Draumfarir
Já, ég gleymdi alltaf að minnast á það.. fyrir nokkrum dögum dreymdi mig að ég var í flugvél sem var nýlent eða að fara af stað, man ekki. Allavega hún var keyrð eftir brautinni og það er fólk að labba eftir henni (brautinni) og ég sé þar nokkrar fyrrverandi bekkjarsystur. Svo gerist það að tvær þeirra sogast inn í hreyfilinn, og ég sé bara skó og eitthvað koma fljúgandi út... ætli ég beri svona mikinn kala til þessara greyja að undirmeðvitundin vilji þær bara feigar?? Þetta er krípí! Ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir þetta var þetta ansi skemmtilegur draumur, Angel flaug vélinni ;)
Fyrst við erum nú að ræða um drauma.. þá verð ég að minnast á annan sem mig dreymdi á svipuðum tíma, ég var að labba á svæði þar sem var verið að rífa hús.. ég gekk undir húsið sem var verið að rífa (það var búið að rífa það þannig að þakið var það eina sem stóð eftir á helming hússins), anyways.. ég lít upp og sé gröfuna dangla í þakið og stór steypuklumpur fellur niður á mig og þið vitið restina.. það var samt ekki búið þar því þetta var eins og í Groundhog Day, því ég vaknaði (í draumnum) alltaf upp aftur og upplifði þetta aftur og aftur...!! Nú ef við reynum að greina þennan draum gætum við túlkað þetta á þann hátt að undirmeðvitundin mín er líklega að reyna að segja mér að ég læri ekki af mistökum mínum!! Geri sömu vitleysuna aftur og aftur!
Ég man í flestum tilvikum eftir draumunum mínum, ég skil ekki fólk sem segist ekki dreyma?? Dreymir þig?
Fyrst við erum nú að ræða um drauma.. þá verð ég að minnast á annan sem mig dreymdi á svipuðum tíma, ég var að labba á svæði þar sem var verið að rífa hús.. ég gekk undir húsið sem var verið að rífa (það var búið að rífa það þannig að þakið var það eina sem stóð eftir á helming hússins), anyways.. ég lít upp og sé gröfuna dangla í þakið og stór steypuklumpur fellur niður á mig og þið vitið restina.. það var samt ekki búið þar því þetta var eins og í Groundhog Day, því ég vaknaði (í draumnum) alltaf upp aftur og upplifði þetta aftur og aftur...!! Nú ef við reynum að greina þennan draum gætum við túlkað þetta á þann hátt að undirmeðvitundin mín er líklega að reyna að segja mér að ég læri ekki af mistökum mínum!! Geri sömu vitleysuna aftur og aftur!
Ég man í flestum tilvikum eftir draumunum mínum, ég skil ekki fólk sem segist ekki dreyma?? Dreymir þig?
5 Comments:
Já mig dreymir en aldrei um neitt merkilegt.
Bara eitthvað rugl og bull sem merkir ekki neitt (eða ég held það allavegana)
En samt man ég þó alltaf draumana og ég held að ég dreymi bara alltaf þegar ég sef...
By Nafnlaus, at 2:25 f.h.
dreymir sko bara um velheppnaða deitið mitt og hvenær ég hitti hann aftur :P
By Anna, at 1:10 f.h.
Þú ert nú ekki einu sinni farin að sofa eftir það!! :OP hehe... en you lucky lucky girl
By Aldan, at 1:52 f.h.
Huh, þetta hefur nú bara verið að hluta til óskhyggja. Angel að fljúga vélinni......
By Unknown, at 6:51 f.h.
Já... mmmmmm góður draumur! hehehe
By Aldan, at 9:04 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home