laugardagur, ágúst 31, 2002
Meðan ég man! Ég lýsi hér með eftir nafni á mynd, hún fjallar um krakka í framtíðinni sem eru nokkurs konar þrælar. Allir ferðast um á hjólaskautum og það er vatnskortur! Hópur krakka brjótast út úr einhverju vistheimili og eru að reyna að hafa uppi á foreldrum eða einhverjum! Muniði eftir myndinni?? Látið mig endilega vita, nafn myndarinnar, nafn einhvers leikara í myndinni, plís! Það er soldið sem heitir Shout Out fyrir neðan allar færslur... þar geturu Öskrað þínar skoðanir!
Sandel, Adríel, Addi, Demus, Garri og Engla voru meðal nafna sem mannanafnanefnd tók til greina á síðasta fundi sínum og verða þau færð á mannanafnaskrá. Nefndin hafnaði á hinn bóginn beiðni um eiginnafnið Annamaría og Dyljá. (Tekið af vef Morgunblaðsins)
Mér þætti nú gaman að sjá þessa einstaklinga í nefndinni! Ég held þeir hljóti að vera drukknir þegar þeir ákveða hvað sé leyfilegt og hvað ekki, fara örugglega í drykkjuleik, kasta upp á nöfnin!
Tímon er leyfilegt (Tímon og Púmba örugglega fyrirmyndirnar), Annía, Tamar, Hedda, Víóletta, Kristall, Irmý, Kládía (hugsa um Klamidíu þegar ég sé þetta nafn), Stirnir, Dimmblá! Ja hérna, en sum þeirra eru nú samt flott!
Svona til gamans get ég nefnt það að ef ég væri klámdrottning (mitt annað val ef sálfræðin gengur ekki upp) þá væri mitt sviðsnafn Daniela Deep! Hugsa sér!
Mér þætti nú gaman að sjá þessa einstaklinga í nefndinni! Ég held þeir hljóti að vera drukknir þegar þeir ákveða hvað sé leyfilegt og hvað ekki, fara örugglega í drykkjuleik, kasta upp á nöfnin!
Tímon er leyfilegt (Tímon og Púmba örugglega fyrirmyndirnar), Annía, Tamar, Hedda, Víóletta, Kristall, Irmý, Kládía (hugsa um Klamidíu þegar ég sé þetta nafn), Stirnir, Dimmblá! Ja hérna, en sum þeirra eru nú samt flott!
Svona til gamans get ég nefnt það að ef ég væri klámdrottning (mitt annað val ef sálfræðin gengur ekki upp) þá væri mitt sviðsnafn Daniela Deep! Hugsa sér!
Take the What Should Your New Year's Resolution Be? Quiz
Þetta er nú eitthvað frekar sem Hanna ætti að fá úr prófinu!
Fann fullt af prófum! Ég reyndar er ekki beint í skapi núna til að blogga neitt! Er með lagið Complicated með Avril Lavigne á heilanum! Þetta er alveg brilliant lag en festist því miður á heilann eins og Can't get you out of my head og Wherever, Whenever! ÉG er svo syfjuð að ég er að deyja! Annars er spilakvöld í kvöld......vúhú ég á sko eftir að berja bossa (kick ASS). Harry Potter spilin verða dregin upp, bæði trivialið og Clue Potterinn. Ég keypti mér tölvuleik um daginn, Zork hehe svaka fyndinn leikur, maður á að leysa þrautir og komast hjá því að laganna verðir taki mann. Á einum stað er lögga að lesa yfir manni: I'm gonna read you your rights, YOU have No rights, guards take him away! :) Ég held ég þagni bara þar til ég hef eitthvað að segja!
Which flock do you follow?
this quiz was made by alanna
Ég hálfskammast mín hvað það er langt síðan síðast! Ég held þetta stafi af kvíða, ég skýst inn á netið og svo strax út aftur eftir að ég hef tekið blogghringinn minn. Forðast póstinn minn eins og heitan eldinn! Ástæðan, jú ástæðan er sú að nú fer að líða að því að einkunnagjöfin fari að síast inn á netið. Hjartslátturinn eykst og ég verð bara andstutt af því að hugsa um þetta! En það fer eins og það fer, annars fer það bara ekki neitt! Ég átti yndæliskvöld í kvöld þar til ég fór í vinnuna! Ég fór út að borða á Pizza Hut ásamt Örnu og Álfrúnu, Fellaskólagengið (ef gengi má kalla) byrjað að draga sig saman aftur, eftir það héldum við heim til Örnu í smá internetpartý! Nú sit ég hérna í vinnunni og japla á leifunum af pizzunni sem við fengum fyrr í kvöld! Mæli með brauðstöngunum!
You stay away from anything crass or crude.
You could be called a "cyberprude."
Lighten up, and take off your shirt.
Flashing a chatroom wouldn't hurt.
Are *You* a Cyberslut?
You Are a Cyberprude!
You stay away from anything crass or crude.
You could be called a "cyberprude."
Lighten up, and take off your shirt.
Flashing a chatroom wouldn't hurt.
Are *You* a Cyberslut?
mánudagur, ágúst 26, 2002
Þá er þessi frábæra helgi á enda! Svona hófst hún:
Föstudagur: ég var boðin í heimsókn til Kalla og Ögmundar! Við fengum okkur pizzu og horfðum á Sum of All Fears með Benna Affleck hönk. Myndin var bara alveg nokkuð góð, dáldið lengi að byrja samt en ég verð að segja að í henni er eitt flottasta, nei ok, ætla ekki að taka svona sterklega til orða en rosalegt spennuatriði! Ég ætla bara að segja eitt orð: íþróttaleikvangur, þið munuð ná áttum þegar þið sjáið myndina. Benni stendur sig asskoti vel í þessu hlutverki (sem og flestum öðrum), Morgan Freeman er góður eins og vanalega og svo náttla Öskurkrúttið hann Liev Screiber (eða hvernig sem þið viljið stafa nafnið hans). Þið getið lesið meira um myndina á hinu blogginu! Anyways, síðan eftir myndina var smá tjatt í gangi og ég tók mig til og lagði eina stjörnu fyrir Ögmund! Held hann hafi samt ekki alveg tekið mig trúanlega ;) Allavega rosa kósý kvöld í boði Kalla og félaga! Svo er það Laugardagurinn: ég sá náttúrulega engan tilgang í því að breyta svefnmunstri mínu og svaf til hádegis, hófst síðan handa við að taka til í herberginu hjá mér, ef það getur kallast að taka til! Ég var að endurskipuleggja skóladótið mitt, setja gamlar glósur í möppur og sjá hvað ég þarf að kaupa fyrir næsta skólaár! Þetta tók mig næstum allan daginn sem gefur til kynna hversu skipulögð ég var fyrir! Ég reyndar skaust út í smá leiðangur að finna möppur og pennaveski og ýmsan óþarfa, var að leita mér að skólatösku en fann enga sem ég tímdi að borga pening fyrir þannig að ég límdi bara þessa gömlu saman með Galdragripi og vona að hún dugi í nokkra mánuði í viðbót! Fyrir þá sem ekki vita þá er Galdragrip trélím, sem hægt er að nota til að líma ýmislegt annað með, t.d. spegla, plast, putta og skó! Mér samt tókst sem betur fer að forða öðrum hlutum en skólatöskunni frá eyðileggingu og öðrum ósóma! Jæja eftir að ég var búin að koma herberginu í sæmilegt horf (ég endurtek sæmilegt horf, aldrei gott horf hjá mér) þá kom Álfrún vinkona í heimsókn! Við fórum út og náðum okkur í DVD (Legally Blond sem er brilliant mynd), eftir það tók ég fram tarotin (já, í fleirtölu) og við vorum aðeins að leika okkur með þau! Við komum okkur saman um það að nú þyrftum við að fara bráðlega í andaglas, þannig að Arna , nú er að duga eða drepast!! Finndu tíma handa okkur, og borð! Sem sagt mjög kósý kvöld hjá okkur Álfrúnu!
Og þá er ég komin að sunnudeginum! Vaknaði um ellefu leytið við hringingu frá föður mínum (sem by the way er byrjaður að lesa bloggið hjá mér!), fór smá í tölvuna til að gefa gæludýrunum mínum í Sims smá athygli! Fór svo í bíó áðan, á Mothman Prophecies! Sem er líka alveg Brilliant! Sem sagt rosa kósý og skemmtileg helgi hjá mér! Nú er textinn orðinn svo langur að ég er örugglega búin að missa alla athygli frá ykkur þannig ég ætla að hætta í bili og fara að sofa! Góða nótt!
Föstudagur: ég var boðin í heimsókn til Kalla og Ögmundar! Við fengum okkur pizzu og horfðum á Sum of All Fears með Benna Affleck hönk. Myndin var bara alveg nokkuð góð, dáldið lengi að byrja samt en ég verð að segja að í henni er eitt flottasta, nei ok, ætla ekki að taka svona sterklega til orða en rosalegt spennuatriði! Ég ætla bara að segja eitt orð: íþróttaleikvangur, þið munuð ná áttum þegar þið sjáið myndina. Benni stendur sig asskoti vel í þessu hlutverki (sem og flestum öðrum), Morgan Freeman er góður eins og vanalega og svo náttla Öskurkrúttið hann Liev Screiber (eða hvernig sem þið viljið stafa nafnið hans). Þið getið lesið meira um myndina á hinu blogginu! Anyways, síðan eftir myndina var smá tjatt í gangi og ég tók mig til og lagði eina stjörnu fyrir Ögmund! Held hann hafi samt ekki alveg tekið mig trúanlega ;) Allavega rosa kósý kvöld í boði Kalla og félaga! Svo er það Laugardagurinn: ég sá náttúrulega engan tilgang í því að breyta svefnmunstri mínu og svaf til hádegis, hófst síðan handa við að taka til í herberginu hjá mér, ef það getur kallast að taka til! Ég var að endurskipuleggja skóladótið mitt, setja gamlar glósur í möppur og sjá hvað ég þarf að kaupa fyrir næsta skólaár! Þetta tók mig næstum allan daginn sem gefur til kynna hversu skipulögð ég var fyrir! Ég reyndar skaust út í smá leiðangur að finna möppur og pennaveski og ýmsan óþarfa, var að leita mér að skólatösku en fann enga sem ég tímdi að borga pening fyrir þannig að ég límdi bara þessa gömlu saman með Galdragripi og vona að hún dugi í nokkra mánuði í viðbót! Fyrir þá sem ekki vita þá er Galdragrip trélím, sem hægt er að nota til að líma ýmislegt annað með, t.d. spegla, plast, putta og skó! Mér samt tókst sem betur fer að forða öðrum hlutum en skólatöskunni frá eyðileggingu og öðrum ósóma! Jæja eftir að ég var búin að koma herberginu í sæmilegt horf (ég endurtek sæmilegt horf, aldrei gott horf hjá mér) þá kom Álfrún vinkona í heimsókn! Við fórum út og náðum okkur í DVD (Legally Blond sem er brilliant mynd), eftir það tók ég fram tarotin (já, í fleirtölu) og við vorum aðeins að leika okkur með þau! Við komum okkur saman um það að nú þyrftum við að fara bráðlega í andaglas, þannig að Arna , nú er að duga eða drepast!! Finndu tíma handa okkur, og borð! Sem sagt mjög kósý kvöld hjá okkur Álfrúnu!
Og þá er ég komin að sunnudeginum! Vaknaði um ellefu leytið við hringingu frá föður mínum (sem by the way er byrjaður að lesa bloggið hjá mér!), fór smá í tölvuna til að gefa gæludýrunum mínum í Sims smá athygli! Fór svo í bíó áðan, á Mothman Prophecies! Sem er líka alveg Brilliant! Sem sagt rosa kósý og skemmtileg helgi hjá mér! Nú er textinn orðinn svo langur að ég er örugglega búin að missa alla athygli frá ykkur þannig ég ætla að hætta í bili og fara að sofa! Góða nótt!
fimmtudagur, ágúst 22, 2002
Nú er þetta komið úr mínum höndum og vonandi í guðs hendur!! Ég þvæ hendur mínar af þessu!! Var sko að klára prófið... ég svaf í rúma 3 klst í nótt og tel mig vera afar lánsama!! Bóklesturinn gekk ekki sem skyldi og kenni ég þar um prófkvíða, þetta yndislega orð sem hefur bjargað sálu minni oft á tíðum, ég er ekki rugluð né klikkuð... ó nei ég þjáist bara af Prófkvíða!! Ef mér gengur illa í prófi, nei veistu, ég var svo illa haldin af prófkvíða!! En í alvöru svona þá hef ég nokkrum sinnum lent í því að blokkast algjörlega í prófi, yfirleitt eru það hendurnar sem byrja að titra og svo get ég ekki fókusað með augunum! Ástæðurnar gætu verið aðrar en prófkvíði náttúrulega fyrir suma, eins og til dæmis þynnka! Heilablóðfall og annað slíkt! En í alvöru talað, ég hef orðið þess vör hér í Háskólanum að fólk mætir endurtekið þunnt í próf! Algjört tillitsleysi við samnemendur, ekki nóg með það að lyktin sé slík að það liggi við að það líði yfir mann í stólnum heldur verður maður einnig að líta sífellt aftur fyrir sig á aumingja manneskjuna, bara svona til að athuga hvort það sé ekki örugglega allt í lagi með hann (eða hana). Þar af leiðandi er maður stöðugt í hættu með það að verða tekin fyrir prófsvindl, að vera að kíkja hjá næsta manni fyrir aftan!! Annars held ég að aumingja konurnar sem sitji yfir myndu annars ekkert taka eftir því, það er engin af þeim undir 90 og flestar of uppteknar við lúrinn sinn eða að skoða morgunblaðið að þær sjái nokkuð!! Þær síðan trítla með súrefniskútinn á eftir sér út í smók á 5 mínútna fresti og skapa jafnmikinn hávaða og þegar þær eru að snýta sér. En manni þykir nú alltaf soldið vænt um þær!
En nóg um það .... ég er komin í SUMARFRÍ!!! Ætti ég að fara á ströndina, í bíó, út á land!! Eða fara bara heim og gera ekki neitt?? Þar sem það er engin sól, ég á engan pening og bíllinn minn er komin á síðasta snúning þá hugsa ég að ég velji síðasta kostinn!! Ég held ég fari heim!
Which Trainspotting Character Are You?
En nóg um það .... ég er komin í SUMARFRÍ!!! Ætti ég að fara á ströndina, í bíó, út á land!! Eða fara bara heim og gera ekki neitt?? Þar sem það er engin sól, ég á engan pening og bíllinn minn er komin á síðasta snúning þá hugsa ég að ég velji síðasta kostinn!! Ég held ég fari heim!
Which Trainspotting Character Are You?
miðvikudagur, ágúst 21, 2002
Ég held að þetta sé kvefið sem talar.... eitt próf búið.. eitt próf eftir!!! Ég held þetta séu einhver álög.. alveg eftir mér að fá flensuna í miðjum prófum!!! Bömmer, en annars þá langar mig að tala smá um handtöskuvandamálið mitt! Hvernig væri að Kári færi að finna þetta gen.. ég held það sé í leynum í nánd við Ömmugenið..... við þurfum öll að standa saman og ráða niðurlögum á þessari hvimleiðu áráttu kvenfólks að ganga alltaf með 20 lítra handtösku dagsdaglega.... ég sé að kroppinbökum og skökku fólki fjölgar í takt við það að töskurnar stækki!! Þetta sé ættgengt, ég man að ég var alltaf undrandi á Mary Poppins töskunni hennar Ömmu... þegar við fórum í útileigur og ferðalög eða bara bæjarferð þá komu undarlegustu hlutir upp úr töskunni hjá henni.... klósettpappír, brjóstsykurspokar í tugatali, plástrar, ljósaperur, treflar og miklu fleira. Í dag er þessi árátta hjá mér þannig að ef það kemst ekki allt sem ég þarf í töskuna mína, þá er tími til kominn að ég fái mér stærri tösku!! Reyndar er ég líka með töskuáráttu eins og sumir eru með skóáráttu, ef ég kemst í töskubúð verð ég alveg veik... í herberginu mínu núna eru 4 handveski, 2 skólatöskur, 2 bakpokar, 1 stór ferðataska (nei ég er ekki á leiðinni í ferðalag)og 2 strátöskur, þá er ég ekki að telja með töskurnar sem eru inni í skáp eða uppi á háalofti. Eins og vinir mínir þekkja þá eru töskurnar hjá mér alltaf úttroðnar og ég er með alls kyns óþarfa, 5 kg af andlitsmálningu (ef ég skyldi óvænt lenda í óveðri og þurfa að spasla í andlitið upp á nýtt, það hefur reyndar aldrei gerst... en hey maður veit aldrei). Ég er með naglasnyrtisett sem ég nota aldrei, ég meina maður klippir táneglurnar bara eftir baðið!), 3 tegundir af naglalakki, stílabók og pennaveski ef svo skyldi fara að mér skyldi detta í hug einhver brilliant hugmynd sem ég yrði að skrifa niður á staðnum, box af verkjatöflum, spilastokk (ef mér skyldi leiðast), nokkrar hálstöflur sem eiga að vera vörn gegn andfýlu (móðir mín gengur með tannkrem á sér), dagatal, útvarp, myndavél (ef Kodak stundin myndi óvænt renna upp), geisladiskahulstur (20stk). Og þetta er sem er fast í töskunni!! Svo á merkilegri dögum er hún full..... aukaföt, jakki til skiptana... bíllinn minn er reyndar bara skápur!! Ég veit ekki hvernig ég mun komast af ef hann gefur upp öndina!!
Ég er sannfærð um að þetta er sjúkdómur!! Hvernig væri að setja upp nokkur rúm á gjörgæslunni fyrir handtöskufíklana!!! Stelpur....stöndum saman og berjumst gegn þessu!!
Ég er sannfærð um að þetta er sjúkdómur!! Hvernig væri að setja upp nokkur rúm á gjörgæslunni fyrir handtöskufíklana!!! Stelpur....stöndum saman og berjumst gegn þessu!!
Ég er líklega sú ópólítískasta manneskjan sem ég þekki!!! Ég er svo algerlega passiv á stjórnmálin... en ég tel það alls ekkert vera svo slæman hlut.... þó að aðrir séu ekki kannski á sama máli. Ég er fullkomlega sátt við að láta aðra um hluti sem ég hef ekki hundsvit á... þið munuð til dæmis ekki sjá mig eftir flugferð fara og ræða við flugstjórann um flugið, að ég hafi ekki alveg verið fullkomlega sátt við hallann á flugvélinni þegar hún lenti og hvort hann væri ekki tilbúinn að laga það í næstu ferð! Ég legg mitt líf í hendur hans og treysti honum fyrir því..... eins með pólitíkusana... ég læt málin í hendurnar á þeim, ég veit að það eru fleiri í þjóðfélaginu sem hafa meiri áhuga á þessum hlutum og fylgjast með og taka í taumana ef eitthvað virðist vera á rangri leið.... t.d. hún Hanna mín væri ekki lengi að setja á sig rauðu sokkana og mótmæla kröftuglega. Hinn harðorði Karl mun einnig ekki liggja á skoðunum sínum í fjölmiðlum! Mér finnst ég vera í nokkuð öruggum höndum og einbeiti mér í staðinn að öðrum minna merkilegum hlutum sem ég hef skoðanir á.... Þið munuð líklegast ekki finna neinar pólítískar umræður hér á síðunni nema þá þessa undanfarandi... Ég er sátt ... ert þú sáttur!
sunnudagur, ágúst 18, 2002
laugardagur, ágúst 17, 2002
Ég barasta gæti verið fræg á Íslandi án þess að vita það.. í rauninni eru allir frægir á Íslandi... það kannast allir við alla ...alla vega í gegnum þriðja aðila!! Þannig að þú lesandi góður þekkir mig eða þekkir einhvern sem þekkir mig!! Vá hvað þetta var djúpt!! Ég held að verkjatöflurnar séu farnar að sparka í mig!! Ég er komin með þetta indæliskvef... hvaðan ætli ég hafi fengið það!!! Ég held reyndar að flest öll íslenska þjóðin sé annað hvort með þessa kvefpest eða nýstaðin upp úr henni! Eina ráðið sem ég hef er að fá sér box af Ibúkód og leggjast upp í rúm með heitt glas af einhverju!! Helst heitt vatn með smá sítrónu!! Hlakka svo til að komast heim í rúmið!!! Trúi ekki að ég sé að vinna á Menningarnótt.. heyri í flugeldunum í fjarlægð.. þvílík synd!! Reyndar minna hljóðin mig á Menningarnóttina fyrir u.þ.b. 2 árum þar sem ég var stödd upp við Arnarhól... sátum þar nokkur saman í hóp fyrir ofan fyrrverandi skólastjóra okkar... ein vinkona mín (sem ég mun ekki nefna á nafn.. hún veit hver hún er) var frekar drukkin.. rúllaði sér á hliðina og losaði sig við nokkur kíló!! Ég man að við forðuðum okkur í burtu um leið og færi gafst á. Úff... ef ég væri ekki svona stífluð þá gæti ég örugglega rifjað upp lyktina :( ojjj.. ég vona bara að enginn hafi runnið í brekkunni!!! Ég held samt að fáir hafi fattað... hún gerði þetta svo pent... engin hljóð né neitt... maður verður bara að dást að svona löguðu!!
föstudagur, ágúst 16, 2002
Ég biðst innilegrar afsökunnar á þeirri mynd sem hefur verið hér á blogginu mínu síðastliðinn sólarhring!! Karl var að kenna mér að setja myndir inn.. og ég ætlaði alltaf að taka hana út (fyrir þá sem ekki sáu þá var þetta mynd af henni Dolly Parton)! Ef ykkur langar að skoða myndina.. kíkið þá á síðuna hjá Kalla. Annars er ég farin.... lærdómurinn ræður ríkjum... óskið mér góðs gengis (ég þarf sannarlega á því að halda).
Bless í bili... með kveðju frá vígstöðvunum!!!
Bless í bili... með kveðju frá vígstöðvunum!!!
miðvikudagur, ágúst 14, 2002
Haha.. alveg brilliant.... ég var að hringja fyrir manneskju út... sá sem viðkomandi var að reyna að ná í var ekki við og ég segi hinum það... að hann verði við eftir klukkustund! Þá spyr kúnninn: á mínum tíma.. eða hans!!! Bahhhhhhhhhh hehe
7 klst og 45 mínútur eftir af vaktinni minni..... jafnlangur tími þar til ég hætti í 100% starfi og fari í 75% sumarfrí!! Elvis er búinn að vera að bögga mig í nótt... reyndar í gær líka.. svo í morgun... Í gær var ég með hann á heilanum eftir að hafa lesið grein um að hann sé sá sem hefur grætt mest í gröfinni. Nú í nótt dreymdi mig svo að ég væri í vinnunni og ætti að ráða niðurlögum geimvera sem herjuðu á jörðina (ekki spyrja mig) þær litu nákvæmlega út eins og fígúrurnar sem eru í auglýsingunni á Minority Report (hef ekki séð myndina enn). Þessar sem koma inn í baðherbergið um leið og hann fer í kaf! Alla vega þá var Elvis eini maðurinn sem náði að lifa af eitrið sem þær gáfu frá sér... þær hringuðu sig á úlnliðnum eins og armband! En nóg um það (stórskemmtilegur draumur eins og þið getið rétt ímyndað ykkur) svo í morgun á leið í vinnuna.. þá er lagið þarna Little Less Conversation í útvarpinu og ég er með það núna á heilanum.. sem er ýkt pirrandi.. meira pirrandi en Can't get you out of my head! ÆJi nei...ohhhhh never mind..
Svo var ég að lesa á einhverju fréttabloggi að Lisa Marie og Nicholas Cage hefðu gift sig um helgina!
Svo var ég að lesa á einhverju fréttabloggi að Lisa Marie og Nicholas Cage hefðu gift sig um helgina!
þriðjudagur, ágúst 13, 2002
Ætli það sé of seint núna að hoppa úr sálfræðinni í kokkinn.... skemmtilegt orð það... kokkur!! já.. en til að halda mér á sporinu... ég var með smá matarboð á sunnudaginn! Eldaði þetta dýrindislæri (sem var ekki of ÞURRT, sama hvað þú segir Ögmundur), granít eins og ég kýs að kalla það(eða gratín sem var eldað fyrir mig.. var mjög gott líka), svo var ég náttúrulega með meðlæti.. og smá mótlæti en aðallega voru þetta nú bara læti. Reyndar skammast ég mín dáldið fyrir það en þetta var í fyrsta sinn sem ég hef búið til sósu upp frá grunni... pakkasósu þar að auki!! Ég hef hrært í sósum yfir ævina.. það vantar ekki en aldrei sett sjálf vatnið í pottinn.. þannig að þið getið ímyndað ykkur hversu stórt skref þetta var fyrir mig!! Hún heppnaðist meira að segja bara mjög vel.. dáldið þykk.. en það er nú bara gott! Í eftirrétt var ég svo með Bounty-köku og súkkulaðiís með vanillufyllingu!! Þetta var nú allt étið.. ég hef aldrei séð í matarboðum jafnvel hreinsað af matardiskum!! Ég var svo ánægt með það!! Ég vil annars koma þökkum á framfæri til Karls og Ögmundar fyrir alla aðstoðina.. lánið á íbúðinni og öllum fötunum og síðast en ekki síst.. uppvaskinu :)
Jæja..... þá snýr maður aftur til vinnu eftir viðburðaríka helgi!! Þar má nefna Gay Pride og rússana sem sungu á Ingólfstorgi. Ég missti náttúrulega af báðum atburðunum.... óheppin eins og ég er!!! Ég sá reyndar fullt af fólki og bílum sem voru fyrir mér þar sem ég brunaði um götur bæjarins! Ótrúlegt hvað er alltaf mikil umferð þegar Fúsa liggur á!! Annars er bíllinn minn hálf lasinn... það er svo mikið að honum greyinu... að ég býst bara við einn daginn að koma að honum þar sem hann liggur með hjólin upp í loftið og búinn að gefa upp öndina... Reyndar fékk ég nýtt sæti í dag... reyndar nýtt/gamalt sæti... í bílinn sko!! Það er núna gífurlega vond lykt í bílnum.... allar mínar lykteyðandi fígúrur ná ekki að bæta úr því!
sunnudagur, ágúst 11, 2002
| |||||||||||||||||||||||||
Take your bookworm readings. |
I am 50% Happy! take the "How Happy Are You?" test at Unparalleled! |
Bara svona því það er svo langt síðan ég kom með próf!!
Annað sem fór úrskeiðis í dag, ég fékk lánaða peysu hjá systur minni .. aðeins til að komast að því að það er blettur framan á og ég er ekki með nein aukaföt hér í vinnunni.. ótrúlegt en satt! Ég keypti brúnan háralit sem kemur út sem svartur í hárinu á mér!! :(
Og nú sit ég hérna á næturvakt og Sofía er sífellt að skjóta á mig :( Það mætti halda að hún vildi ekki fá far í fyrramálið!! Ég fæði hana og klæði... og hún dissar mig bara!!!
Og nú sit ég hérna á næturvakt og Sofía er sífellt að skjóta á mig :( Það mætti halda að hún vildi ekki fá far í fyrramálið!! Ég fæði hana og klæði... og hún dissar mig bara!!!
Annars er ég handviss um að það sé ærsladraugur heima, sem er líklega orsakavaldur kökurústanna! Það sem fór á gólfið í dag er 1 stk eggjahvíta.... fullt af flórsykri.. háralitur (sem fór einnig út um alla veggi). Eggjaskurn. Örugglega 8 lítrar af vatni, ég rennblotnaði og þurfti að skipta um föt, mútta rennblotnaði og þurfti líka að skipta um föt!
laugardagur, ágúst 10, 2002
I QUIT eins og einhver píkupoppshljómsveit sagði hér árum áður en ég hef sem betur fer gleymt nafninu á! Þetta er búinn að vera QUE HORROR dagur, BÓKSTAFLEGA! Ég vaknaði snemma... fyrir tvö, og dreif mig af stað að kaupa afmælisgjöf handa Hadda.... þaðan lá leiðin í blómabúð.. svo sótti ég Múttu.. umferðin var vægast sagt hræðileg... ég kenni þar um Gay-pride sem ég því miður missti af. Amma og afi sögðu að Palli hefði verið "Æðislegur", íklæddur sundbol og fjöðrum sem stóðu aftan úr rassgatinu! Alla vega hljómaði það þannig hjá ömmu... anyways.. svo fórum við í afmælið! Það er alveg ótrúlegt hvað svona fjölskylduboð geta verið stirð! Fullt af óvelkomnum þögnum og augngotum! Þetta fólk þekkist rosa vel og er svaka fjörugt þegar það hittist óvænt! En í svona veislum þá er eins og einhver hafi troðið priki langt upp í rassgat á þeim og þau geta varla hreyft sig... hvað þá talað... nei ég segi svona... þetta var kannski ekki svona slæmt! Það losnaði aðeins um stífluna þegar óvænt búkhljóð heyrðust úr einni átt..... enginn vildi viðurkenna það samt ... einnig þá heyrðust skrækir þegar einn gesturinn kom með pakka sem var skreyttur vissum líkamsparti! Ég vil taka það fram að þetta var fertugsafmæli! Ég vona að ég verði komin yfir þetta þroskastig þegar ég verð á þessum aldri! Eða þá að ég komist aldrei á þetta þroskastig... það er önnur hlið málsins!
Annar hápunktur var þegar kötturinn varð eitthvað hræddur við mig og stökk úr fanginu á mér og út á mitt gólf og orsakaði smá panic hjá nærstöddum gestum en hann náðist og var settur í herbergisfangelsi! Ég var hálf sorry yfir því.. en mér var sagt að honum hafi verið gefin svefntafla og þess vegna hafi hann verið svona grumpý!
En ég skildi hann svo vel.. að vera dregin illa sofinn fram í stóran hóp af hálf vitskertu fólki... vera svo troðið í fangið á einhverri jussu og látinn dúsa þar! Annars veit ég samt ekki hvernig þetta hefði verið ef ekki væri fyrir köttinn, smábarnið og búkhljóðin! Þökkum heilögum anda fyrir það bara...
En sagan er ekki búin.. ónei.. þið verðið örugglega að líma ykkur föst við skjáinn til að fylgjast með...
Eftir veisluna var svo haldið af stað í bæinn.. þurfti að kaupa hráefni fyrir matarboðið sem ég sjálf er með á morgun! Svo brunuðum við heim og ég byrjaði að baka! Náttla eftir að baksturinn hófst tók ég eftir því að eitt af aðalhráefnunum vantaði... sykurinn!! Ég sendi múttu út á hjólinu mínu og hélt áfram að baka.. ég ætlaði að vera svo dugleg og baka eftir minni!! Don't Do THAT!! Ég setti 400 gr af flórsykri út í kremið í stað 100 gr sem voru MIKIL MISTÖK!! En sem betur fer gat ég bætt úr þessu.. en var orðin frekar hráefnalítil eftir það! Súkkulaðibráðin lenti í smá útistöðum við vatnið og að lokum þegar ég var að gefast upp kom mútta mér til hjálpar og við náðum að skilja þau tvö að. En þá mér til skelfingar brotnaði botninn í köku (skemmtilegt orðatiltæki það) og kakan mín leit út eins og Rambó 2! Ég gafst upp ... stakk rústunum í box og færði stelpunum í vinnunni!! Tilraun 2 verður á morgun!
Annar hápunktur var þegar kötturinn varð eitthvað hræddur við mig og stökk úr fanginu á mér og út á mitt gólf og orsakaði smá panic hjá nærstöddum gestum en hann náðist og var settur í herbergisfangelsi! Ég var hálf sorry yfir því.. en mér var sagt að honum hafi verið gefin svefntafla og þess vegna hafi hann verið svona grumpý!
En ég skildi hann svo vel.. að vera dregin illa sofinn fram í stóran hóp af hálf vitskertu fólki... vera svo troðið í fangið á einhverri jussu og látinn dúsa þar! Annars veit ég samt ekki hvernig þetta hefði verið ef ekki væri fyrir köttinn, smábarnið og búkhljóðin! Þökkum heilögum anda fyrir það bara...
En sagan er ekki búin.. ónei.. þið verðið örugglega að líma ykkur föst við skjáinn til að fylgjast með...
Eftir veisluna var svo haldið af stað í bæinn.. þurfti að kaupa hráefni fyrir matarboðið sem ég sjálf er með á morgun! Svo brunuðum við heim og ég byrjaði að baka! Náttla eftir að baksturinn hófst tók ég eftir því að eitt af aðalhráefnunum vantaði... sykurinn!! Ég sendi múttu út á hjólinu mínu og hélt áfram að baka.. ég ætlaði að vera svo dugleg og baka eftir minni!! Don't Do THAT!! Ég setti 400 gr af flórsykri út í kremið í stað 100 gr sem voru MIKIL MISTÖK!! En sem betur fer gat ég bætt úr þessu.. en var orðin frekar hráefnalítil eftir það! Súkkulaðibráðin lenti í smá útistöðum við vatnið og að lokum þegar ég var að gefast upp kom mútta mér til hjálpar og við náðum að skilja þau tvö að. En þá mér til skelfingar brotnaði botninn í köku (skemmtilegt orðatiltæki það) og kakan mín leit út eins og Rambó 2! Ég gafst upp ... stakk rústunum í box og færði stelpunum í vinnunni!! Tilraun 2 verður á morgun!
Sjáið þetta. Sækó Hundur!
Rafmagnið er bara farið af Egilstöðum!! Það eiga nú margir eftir að sofa yfir sig á morgun ef þeir eru með rafknúnar vekjaraklukkur!! Fólk á að hafa vit á að hafa báðar tegundir... ég er með 3 klukkur!! Bara til öryggis.. samt sef ég yfir mig náttla .. en hey.. alla vega reyni ég að berjast gegn svona óhöppum eins og rafmagns og batterísleysi!!
Akkurat 3 vikur og 4 dagar í það að skólinn byrjar aftur :( Það er orðið dimmt og byrjað að kólna aftur!! Ég hugsa að maður fái bara þunglindisskammdegið aftur.. eða skammdegisþunglyndið! Ég fór í bæinn með Kalla á fimmtudaginn.... ég pungaði út einum sumarfrísdegi og við skelltum okkur í Kringluna, Smáralindina og fleira!! Ég náði í flottu skóna mína til skósmiðs.... þurfti að laga hælbandið sko... og við fengum okkur að eta á Adesso í Smáralindinni.. mjög skemmtilegur staður... sætin á hjólum! Tiger er náttla must því það er uppáhaldsbúðin hans Kalla.. hann virðist samt alltaf geta labbað í gegn án þess að kaupa neitt og ég kem út hlaðin bögglum! Keypti mér afarskemmtilegan bleikan eggjaskerara!! Svo var haldið heim á leið... reyndar fékk ég að búa mér til geisladisk með slögurum eins og Hit the Road Jack!! Fór mjög sátt út með hann!!
þriðjudagur, ágúst 06, 2002
Ég held ég sé búin að setja lokahönd á lúkkið! Í bili alla vega!! Ég vil þakka Karli fyrir alla tískuráðgjöf og kommentin! Ég tilkynni hér með að hann hefur verið skipaður skemmtanastjóri Öldunnar! Fyrsta giggið hans er eftir rúma viku.. við óskum honum bara góðs gengis í starfinu (sem er þokkalega illa launað).
Skemmtileg lesning þetta! Hafið þolinmæði... þetta er fyndið!
mánudagur, ágúst 05, 2002
Þessi er alveg brilliant!! Alla vega teiknimyndirnar neðst á síðunni... sheep skates!! hehe
Bíllinn minn er í klessu!!
Þetta er það sem þarf að gera við:
1 Hemlaslanga
2 Spindilskúlur
1 Púst
1 Sæti
1 Stuðari
Svo náttla þarf að pússa ryðið og jafnvel að rygsuga hann.. held ég leggi samt ekki í það! Maður þyrfti að redda sér karlmanni þó það væri ekki nema bara til að redda þessu!!
Þetta er það sem þarf að gera við:
1 Hemlaslanga
2 Spindilskúlur
1 Púst
1 Sæti
1 Stuðari
Svo náttla þarf að pússa ryðið og jafnvel að rygsuga hann.. held ég leggi samt ekki í það! Maður þyrfti að redda sér karlmanni þó það væri ekki nema bara til að redda þessu!!
Nú er ég búin að flikka upp á útlitið á síðunni hjá mér!! Það fór allt í klessu, ég var eitthvað að fikta..... einnig var archives bilað á hinu blogginu!! But há dú jú læk!! Nú er hægt að kommenta á Shout Outinu!!! Einnig er komið gestakort!! Skemmtileg nýjung það! Segið svo ekki að ég sé ekki dugleg!!
You are 7% geek | |
OK, so maybe you ain't a geek. You do, at least, show a bit of interest in the world around you. Either that, or you have enough of a sense of humor to pick some of the sillier answers on the test. Regardless, you're probably a pretty nifty, well-rounded person who gets along fine with people and can chat with just about anyone without fear of looking stupid or foolish or overly concerned with minutia. God, I hate you. |
sunnudagur, ágúst 04, 2002
Ég er hérna aðeins að fríka út á prófunum!!! Bara smá svona slökunarefni eftir alveg hræðilega vakt!!! ÉG HATA FÓLK! Pirrrrpirrrr ég trúi því ekki að ég þurfi að mæta aftur í kvöld!!! Fólk verður furðulegra og ókurteisara eftir því sem líður á helgina... það verður örugglega QUE HORROR í kvöld og morgun!! Við þyrftum að hafa box púða til að ná að leysa út þessa skapvonsku sem við þróum með okkur hér á næturvaktinni!!!
Just another face in the crowd? Certainly not! You're a people person, and you like everyone around to be your biggest fan. You may be called a sellout, attention whore, or prima donna, but anyone who says that is just jealous of your vibrant and outgoing personality. You're concerned with appearances and with public opinion of yourself, regardless of whether you're in a school or work environment. You have lots of friends and you're hardly ever bored. You're in good company with talk show hosts and politcians worldwide. |
Be cool! Take the What Do You Want Out Of Life? Quiz
laugardagur, ágúst 03, 2002
Þetta er dáldið sorglegt að ég skuli vera byrjuð að plana ferð til Eyja eftir ár! Ég samt á örugglega ekkert eftir að fara... er bara eitthvað sorry yfir því að vera ekkert að fara yfir helgina! Vera bara að vinna!! :( en jæja ... maður bítur bara í það súra!
Hjúkket.. það eru skráð 3 hótel í Eyjum!! Ég nefnilega neita að fara og sofa í tjaldi.. þótt það sé partur af programmet þá neita ég samt!!
Í eftirmála í bókinni Getting Even eftir Woody Allen kemur fram í eftirmálanum að: (ætla hér með að skipta yfir í engilsaxnesku) his only regret in life is that he isn't someone else!! Mér finnst þetta eins og tekið úr mínu hjarta.... ótrúlegt en satt þá á ég sameiginlega skoðun ásamt prevertinum honum Woody! Ætli það sé tökunafn... Woody.. i've got a woody.. ???
Ég fékk æðislega skó í gær!! Ég finn aldrei skó á mig.. en fékk þessa rosa fínu spariskó! Brilliant alveg... fann líka skyrtu á mig, á hálfvirði!! Undur og stórmerki gerast enn!
Klukkan er hálf sjö á laugardagsmorgni.... verslunarmannahelgin er gengin í garð og fólk er ekki farið að sofa!! *Geisp* hvað mig hlakkar til að komast upp í rúm til Símons....ætla sko að knúsa hann í botn þegar ég kem heim!! 2 vaktir búnar.. og 3 eftir :( Það er samt búið að vera furðurólegt hér í vinnunni... Ég öfunda ekki þá sem eru í rigningu og kulda úti í bæ... ég talaði við Helgu áðan og við vorum báðar sáttar við að hafa verið í bænum!!! Alveg satt!! Alla vega hún.. ég er samt að pæla í að panta Hótel í Eyjum fyrir næstu verslunarmannahelgi!! Ætli það sé of snemmt? Nei ég segi nú bara svona... ætli þetta sé ekki syfjan sem talar!
I'm Claire, who are you? Six Feet Under Quiz by Turi.
Þetta eru brilliant þættir.... skemmtilegasta þáttaröð sem maður hefur séð lengi! Þau fengu trilljón tilnefningar til Emmy verðlauna og ég vona að þau vinni þau öll!!!
föstudagur, ágúst 02, 2002
ÉG ER ORÐIN 22 ÁRA! KRÆSTURINN... bráðum fara tennurnar að detta úr mér og ég fæ skalla! Hjálp!
Þetta var samt frábær dagur ... þrátt fyrir að hafa orðið árinu eldri! Ég fékk að sofa út! Reyndar var ég síðan skilin alein eftir heima í allan dag!! Fór í Playstation... sé ekkert athugavert við það.... maður verður nú að halda í æskuna! Slappaði af.... hengdi úr vél og bjó um.. svona í tilefni dagsins! Svo dundu yfir mig sms og símhringingar! Mér fannst það alveg óþarfi að minna mig á það hvað ég væri gömul.. en það var samt sætt af þeim að muna eftir mér!
Mamma og Anna voru ýkt sætar... gáfu mér Risastóran bangsa... andaglas og buxur.. og fleira flott! Það skemmtilega við það er að mútta fékk vinnu í leiðinni þegar þær voru í leiðangrinum.... hún rakst á konu sem hún hafði einhvern tímann spáð fyrir! Konan bauð henni vinnu við að spá... mér fannst það stórmerkilegt og verð að segja söguna í hvert sinn sem ég hitti einhvern! Ég er svo stolt af henni! :)
Svo fékk ég yndislegan grillmat! Og Álfrún vinkona kom í heimsókn... rosa sæt og gaf mér æðislega nornabók í ammlisgjöf!! Og núna sit ég hér í vinnunni.... búin að gefa stelpunum að borða... og sit hér og harma það að vera að vinna á afmælinu mínu!
Þetta var samt frábær dagur ... þrátt fyrir að hafa orðið árinu eldri! Ég fékk að sofa út! Reyndar var ég síðan skilin alein eftir heima í allan dag!! Fór í Playstation... sé ekkert athugavert við það.... maður verður nú að halda í æskuna! Slappaði af.... hengdi úr vél og bjó um.. svona í tilefni dagsins! Svo dundu yfir mig sms og símhringingar! Mér fannst það alveg óþarfi að minna mig á það hvað ég væri gömul.. en það var samt sætt af þeim að muna eftir mér!
Mamma og Anna voru ýkt sætar... gáfu mér Risastóran bangsa... andaglas og buxur.. og fleira flott! Það skemmtilega við það er að mútta fékk vinnu í leiðinni þegar þær voru í leiðangrinum.... hún rakst á konu sem hún hafði einhvern tímann spáð fyrir! Konan bauð henni vinnu við að spá... mér fannst það stórmerkilegt og verð að segja söguna í hvert sinn sem ég hitti einhvern! Ég er svo stolt af henni! :)
Svo fékk ég yndislegan grillmat! Og Álfrún vinkona kom í heimsókn... rosa sæt og gaf mér æðislega nornabók í ammlisgjöf!! Og núna sit ég hér í vinnunni.... búin að gefa stelpunum að borða... og sit hér og harma það að vera að vinna á afmælinu mínu!