Aldan

miðvikudagur, maí 24, 2006

Sumarsólstöður

Mig dreymdi áðan að ég var búin að fá einkunn úr einu fagi og þessa fínu einkunn líka. Við sjáum til hvað setur, kannski kemur inn einkunn í dag?? Ég veit ég fæ ekki eins háa og mig dreymdi, ég vona bara að ég nái þessu :P Ég þurfti samt að borga hátt verð fyrir að fá að sjá einkunnina.... vonum að það tákni ekki neitt slæmt!
Það er aðeins ein og hálf vika þar til ég fer í næstum 2 vikna sumarfrí!! Sjæse, hversu frábært er það!! Innan við mánuður þar til byrjar að skyggja aftur :) get ekki beðið, passaði mig á því að taka frí 21. júní! Nú vona ég bara að ég gleymi þessu ekki og taki aukavinnu, það væri svo sem eftir öllu! Var á Spáni í fyrra og vinna tvö árin þar á undan minnir mig! Í ár er ég að hugsa um að taka teppi og nesti og keyra út í buskann og eyða nóttinni undir beru lofti (allavega nokkrum klukkutímum)! Who's in??

4 Comments:

  • Eins og veðrið er í augnablikinu, er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eyða einni mínútu úti undir berum himni (sama hversu gott nestið þitt er)! Vonandi færðu góða sólskinsdaga í fríinu þínu...og það er alveg bannað að svara í símann á meðan (í vinnunni eða utan hennar)!
    Kv. frá Nínu úr flensubælinu;(

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:55 e.h.  

  • þarf að ath dagatalið en væri kannski bara til í jónsmessuberrössuútilegu með nesi ;) hahaa kannski sleppa berrössunni...
    kv Arna

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:11 e.h.  

  • Já kannski bara! Maður vill ekki hræða litlu dýrin sem koma út á nóttunni! ;)

    By Blogger Aldan, at 10:04 e.h.  

  • mí mí mí!!! Sammála Örnu!! Líka þá!!! Sammála Öldu líka...bannað að hræða næturþyrsta brjálæðinga!

    By Blogger Anna, at 11:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home