Akkurat 3 vikur og 4 dagar í það að skólinn byrjar aftur :( Það er orðið dimmt og byrjað að kólna aftur!! Ég hugsa að maður fái bara þunglindisskammdegið aftur.. eða skammdegisþunglyndið! Ég fór í bæinn með Kalla á fimmtudaginn.... ég pungaði út einum sumarfrísdegi og við skelltum okkur í Kringluna, Smáralindina og fleira!! Ég náði í flottu skóna mína til skósmiðs.... þurfti að laga hælbandið sko... og við fengum okkur að eta á Adesso í Smáralindinni.. mjög skemmtilegur staður... sætin á hjólum! Tiger er náttla must því það er uppáhaldsbúðin hans Kalla.. hann virðist samt alltaf geta labbað í gegn án þess að kaupa neitt og ég kem út hlaðin bögglum! Keypti mér afarskemmtilegan bleikan eggjaskerara!! Svo var haldið heim á leið... reyndar fékk ég að búa mér til geisladisk með slögurum eins og Hit the Road Jack!! Fór mjög sátt út með hann!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home