Aldan

fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Nú er þetta komið úr mínum höndum og vonandi í guðs hendur!! Ég þvæ hendur mínar af þessu!! Var sko að klára prófið... ég svaf í rúma 3 klst í nótt og tel mig vera afar lánsama!! Bóklesturinn gekk ekki sem skyldi og kenni ég þar um prófkvíða, þetta yndislega orð sem hefur bjargað sálu minni oft á tíðum, ég er ekki rugluð né klikkuð... ó nei ég þjáist bara af Prófkvíða!! Ef mér gengur illa í prófi, nei veistu, ég var svo illa haldin af prófkvíða!! En í alvöru svona þá hef ég nokkrum sinnum lent í því að blokkast algjörlega í prófi, yfirleitt eru það hendurnar sem byrja að titra og svo get ég ekki fókusað með augunum! Ástæðurnar gætu verið aðrar en prófkvíði náttúrulega fyrir suma, eins og til dæmis þynnka! Heilablóðfall og annað slíkt! En í alvöru talað, ég hef orðið þess vör hér í Háskólanum að fólk mætir endurtekið þunnt í próf! Algjört tillitsleysi við samnemendur, ekki nóg með það að lyktin sé slík að það liggi við að það líði yfir mann í stólnum heldur verður maður einnig að líta sífellt aftur fyrir sig á aumingja manneskjuna, bara svona til að athuga hvort það sé ekki örugglega allt í lagi með hann (eða hana). Þar af leiðandi er maður stöðugt í hættu með það að verða tekin fyrir prófsvindl, að vera að kíkja hjá næsta manni fyrir aftan!! Annars held ég að aumingja konurnar sem sitji yfir myndu annars ekkert taka eftir því, það er engin af þeim undir 90 og flestar of uppteknar við lúrinn sinn eða að skoða morgunblaðið að þær sjái nokkuð!! Þær síðan trítla með súrefniskútinn á eftir sér út í smók á 5 mínútna fresti og skapa jafnmikinn hávaða og þegar þær eru að snýta sér. En manni þykir nú alltaf soldið vænt um þær!
En nóg um það .... ég er komin í SUMARFRÍ!!! Ætti ég að fara á ströndina, í bíó, út á land!! Eða fara bara heim og gera ekki neitt?? Þar sem það er engin sól, ég á engan pening og bíllinn minn er komin á síðasta snúning þá hugsa ég að ég velji síðasta kostinn!! Ég held ég fari heim!


Which Trainspotting Character Are You?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home