Aldan

laugardagur, ágúst 31, 2002

Ég hálfskammast mín hvað það er langt síðan síðast! Ég held þetta stafi af kvíða, ég skýst inn á netið og svo strax út aftur eftir að ég hef tekið blogghringinn minn. Forðast póstinn minn eins og heitan eldinn! Ástæðan, jú ástæðan er sú að nú fer að líða að því að einkunnagjöfin fari að síast inn á netið. Hjartslátturinn eykst og ég verð bara andstutt af því að hugsa um þetta! En það fer eins og það fer, annars fer það bara ekki neitt! Ég átti yndæliskvöld í kvöld þar til ég fór í vinnuna! Ég fór út að borða á Pizza Hut ásamt Örnu og Álfrúnu, Fellaskólagengið (ef gengi má kalla) byrjað að draga sig saman aftur, eftir það héldum við heim til Örnu í smá internetpartý! Nú sit ég hérna í vinnunni og japla á leifunum af pizzunni sem við fengum fyrr í kvöld! Mæli með brauðstöngunum!
cyberprude



You Are a Cyberprude!


You stay away from anything crass or crude.

You could be called a "cyberprude."

Lighten up, and take off your shirt.

Flashing a chatroom wouldn't hurt.



Are *You* a Cyberslut?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home