Aldan

fimmtudagur, maí 18, 2006

Undanfarinn mánuð hefur líklega lítið verið að gera hjá útfararstofum borgarinnar. Hvorki meira né minna en tveir líkbílar hafa setið hér fyrir útidyrunum hjá Fyrirtækinu, líklega að vonast til að aumingja Heba hrökkvi upp af vegna ofnæmis! Líklega hafa þeir sent Fyrirtækinu þennan blómvönd sem er að gera alla vitlausa vegna lyktarinnar sem hann gefur frá sér í von um betri árangur! En það er seigt í Hebunni og nú sé ég þeir hafa loksins gefist upp og haldið á brott! Halleluja!

1 Comments:

  • Já það er sko seigt í mér ;)
    En það munaði nú litlu hérna aðfararnótt Þriðjudags, þá var ég næstum dáin ...

    Vonum bara að þeir fari ekki að taka upp á einhverju öðru

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home