... ekki eyðilagði það fyrir að vera með aðgang að interneti svo hægt var að ganga frá mánaðarlegum skyldum og halda bloggáskoruninni. Svo snjóaði :)
Jæja, þarf að klára að taka mig til áður en ég held út í óveðrið :) vildi óska að við hefðum tekið helgina líka! En allt gott tekur á einhvern tímann enda, því miður...

Vi ses!

2 Comments:

  • nú! ég vissi ekki að þu værir farin í bústað. hafðu gott esskan


    pannan

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:24 f.h.  

  • Komin aftur en takk sömuleiðis ;)

    By Blogger Aldan, at 12:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home