Aldan

föstudagur, ágúst 02, 2002

ÉG ER ORÐIN 22 ÁRA! KRÆSTURINN... bráðum fara tennurnar að detta úr mér og ég fæ skalla! Hjálp!

Þetta var samt frábær dagur ... þrátt fyrir að hafa orðið árinu eldri! Ég fékk að sofa út! Reyndar var ég síðan skilin alein eftir heima í allan dag!! Fór í Playstation... sé ekkert athugavert við það.... maður verður nú að halda í æskuna! Slappaði af.... hengdi úr vél og bjó um.. svona í tilefni dagsins! Svo dundu yfir mig sms og símhringingar! Mér fannst það alveg óþarfi að minna mig á það hvað ég væri gömul.. en það var samt sætt af þeim að muna eftir mér!
Mamma og Anna voru ýkt sætar... gáfu mér Risastóran bangsa... andaglas og buxur.. og fleira flott! Það skemmtilega við það er að mútta fékk vinnu í leiðinni þegar þær voru í leiðangrinum.... hún rakst á konu sem hún hafði einhvern tímann spáð fyrir! Konan bauð henni vinnu við að spá... mér fannst það stórmerkilegt og verð að segja söguna í hvert sinn sem ég hitti einhvern! Ég er svo stolt af henni! :)
Svo fékk ég yndislegan grillmat! Og Álfrún vinkona kom í heimsókn... rosa sæt og gaf mér æðislega nornabók í ammlisgjöf!! Og núna sit ég hér í vinnunni.... búin að gefa stelpunum að borða... og sit hér og harma það að vera að vinna á afmælinu mínu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home