Aldan

föstudagur, maí 19, 2006

Eurovísjón my ass!

Þetta er ekki lengur Eurovision heldur Slavicvision eins og einn kunningi minn sagði fyrr í kvöld! Ég og Hannfríður sátum gapandi eftir að úrslitin urðu ljós! Við vorum ekkert hissa á því að Silvía hafði ekki komist í úrslit heldur vorum við hneykslaðar á því að Litháen og Armenía hefðu náð inn!! Þetta var bara stórfurðulegt! En svona er þetta víst... það má með sanni segja að Evrópa kemur manni sífellt á óvart. Belgía og Eistland áttu þessi sæti, það er svo! Svo finnst mér einnig skrýtið að spýtukellingin frá Tyrklandi skuli hafa komist líka í úrslit.... fólk er greinilega á sýru þegar það er að kjósa! En hvað um það... sæti Rússinn, skrímslin frá Finnlandi og Úkraína komust áfram... við sjáum hvað setur á laugardag! Silvía hefði alveg átt möguleika á að ná þarna inn ef hún hefði staðið sig vel á sviðinu, því miður gerði hún það ekki! Það var alltof mikið að gerast, hún var stressuð, of skræk, andstutt og nefmælt! Okkur gengur bara betur næst! Verst að það má ekki leggja fram Regínu lagið á næsta ári! Það hefði verið flott þarna ;)
Annars fannst mér keppnin sjálf alveg fín þótt upphafsatriðið hefði verið soldið spes! Þetta gekk allt ljómandi hratt fyrir sig og ekki sakaði að kynnirinn væri svona helv$%" flottur ;) ég var alveg búin að gleyma honum Sakis, hann virðist verða betri með aldrinum :P

3 Comments:

  • Ég missti alveg af forkeppninni þar sem hún er ekki sýnd hér í Kengúrulandi. Hefði alveg verið til í að sjá Sakis. Sætir spékoppar. Alveg sama um lögin. Eurovision verður sýnd hér á sunnudagskvöldi en ég nenni ekki að horfa á keppnina þar sem Ísland verður ekki með.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:19 f.h.  

  • Ojá.. sætir spékoppar :OP Reyndar væri það alveg þess virði að horfa á keppnina bara út af Sakis ;) hehe... Ætla kengúrubúar virkilega að gera hlé á íþróttunum til að senda þetta út?? ;)

    By Blogger Aldan, at 7:31 f.h.  

  • það er bara málið að halda með Finnlandi núna þegar Ísland er dottið út. Það er náttúrulega hneyksli að Litháen skyldi komast áfram, lagið er svo lélegt að það gæti ekki einu sinni verið fótboltasöngur.
    Það að Tyrkland skyldi komast áfram kom mér ekki á óvart, lagið var ekkert sérstakt en það var grípandi.

    By Blogger Gerdur Sif, at 1:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home