Aldan

fimmtudagur, mars 08, 2007

Aumingja...

greyið húsvörðurinn í ræktinni. Ég er búin að vera afskaplega árásargjörn og uppstökk undanfarna daga og hann lenti í restinni. En þetta er allavega komið úr systeminu hjá mér núna :) hehe.... neinei.. ég var ekkert svo vond við hann. Það var bara sama sagan og venjulega, rafmagninu sló út á þessu sömu 4 tækum og venjulega, við vorum 3 sem snarstoppuðum og ég rauk öskuvond niður enda var ég í góðum gír, aðeins hálfnuð með prógrammið og var akkurat að skipta yfir á Who's line is it anyway, sem mér til mikillar ánægju er byrjað aftur :) Ég hreytti út úr mér að þetta gengi bara alls ekki og þetta væri stórhættulegt, það yrði að gera eitthvað í þessu. Greyið kallinn hringdi strax á rafvirkja og reyndi eitthvað að mýkja mig með smá tjatti :) Ég get ekki verið svo slæm!!?? Er það?? Þessu verður þó vonandi kippti í liðinn fyrir mína tilstuðlan! Í öllum hamagangnum gleymdi ég svo að kveikja aftur á þættinum! Fúlt maður... :)

6 Comments:

  • Alda...


    ...sömu fjögur tækin verða rafmagnslaus í þriðja skiptið. Ein spurning: Afhverju ferðu á bilað tæki?

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:32 e.h.  

  • SKO....

    Málið er að ég er svo fjandi vanaföst Netverji góður, þetta gerist ekki alltaf.. bara stundum... þarf afleiðandi fer ég á sama tækið aftur... svo gæti líka verið búið að laga það, hvað veit ég ... ég fæ ekki fréttatilkynningar um þetta. Ég ætlaði reyndar að setja nokkrar línur um það en datt í hug að þú myndir kommenta á þetta! Og viti menn.. ég hafði rétt fyrir mér ;)

    By Blogger Aldan, at 7:37 e.h.  

  • ég segi nú bara: hvað ertu að gera á stað þar sem rafmagninu slær út?

    carrie bradshaw

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:07 e.h.  

  • Ohhh krakkar... hættiðissu!

    Hey... ég vil ekki brjóta ný tæki í Laugum!

    :D

    Er Carrie ekki Droplaug Jónsdóttir? Varstu að óverdósa á Kynlífinu og Borginni?

    By Blogger Aldan, at 11:30 e.h.  

  • Hvar ertu svo að æfa ef ég má spyrja?

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:17 f.h.  

  • Ehhh.. hmmm ... árskortið mitt gæti orðið ógilt ef ég segi það.. en... ég æfi í Húsi nefnt við Bað! Ánægð!! :)

    By Blogger Aldan, at 7:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home