Aldan

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

Jæja..... þá snýr maður aftur til vinnu eftir viðburðaríka helgi!! Þar má nefna Gay Pride og rússana sem sungu á Ingólfstorgi. Ég missti náttúrulega af báðum atburðunum.... óheppin eins og ég er!!! Ég sá reyndar fullt af fólki og bílum sem voru fyrir mér þar sem ég brunaði um götur bæjarins! Ótrúlegt hvað er alltaf mikil umferð þegar Fúsa liggur á!! Annars er bíllinn minn hálf lasinn... það er svo mikið að honum greyinu... að ég býst bara við einn daginn að koma að honum þar sem hann liggur með hjólin upp í loftið og búinn að gefa upp öndina... Reyndar fékk ég nýtt sæti í dag... reyndar nýtt/gamalt sæti... í bílinn sko!! Það er núna gífurlega vond lykt í bílnum.... allar mínar lykteyðandi fígúrur ná ekki að bæta úr því!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home