Aldan

þriðjudagur, maí 16, 2006

Þá eru öll stórafmælin að baki í bili! Þetta heppnaðist alveg stórvel að mínu mati, engin rifrildi eða slagsmál og allir komust heilir heim. Ég hef ekki enn heyrt af neinni magakveisu sem stafaði af öðru en ofáti!! Öll systkini hennar mömmu létu sjá sig sem mér finnst alveg frábært og auk þess komu nokkrir makar og börn! Þrátt fyrir þrengslin virtust allir komast fyrir, merkilegt það. Síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en um hálf tvö! Annars sendum við gömlu í allsherjar dekur á Paradís, hún var svo ánægð með daginn, á eftir að lifa á þessu lengi. Við erum allar búnar eftir síðustu tvo daga! Klukkan er þrjú og við erum allar enn í náttfötunum bara að slappa af.... aumingja Anna er dauð... Annars kemur Vikan út á morgun, það er ekki oft sem systir manns prýðir forsíðuna, viðtalið og myndirnar koma alveg stórvel út enda er hún alveg glæsileg að sjá! Hlakka til að sjá viðbrögðin ;)

1 Comments:

  • Myndin af Önnu er rosalega flott á forsíðunni allavegana :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home