Aldan

mánudagur, júlí 23, 2007

Kattarskammirnar eru byrjaðar að hoppa upp í gluggann á baðherberginu og leika sér svo að því að klóra af filmuna sem við settum fyrir gluggann. Mér sýnist vera svona 3 dagar í það að heimurinn fái að njóta Öldunnar í öllu sínu veldi í sturtu... hvort það er góður hlutur eður ei verða aðrir að dæma! Ég tek þessu mjög persónulega þar sem ég er ekki mjög hrifin af því að fylgst sé með athöfnum mínum á baðherberginu, sama hvað ég er að gera þar. Það er ástæða afhverju þetta er kallað prævetið! Ég veit ég hef ekki sinnt þeim nóg undanfarið, þeir hafa verið svoldið afskiptir en ég tek ælu á teppið fram yfir eitthvað svona vesen. En þeir vita ALVEG hvað þeir eru að gera.

Ekki nóg með þetta, heldur ákváðu tvær flugur að flytja inn í herbergið mitt þar sem það stendur autt fyrir utan eina fígúru sem ber nafnið Audibet en við komum að henni seinna. Þeir voru að gera mig geðveika í gær. Ég sat hér í rólegheitum fyrir framan tölvuna þegar Símon stökk í öllu sínu 5 kílóa veldi á bakið á mér og hóf að klifra upp á topp. Eftir stendur rifinn bolur og blóðugt bak. Svo væla þeir stöðugt og vilja að ég hjálpi þeim að ná þessum bannsettu flugum.

En aftur að næturgestinum, ég fékk heimsókn hérna á fimmtudag. Við Tarotklúbburinn vorum með smá reunion, hálft ár síðan við hittum síðast og varð þetta frábært kvöld í alla staði. Um eitt eða tvöleytið þá fer Nornin heim en gleymir að taka Auði með sér. Auður gerði sér lítið fyrir og lagðist upp í rúmið mitt með Harry Potter bók í hendi og svo veit ég ekki fyrr en að á laugardag þá er allt í einu kominn auka tannbursti í glasið inn á baði! Svoldið skerí... það er mánudagur og hann er enn hérna.

Neinei.. þetta er búið að vera rosa fínt. Svo kemur Anna mín á morgun..tíminn líður hratt :)

Ég ætla svo að lokum að benda ykkur á Facebook.com , þetta er snilldarsíða. Svipað og myspace nema þetta er lokað umhverfi. Snúrurnar flykkjast þangað í bílförmum (hér erum við að tala um station bíla bílfarma :) ). Nóg um að vera.. það held ég nú...

laugardagur, júlí 14, 2007

Down the toilet

Ég vinn hjá fyrirtæki þar sem konur eru í miklum meirihluta, karlkynið sést hér oft ekki dögum saman. Það gerir eftirfarandi tilkynningu smá skondna en fyrir ofan klósettin hefur verið settur miði sem á stendur:

STRÁKAR
Vinsamlegast setjið setuna niður eftir notkun og ekki pissa á gólfin eða á klósettskálina!

Takk elskurnar!


Ég hefði verið til í að sjá svipinn á þeim karlmönnum (strákum) sem voru að vinna þegar þetta var sett upp :) Auðmýkjandi myndi ég halda en

Funny :)

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Innflutningspartý Söru og Ellen
















Í kvöldfréttum áðan var frétt um rússneska vændiskonu sem hefur aðsetur á Reykvísku hóteli um þessar mundir og þjónustar þar viðskiptavini. Seinna í sama fréttatíma var sami fréttamaður og fór í heimsókn til vændiskonunnar sýndur þar sem hann stóð á torgi einu í Moskvuborg. Nú spyr ég: Hvernig rakst fréttamaðurinn á þessa rússnesku síðu? Ég veit að hún auglýsti einnig á íslenskum síðum, en hvar hófst þessi rannsókn? Varð hann kannski einmana á þessu ferðalagi um Rússland og fór því á netið í leit af félagsskap? Rakst hann þar á þessa auglýsingu um ferð vændiskonunnar til Íslands? Soldið gaman að velta þessu fyrir sér! Tilgangslaust en skemmtilegt :D