One of These Days! :(
Já.. einn þessara daga! Fór seint að sofa eftir vaktina, var vakin um hádegið, var tilkynnt að það væri búið að klessa bílinn (sem betur fer var það ekki svo alvarlegt þegar málið var skoðað betur)! Sofnaði síðan seint aftur og svaf illa, kenni tvöföldu sænginni minni, aukasænginni, teppinu og fimm koddum um það hvað var heitt! Það er víst kominn tími að minnka við sig, komið sumar og svona... það er líka ekkert eins gaman að vera svona dúðaður þegar maður getur ekki galopnað gluggann vegna Mikka og Símonar! Eina glætan er hvað vaktin er stutt hjá mér, þó mér finnist nú erfiðara að vinna svona stuttar næturvaktir.... hef ekkert að gera í pásunum.. ekkert sjónvarp og lítið um sófa til að liggja í og lesa. Ég er annars byrjuð á The Talisman :) loksins.. keypti hana úti í haust.. hún er búin að bíða lengi eftir flettingu! Þrjár næturvaktir í viðbót og svo er fimmtugsafmæli handan við hornið! Good times... Anna fer á deit í kvöld.. ;) vonum að hún fái eitthvað gott í kroppinn.. hehe en hafiði annars pælt í laginu All that she wants með Ace of Base, All that she wants is another baby???? Þetta er svoldið krípí lag þegar maður pælir í því! Ég skil ekki alveg lógíkina bak við textann... en svona eru víst Svíarnir.. los locos!
Eurovision í næstu viku, það verður sko stórt kvöld hjá okkur í Menngó hvort sem Silvia kemst áfram eður ei. Eins gott að hún Nína fái sig lausa! Eurogúrúinn mun líklega vera í essinu og Eurogæran mun örugglega ekki láta sitt eftir liggja í Euro-viskunni!
Hanna mín, gæra bara því það er passar vel við gúrúinn! ;) Það eru engar aðrar ástæður fyrir þessu orðavali mínu ;) híhí
Nú er líka farið að styttast ansi ískyggilega í hana Auði mína!! Tarot- og Singstarkvöldin hafa verið í ALLTOF löngu fríi!!
Eurovision í næstu viku, það verður sko stórt kvöld hjá okkur í Menngó hvort sem Silvia kemst áfram eður ei. Eins gott að hún Nína fái sig lausa! Eurogúrúinn mun líklega vera í essinu og Eurogæran mun örugglega ekki láta sitt eftir liggja í Euro-viskunni!
Hanna mín, gæra bara því það er passar vel við gúrúinn! ;) Það eru engar aðrar ástæður fyrir þessu orðavali mínu ;) híhí
Nú er líka farið að styttast ansi ískyggilega í hana Auði mína!! Tarot- og Singstarkvöldin hafa verið í ALLTOF löngu fríi!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home