Aldan

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Ég er líklega sú ópólítískasta manneskjan sem ég þekki!!! Ég er svo algerlega passiv á stjórnmálin... en ég tel það alls ekkert vera svo slæman hlut.... þó að aðrir séu ekki kannski á sama máli. Ég er fullkomlega sátt við að láta aðra um hluti sem ég hef ekki hundsvit á... þið munuð til dæmis ekki sjá mig eftir flugferð fara og ræða við flugstjórann um flugið, að ég hafi ekki alveg verið fullkomlega sátt við hallann á flugvélinni þegar hún lenti og hvort hann væri ekki tilbúinn að laga það í næstu ferð! Ég legg mitt líf í hendur hans og treysti honum fyrir því..... eins með pólitíkusana... ég læt málin í hendurnar á þeim, ég veit að það eru fleiri í þjóðfélaginu sem hafa meiri áhuga á þessum hlutum og fylgjast með og taka í taumana ef eitthvað virðist vera á rangri leið.... t.d. hún Hanna mín væri ekki lengi að setja á sig rauðu sokkana og mótmæla kröftuglega. Hinn harðorði Karl mun einnig ekki liggja á skoðunum sínum í fjölmiðlum! Mér finnst ég vera í nokkuð öruggum höndum og einbeiti mér í staðinn að öðrum minna merkilegum hlutum sem ég hef skoðanir á.... Þið munuð líklegast ekki finna neinar pólítískar umræður hér á síðunni nema þá þessa undanfarandi... Ég er sátt ... ert þú sáttur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home