Aldan

sunnudagur, maí 07, 2006

Kaldir peningar

Ég horfði á nokkuð merkilega mynd í gærkvöldi, það sem gerði hana svona merkilega í mínum augum er hvað hún kom mér skemmtilega á óvart! Hún var bæði spennandi og mjög húmorísk, James Marsters leikur hér aðalhlutverkið í þessari þjófamynd sem minnir mann á þessa gömlu góðu en gerist samt að því virðist í nútímanum! Spike leikur Bobby Comfort, þjóf sem hefur setið í fangelsi um helming ævi sinnar. Hann kemur sér snilldarlega úr fangelsi (takið eftir "klósettpappírnum") og reynir svona í eitt skipti að lifa lífinu "réttu" megin við lögin. Fljótlega lendir hann í slagtogi með einum og þeir fara að ræna flott hótel í New York. Hann James Marsters stendur alveg fyrir sínu, sannar það hér að hann getur leikið eitthvað annað en úrillar vampírur og er bara helv"#$ flottur án hvíta makkans ;)
Cool Money er mjög sniðug mynd! Mæli hiklaust með henni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home