Ætli það sé of seint núna að hoppa úr sálfræðinni í kokkinn.... skemmtilegt orð það... kokkur!! já.. en til að halda mér á sporinu... ég var með smá matarboð á sunnudaginn! Eldaði þetta dýrindislæri (sem var ekki of ÞURRT, sama hvað þú segir Ögmundur), granít eins og ég kýs að kalla það(eða gratín sem var eldað fyrir mig.. var mjög gott líka), svo var ég náttúrulega með meðlæti.. og smá mótlæti en aðallega voru þetta nú bara læti. Reyndar skammast ég mín dáldið fyrir það en þetta var í fyrsta sinn sem ég hef búið til sósu upp frá grunni... pakkasósu þar að auki!! Ég hef hrært í sósum yfir ævina.. það vantar ekki en aldrei sett sjálf vatnið í pottinn.. þannig að þið getið ímyndað ykkur hversu stórt skref þetta var fyrir mig!! Hún heppnaðist meira að segja bara mjög vel.. dáldið þykk.. en það er nú bara gott! Í eftirrétt var ég svo með Bounty-köku og súkkulaðiís með vanillufyllingu!! Þetta var nú allt étið.. ég hef aldrei séð í matarboðum jafnvel hreinsað af matardiskum!! Ég var svo ánægt með það!! Ég vil annars koma þökkum á framfæri til Karls og Ögmundar fyrir alla aðstoðina.. lánið á íbúðinni og öllum fötunum og síðast en ekki síst.. uppvaskinu :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home