Aldan

laugardagur, ágúst 17, 2002

Ég barasta gæti verið fræg á Íslandi án þess að vita það.. í rauninni eru allir frægir á Íslandi... það kannast allir við alla ...alla vega í gegnum þriðja aðila!! Þannig að þú lesandi góður þekkir mig eða þekkir einhvern sem þekkir mig!! Vá hvað þetta var djúpt!! Ég held að verkjatöflurnar séu farnar að sparka í mig!! Ég er komin með þetta indæliskvef... hvaðan ætli ég hafi fengið það!!! Ég held reyndar að flest öll íslenska þjóðin sé annað hvort með þessa kvefpest eða nýstaðin upp úr henni! Eina ráðið sem ég hef er að fá sér box af Ibúkód og leggjast upp í rúm með heitt glas af einhverju!! Helst heitt vatn með smá sítrónu!! Hlakka svo til að komast heim í rúmið!!! Trúi ekki að ég sé að vinna á Menningarnótt.. heyri í flugeldunum í fjarlægð.. þvílík synd!! Reyndar minna hljóðin mig á Menningarnóttina fyrir u.þ.b. 2 árum þar sem ég var stödd upp við Arnarhól... sátum þar nokkur saman í hóp fyrir ofan fyrrverandi skólastjóra okkar... ein vinkona mín (sem ég mun ekki nefna á nafn.. hún veit hver hún er) var frekar drukkin.. rúllaði sér á hliðina og losaði sig við nokkur kíló!! Ég man að við forðuðum okkur í burtu um leið og færi gafst á. Úff... ef ég væri ekki svona stífluð þá gæti ég örugglega rifjað upp lyktina :( ojjj.. ég vona bara að enginn hafi runnið í brekkunni!!! Ég held samt að fáir hafi fattað... hún gerði þetta svo pent... engin hljóð né neitt... maður verður bara að dást að svona löguðu!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home