Þá er þessi frábæra helgi á enda! Svona hófst hún:
Föstudagur: ég var boðin í heimsókn til Kalla og Ögmundar! Við fengum okkur pizzu og horfðum á Sum of All Fears með Benna Affleck hönk. Myndin var bara alveg nokkuð góð, dáldið lengi að byrja samt en ég verð að segja að í henni er eitt flottasta, nei ok, ætla ekki að taka svona sterklega til orða en rosalegt spennuatriði! Ég ætla bara að segja eitt orð: íþróttaleikvangur, þið munuð ná áttum þegar þið sjáið myndina. Benni stendur sig asskoti vel í þessu hlutverki (sem og flestum öðrum), Morgan Freeman er góður eins og vanalega og svo náttla Öskurkrúttið hann Liev Screiber (eða hvernig sem þið viljið stafa nafnið hans). Þið getið lesið meira um myndina á hinu blogginu! Anyways, síðan eftir myndina var smá tjatt í gangi og ég tók mig til og lagði eina stjörnu fyrir Ögmund! Held hann hafi samt ekki alveg tekið mig trúanlega ;) Allavega rosa kósý kvöld í boði Kalla og félaga! Svo er það Laugardagurinn: ég sá náttúrulega engan tilgang í því að breyta svefnmunstri mínu og svaf til hádegis, hófst síðan handa við að taka til í herberginu hjá mér, ef það getur kallast að taka til! Ég var að endurskipuleggja skóladótið mitt, setja gamlar glósur í möppur og sjá hvað ég þarf að kaupa fyrir næsta skólaár! Þetta tók mig næstum allan daginn sem gefur til kynna hversu skipulögð ég var fyrir! Ég reyndar skaust út í smá leiðangur að finna möppur og pennaveski og ýmsan óþarfa, var að leita mér að skólatösku en fann enga sem ég tímdi að borga pening fyrir þannig að ég límdi bara þessa gömlu saman með Galdragripi og vona að hún dugi í nokkra mánuði í viðbót! Fyrir þá sem ekki vita þá er Galdragrip trélím, sem hægt er að nota til að líma ýmislegt annað með, t.d. spegla, plast, putta og skó! Mér samt tókst sem betur fer að forða öðrum hlutum en skólatöskunni frá eyðileggingu og öðrum ósóma! Jæja eftir að ég var búin að koma herberginu í sæmilegt horf (ég endurtek sæmilegt horf, aldrei gott horf hjá mér) þá kom Álfrún vinkona í heimsókn! Við fórum út og náðum okkur í DVD (Legally Blond sem er brilliant mynd), eftir það tók ég fram tarotin (já, í fleirtölu) og við vorum aðeins að leika okkur með þau! Við komum okkur saman um það að nú þyrftum við að fara bráðlega í andaglas, þannig að Arna , nú er að duga eða drepast!! Finndu tíma handa okkur, og borð! Sem sagt mjög kósý kvöld hjá okkur Álfrúnu!
Og þá er ég komin að sunnudeginum! Vaknaði um ellefu leytið við hringingu frá föður mínum (sem by the way er byrjaður að lesa bloggið hjá mér!), fór smá í tölvuna til að gefa gæludýrunum mínum í Sims smá athygli! Fór svo í bíó áðan, á Mothman Prophecies! Sem er líka alveg Brilliant! Sem sagt rosa kósý og skemmtileg helgi hjá mér! Nú er textinn orðinn svo langur að ég er örugglega búin að missa alla athygli frá ykkur þannig ég ætla að hætta í bili og fara að sofa! Góða nótt!
Föstudagur: ég var boðin í heimsókn til Kalla og Ögmundar! Við fengum okkur pizzu og horfðum á Sum of All Fears með Benna Affleck hönk. Myndin var bara alveg nokkuð góð, dáldið lengi að byrja samt en ég verð að segja að í henni er eitt flottasta, nei ok, ætla ekki að taka svona sterklega til orða en rosalegt spennuatriði! Ég ætla bara að segja eitt orð: íþróttaleikvangur, þið munuð ná áttum þegar þið sjáið myndina. Benni stendur sig asskoti vel í þessu hlutverki (sem og flestum öðrum), Morgan Freeman er góður eins og vanalega og svo náttla Öskurkrúttið hann Liev Screiber (eða hvernig sem þið viljið stafa nafnið hans). Þið getið lesið meira um myndina á hinu blogginu! Anyways, síðan eftir myndina var smá tjatt í gangi og ég tók mig til og lagði eina stjörnu fyrir Ögmund! Held hann hafi samt ekki alveg tekið mig trúanlega ;) Allavega rosa kósý kvöld í boði Kalla og félaga! Svo er það Laugardagurinn: ég sá náttúrulega engan tilgang í því að breyta svefnmunstri mínu og svaf til hádegis, hófst síðan handa við að taka til í herberginu hjá mér, ef það getur kallast að taka til! Ég var að endurskipuleggja skóladótið mitt, setja gamlar glósur í möppur og sjá hvað ég þarf að kaupa fyrir næsta skólaár! Þetta tók mig næstum allan daginn sem gefur til kynna hversu skipulögð ég var fyrir! Ég reyndar skaust út í smá leiðangur að finna möppur og pennaveski og ýmsan óþarfa, var að leita mér að skólatösku en fann enga sem ég tímdi að borga pening fyrir þannig að ég límdi bara þessa gömlu saman með Galdragripi og vona að hún dugi í nokkra mánuði í viðbót! Fyrir þá sem ekki vita þá er Galdragrip trélím, sem hægt er að nota til að líma ýmislegt annað með, t.d. spegla, plast, putta og skó! Mér samt tókst sem betur fer að forða öðrum hlutum en skólatöskunni frá eyðileggingu og öðrum ósóma! Jæja eftir að ég var búin að koma herberginu í sæmilegt horf (ég endurtek sæmilegt horf, aldrei gott horf hjá mér) þá kom Álfrún vinkona í heimsókn! Við fórum út og náðum okkur í DVD (Legally Blond sem er brilliant mynd), eftir það tók ég fram tarotin (já, í fleirtölu) og við vorum aðeins að leika okkur með þau! Við komum okkur saman um það að nú þyrftum við að fara bráðlega í andaglas, þannig að Arna , nú er að duga eða drepast!! Finndu tíma handa okkur, og borð! Sem sagt mjög kósý kvöld hjá okkur Álfrúnu!
Og þá er ég komin að sunnudeginum! Vaknaði um ellefu leytið við hringingu frá föður mínum (sem by the way er byrjaður að lesa bloggið hjá mér!), fór smá í tölvuna til að gefa gæludýrunum mínum í Sims smá athygli! Fór svo í bíó áðan, á Mothman Prophecies! Sem er líka alveg Brilliant! Sem sagt rosa kósý og skemmtileg helgi hjá mér! Nú er textinn orðinn svo langur að ég er örugglega búin að missa alla athygli frá ykkur þannig ég ætla að hætta í bili og fara að sofa! Góða nótt!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home