Aldan

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Ég held að þetta sé kvefið sem talar.... eitt próf búið.. eitt próf eftir!!! Ég held þetta séu einhver álög.. alveg eftir mér að fá flensuna í miðjum prófum!!! Bömmer, en annars þá langar mig að tala smá um handtöskuvandamálið mitt! Hvernig væri að Kári færi að finna þetta gen.. ég held það sé í leynum í nánd við Ömmugenið..... við þurfum öll að standa saman og ráða niðurlögum á þessari hvimleiðu áráttu kvenfólks að ganga alltaf með 20 lítra handtösku dagsdaglega.... ég sé að kroppinbökum og skökku fólki fjölgar í takt við það að töskurnar stækki!! Þetta sé ættgengt, ég man að ég var alltaf undrandi á Mary Poppins töskunni hennar Ömmu... þegar við fórum í útileigur og ferðalög eða bara bæjarferð þá komu undarlegustu hlutir upp úr töskunni hjá henni.... klósettpappír, brjóstsykurspokar í tugatali, plástrar, ljósaperur, treflar og miklu fleira. Í dag er þessi árátta hjá mér þannig að ef það kemst ekki allt sem ég þarf í töskuna mína, þá er tími til kominn að ég fái mér stærri tösku!! Reyndar er ég líka með töskuáráttu eins og sumir eru með skóáráttu, ef ég kemst í töskubúð verð ég alveg veik... í herberginu mínu núna eru 4 handveski, 2 skólatöskur, 2 bakpokar, 1 stór ferðataska (nei ég er ekki á leiðinni í ferðalag)og 2 strátöskur, þá er ég ekki að telja með töskurnar sem eru inni í skáp eða uppi á háalofti. Eins og vinir mínir þekkja þá eru töskurnar hjá mér alltaf úttroðnar og ég er með alls kyns óþarfa, 5 kg af andlitsmálningu (ef ég skyldi óvænt lenda í óveðri og þurfa að spasla í andlitið upp á nýtt, það hefur reyndar aldrei gerst... en hey maður veit aldrei). Ég er með naglasnyrtisett sem ég nota aldrei, ég meina maður klippir táneglurnar bara eftir baðið!), 3 tegundir af naglalakki, stílabók og pennaveski ef svo skyldi fara að mér skyldi detta í hug einhver brilliant hugmynd sem ég yrði að skrifa niður á staðnum, box af verkjatöflum, spilastokk (ef mér skyldi leiðast), nokkrar hálstöflur sem eiga að vera vörn gegn andfýlu (móðir mín gengur með tannkrem á sér), dagatal, útvarp, myndavél (ef Kodak stundin myndi óvænt renna upp), geisladiskahulstur (20stk). Og þetta er sem er fast í töskunni!! Svo á merkilegri dögum er hún full..... aukaföt, jakki til skiptana... bíllinn minn er reyndar bara skápur!! Ég veit ekki hvernig ég mun komast af ef hann gefur upp öndina!!
Ég er sannfærð um að þetta er sjúkdómur!! Hvernig væri að setja upp nokkur rúm á gjörgæslunni fyrir handtöskufíklana!!! Stelpur....stöndum saman og berjumst gegn þessu!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home