Aldan

fimmtudagur, maí 04, 2006

Próf

Prófatími er alltaf áhugaverður tími, fjöldi nemenda þjáist af prófkvíða og stressi og ef pepto-bismol fengist í verslunum hér á landi væri það líklegast uppselt frá upphafi apríl og til loka maímánaðar. Ég get ekki sagt sjálf að ég þjáist af miklum prófkvíða, þrátt fyrir það verð ég örlítið taugaveikluð eftir því sem nær dregur prófinu, maginn verður viðkvæmari fyrir og öndunin styttri, alveg þar til ég sest niður og get byrjað að svara spurningunum. Síðasta þriðjudag var ég tilbúin í slaginn, vegna framkvæmda á háskólalóðinni var ákveðið að KR. heimilið myndi fullnægja sem varaskeifa fyrir prófstofur Aðalbyggingar og Árnagarðs! Ég var ekki alveg búin að sjá fyrir mér hvernig þetta yrði en ég hélt að þessu yrði skipt einhvern veginn upp og yrði svipað og vanalega. Neinei... svo var nú aldeilis ekki, ég lagði bílnum aðeins frá og elti nokkra krakka að heimilinu, það voru engar merkingar og við gengum inn einhverja hurð og upp á aðra hæð þar sem okkur var tjáð að prófin væru niðri. Engar merkingar voru niðri en einhverjum hugkvæmdist þó að labba bakvið húsið, jújú... við löbbum svo inn í þennan stóra íþróttasal sem var undirlagður af hundruðum borða! Helmingurinn af salnum var notaður og voru stikur með númerum sem áttu að gefa til kynna mismunandi stofur. Á meðan ég starði agndofa inn í salinn heyrði ég í hátalarakerfinu þar sem konurödd var að gefa upp upplýsingar um hvernig fyrirkomulagið yrði. Ég þurfti aðeins að stíga frá og ná andanum áður en ég hélt inn í salinn, það var óþægilega löng gangan að borðunum og mér fannst ég vera komin aftur í grunnskólaleikfimina :OS kvíðinn var eftir því! Jæja.. nóg með það, ég komst að mínu borði og settist niður, hjartað sló ört og augun áttu í erfiðleikum með að ná fókus. Beint fyrir framan mig stóð kona í svaka dressi með það stór gleraugu að þau huldu næstum því allt andlitið, það var hún sem var að tala í míkrafóninn. Hjartað róaðist aðeins þegar ég sá kennarann koma hlaupandi, sætann í vesti og sportbuxum og ég náði að afhenda ritgerðina mína sem ég hélt að yrði tekin í misgripum fyrir svindlglósur og ég fengi ekki að sjá aftur. Svo byrjar prófið og ég kemst fljótlega á flug, ég lét ekki flæðandi gosflöskuna sem stelpan fyrir aftan mig opnaði koma mér úr skorðum, jafnvel þó það hefði lekið á gólfið. En svo byrjaði þrammið, eins og ég segi þá var prófið í sjálfum íþróttasalnum og það er mjög hljóðbært þarna inni og flestar yfirsetukonurnar eldri konur klæddar í sitt fínasta púss enda ekki oft sem þær komast svona út á meðal fólks, auðvitað gátu einhverjar þeirra ekki látið háhæluðu skónna liggja eftir heima í skápnum og gerðu í því að labba fram og til baka eftir ganginum milli borðanna! Um það leyti sem próftími var hálfnaður heyrðist þetta svaka suð, í nokkrar mínútur gerðist ekki neitt og ég hélt þetta hlyti að vera loftræstingin sem hefði verið sett í gang þó það væri drullukalt inni í salnum, en svo heyrist þessi svaka andardráttur og veimiltíturödd sem segir: nú er próftíminn hálfnaður. Búið, það var slökkt á! Þessi tilkynning hefur greinilega þurft mikinn undirbúning. Hún hefur örugglega verið búin að hringja í klukkuna og athuga hvort þetta væri ekki örugglega rétta sekúndan, og svo um leið og hún þorði að glopra út úr sér þessum orðum, þá hefur hún líklegast orðið svo taugaveikluð á því að heyra röddina í sjálfri sér að hún hefur slökkt á kerfinu í staðinn fyrir að endurtaka skilaboðin! Mikið var ég fegin þegar ég labbaði þaðan út, en verst af öllu: ég þarf að endurtaka leikinn næsta þriðjudag!!! :(

6 Comments:

  • Hugsa til þín í prófunum. Gangi þér vel!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:59 f.h.  

  • Hehe. Tók próf þarna um daginn og þvílíkt kaos. Ég gat ekki annað en hlegið að þessu öllu saman. Prófið, sem átti að byrja kl. 9, byrjaði ekki fyrr en korter yfir, því fólk fann ekki borðin sín.

    Mæli með eyrnatöppum næst!

    Gangi þér vel með restina! :)

    Kveðja,
    Magga

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:26 e.h.  

  • Takk Takk stelpur!! :)

    By Blogger Aldan, at 9:30 e.h.  

  • Gangi þér súper vel !!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:02 f.h.  

  • úff alda nú ertu búin að gera mig stressaða, ég á að fara í próf þarna næsta þriðjudag :(

    By Blogger Gerdur Sif, at 12:37 e.h.  

  • Já ég veit ;) sama próf og ég!! ;) hehehe

    By Blogger Aldan, at 12:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home